„Leikurinn er hraðari og það er orðið miklu meira álag“ Smári Jökull Jónsson skrifar 28. júní 2023 20:31 Friðrik Ellert Jónsson sinnir fjölmörgum knattspyrnumönnum í starfi sínu sem sjúkraþjálfari. Skjáskot Friðrik Ellert Jónsson segir álag í knattspyrnu vera mikið meira en það var fyrir tíu árum síðan. Friðrik var á mála hjá Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni í vetur. Knattspyrna hefur breyst gríðarlega mikið á síðustu árum. Leikurinn er orðinn mun hraðari og hafa meiðsli leikmanna því tekið breytingum og jafnvel aukist. Friðrik Ellert Jónsson er einn af okkar færustu sjúkraþjálfurum og aðstoðar hann knattspyrnumenn í hverri viku. Hann var á mála hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Nottingham Forest á þessu ári og starfaði sem sjúkraþjálfari liðsins í þrjá mánuði. „Varðandi meiðsli í dag, ef við hugsum að [tognun] aftan í læri eru algengustu meiðslin í fótbolta, að þá er gert ýmislegt til að fyrirbyggja þau meiðsli. Það sem er að gerast líka er að leikurinn er orðinn miklu hraðari og það er orðið miklu meira álag,“ sagði Friðrik Ellert í samtali við Stefán Árna Pálsson í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld. Friðrik Ellert segir hraðari leik búa til fleiri meiðsli. „Ef þú berð saman leik núna og sem var fyrir tíu árum síðan þá er miklu meiri hraði. Það er þetta sem er að búa til meiðslin líka.“ Styrktarþjálfun þarf að vera einstaklingsbundnari Friðrik Ellert segir að leikmenn geti hugsað betur út í æfingar sem henti þeim sem einstaklingum. „Það eru ákveðin atriði sem mætti laga, sem leikmenn mættu laga og hugsa um sjálfa sig með tilliti til hvað þeir þurfa að gera. Ekki að liðið sé alltaf að gera það sama heldur að þetta sé svolítið einstaklingsbundið. Að hver og einn styrki sig með tilliti til meiðsla og sinna veikleika sem er hægt að finna út með skoðun.“ Hann segist hafa séð hluti hjá Nottingham Forest sem hefði mátt gera betur. „Ég sá alveg hluti sem hefðu mátt fara aðeins betur og við fórum yfir og allir voru sammála um að gera aðeins betur.“ Allt innslagið úr Sportpakkanum má sjá hér fyrir neðan. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Tengslin við Alfreð Finnboga komu Friðriki að hjá Nottingham Forest Hann fékk starf í ensku úrvalsdeildinni á þessu ári og hjálpaði Nottingham Forest að halda sæti sínu í vinsælustu deild heims. 13. júní 2023 08:31 Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira
Knattspyrna hefur breyst gríðarlega mikið á síðustu árum. Leikurinn er orðinn mun hraðari og hafa meiðsli leikmanna því tekið breytingum og jafnvel aukist. Friðrik Ellert Jónsson er einn af okkar færustu sjúkraþjálfurum og aðstoðar hann knattspyrnumenn í hverri viku. Hann var á mála hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Nottingham Forest á þessu ári og starfaði sem sjúkraþjálfari liðsins í þrjá mánuði. „Varðandi meiðsli í dag, ef við hugsum að [tognun] aftan í læri eru algengustu meiðslin í fótbolta, að þá er gert ýmislegt til að fyrirbyggja þau meiðsli. Það sem er að gerast líka er að leikurinn er orðinn miklu hraðari og það er orðið miklu meira álag,“ sagði Friðrik Ellert í samtali við Stefán Árna Pálsson í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld. Friðrik Ellert segir hraðari leik búa til fleiri meiðsli. „Ef þú berð saman leik núna og sem var fyrir tíu árum síðan þá er miklu meiri hraði. Það er þetta sem er að búa til meiðslin líka.“ Styrktarþjálfun þarf að vera einstaklingsbundnari Friðrik Ellert segir að leikmenn geti hugsað betur út í æfingar sem henti þeim sem einstaklingum. „Það eru ákveðin atriði sem mætti laga, sem leikmenn mættu laga og hugsa um sjálfa sig með tilliti til hvað þeir þurfa að gera. Ekki að liðið sé alltaf að gera það sama heldur að þetta sé svolítið einstaklingsbundið. Að hver og einn styrki sig með tilliti til meiðsla og sinna veikleika sem er hægt að finna út með skoðun.“ Hann segist hafa séð hluti hjá Nottingham Forest sem hefði mátt gera betur. „Ég sá alveg hluti sem hefðu mátt fara aðeins betur og við fórum yfir og allir voru sammála um að gera aðeins betur.“ Allt innslagið úr Sportpakkanum má sjá hér fyrir neðan.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Tengslin við Alfreð Finnboga komu Friðriki að hjá Nottingham Forest Hann fékk starf í ensku úrvalsdeildinni á þessu ári og hjálpaði Nottingham Forest að halda sæti sínu í vinsælustu deild heims. 13. júní 2023 08:31 Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira
Tengslin við Alfreð Finnboga komu Friðriki að hjá Nottingham Forest Hann fékk starf í ensku úrvalsdeildinni á þessu ári og hjálpaði Nottingham Forest að halda sæti sínu í vinsælustu deild heims. 13. júní 2023 08:31