Strandveiðitímabilið stefnir í að verða það stysta frá upphafi Kristján Már Unnarsson skrifar 28. júní 2023 12:00 Frá höfninni á Hólmavík. Vísir/Vilhelm Strandveiðitímabilið í ár stefnir í að verða það stysta í fimmtán ára sögu veiðanna. Frá byrjun maímánaðar er búið að veiða áttatíu prósent strandveiðikvótans í þorski, aðeins tuttugu prósent eru eftir, samkvæmt nýrri samantekt Landssambands smábátaeigenda í morgun. „Verði engu bætt við mun veiðum ljúka í annarri viku júlímánaðar,“ segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, í samtali við fréttastofu. Hann segir að í fyrra hafi strandveiðum lokið 21. júlí, sem þá var stysta veiðitímabilið frá upphafi veiðanna, en þær hófust árið 2009. Þorskafli strandveiðibátanna eftir gærdaginn nemur núna 7.951 tonni. Óveidd eru 2.049 tonn. Örn áætlar að strandveiðikvótinn dugi út næstu viku, sem gæti þá orðið síðasta heila vika veiðanna. Stoppið núna gæti orðið á tímabilinu 10. til 13. júlí. Forsvarsmenn Landssambands smábátaeigenda funduðu í síðustu viku með Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra og óskuðu eftir því að ráðherra kæmi í veg fyrir stöðvun strandveiða svo snemma með því að auka kvótann. „Ráðherra útilokaði ekkert. Ég er sannfærður um að hann mun gera allt til að finna heimildir til að tryggja áframhaldandi veiðar,“ segir Örn Pálsson. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátasjómanna. STÖÐ 2/FRIÐRIK ÞÓR HALLDÓRSSON Alls eru 756 bátar komnir með strandveiðileyfi í ár, miðað við 694 báta í fyrrasumar. Af þeim hafa 735 bátar landað afla til þessa, eða tíu prósent fleiri en í fyrra. Þeim sem stunda strandveiðarnar hefur fjölgað mjög á undanförnum árum. Þannig tóku 476 bátar þátt í veiðunum árið 2018. Þetta sumar eru þeir orðnir 735 talsins, sem fyrr segir, eða 54 prósent fleiri en 2018. Hátt fiskverð á undanförnum á árum á vafalaust þátt í vinsældum veiðanna. Þannig var meðalverðið fyrstu þrjátíu daga strandveiðtímabilsins núna 432 krónur fyrir kílóið af óslægðum þorski. Árið 2018 var meðalverðið 229 krónur á kíló. Verðhækkunin á þessu tímabili er 89 prósent. Meðalafli í róðri er núna 766 kíló á bát, þar af 667 kíló af þorski. Annar afli er einkum ufsi en fyrir hann er meðalverð 210 krónur kílóið. Miðað við þetta má ætla að meðaldagur á strandveiðunum hafi til þessa gefið um 310 þúsund krónur í brúttótekjur, og vikan 1.240 þúsund krónur, þá fjóra daga sem veitt er, en tekið skal fram að umtalsverður kostnaður fylgir veiðunum. Hér má heyra áhyggjur strandveiðisjómanns í Grímsey, um að stutt gæti verið í stoppið, í frétt Stöðvar 2 í síðustu viku: Sjávarútvegur Byggðamál Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Besti veiðitíminn framundan en súrt að stutt geti verið í stoppið Strandveiðar í Grímsey eru fyrst núna að hefjast fyrir alvöru, sjö vikum eftir að strandveiðitímabilið hófst. Trillusjómaður segir þorskinn yfirleitt ekki ganga á Grímseyjarmið fyrr en um miðjan júnímánuð. 23. júní 2023 22:44 Ekki á borðinu að bæta við kvótann í sumar Ekki kemur til greina að bæta við þorskkvótann í sumar til að lengja strandveiðitímabilið að sögn matvælaráðherra. Því lauk fyrir helgi og eru strandveiðimenn á Austurlandi afar ósáttir með að þeir hafi lítið fengið að nýta hann. 26. júlí 2022 12:01 Strandveiðisjómenn með 300 þúsund krónur á dag fá meiri kvóta frá Svandísi Svandís Svavarsdóttir, ráðherra sjávarútvegsmála, úthlutaði strandveiðisjómönnum 430 milljóna króna verðmætum í dag með því að auka þorskkvóta sumarsins um nærri ellefu hundruð tonn. Viðbótin dugar þó vart nema til að framlengja strandveiðarnar út þennan mánuð. 7. júlí 2022 21:44 Sjöhundruð bátar á strandveiðum færa fjör í sjávarbyggðir landsins Strandveiðarnar hófust í dag. Búist er við að um 700 bátar stundi veiðarnar í sumar en í morgun voru um 450 bátar þegar komnir með leyfi. Leiðindaveður hamlaði þó sjósókn víða um land á þessum fyrsta degi. 2. maí 2022 23:10 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
„Verði engu bætt við mun veiðum ljúka í annarri viku júlímánaðar,“ segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, í samtali við fréttastofu. Hann segir að í fyrra hafi strandveiðum lokið 21. júlí, sem þá var stysta veiðitímabilið frá upphafi veiðanna, en þær hófust árið 2009. Þorskafli strandveiðibátanna eftir gærdaginn nemur núna 7.951 tonni. Óveidd eru 2.049 tonn. Örn áætlar að strandveiðikvótinn dugi út næstu viku, sem gæti þá orðið síðasta heila vika veiðanna. Stoppið núna gæti orðið á tímabilinu 10. til 13. júlí. Forsvarsmenn Landssambands smábátaeigenda funduðu í síðustu viku með Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra og óskuðu eftir því að ráðherra kæmi í veg fyrir stöðvun strandveiða svo snemma með því að auka kvótann. „Ráðherra útilokaði ekkert. Ég er sannfærður um að hann mun gera allt til að finna heimildir til að tryggja áframhaldandi veiðar,“ segir Örn Pálsson. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátasjómanna. STÖÐ 2/FRIÐRIK ÞÓR HALLDÓRSSON Alls eru 756 bátar komnir með strandveiðileyfi í ár, miðað við 694 báta í fyrrasumar. Af þeim hafa 735 bátar landað afla til þessa, eða tíu prósent fleiri en í fyrra. Þeim sem stunda strandveiðarnar hefur fjölgað mjög á undanförnum árum. Þannig tóku 476 bátar þátt í veiðunum árið 2018. Þetta sumar eru þeir orðnir 735 talsins, sem fyrr segir, eða 54 prósent fleiri en 2018. Hátt fiskverð á undanförnum á árum á vafalaust þátt í vinsældum veiðanna. Þannig var meðalverðið fyrstu þrjátíu daga strandveiðtímabilsins núna 432 krónur fyrir kílóið af óslægðum þorski. Árið 2018 var meðalverðið 229 krónur á kíló. Verðhækkunin á þessu tímabili er 89 prósent. Meðalafli í róðri er núna 766 kíló á bát, þar af 667 kíló af þorski. Annar afli er einkum ufsi en fyrir hann er meðalverð 210 krónur kílóið. Miðað við þetta má ætla að meðaldagur á strandveiðunum hafi til þessa gefið um 310 þúsund krónur í brúttótekjur, og vikan 1.240 þúsund krónur, þá fjóra daga sem veitt er, en tekið skal fram að umtalsverður kostnaður fylgir veiðunum. Hér má heyra áhyggjur strandveiðisjómanns í Grímsey, um að stutt gæti verið í stoppið, í frétt Stöðvar 2 í síðustu viku:
Sjávarútvegur Byggðamál Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Besti veiðitíminn framundan en súrt að stutt geti verið í stoppið Strandveiðar í Grímsey eru fyrst núna að hefjast fyrir alvöru, sjö vikum eftir að strandveiðitímabilið hófst. Trillusjómaður segir þorskinn yfirleitt ekki ganga á Grímseyjarmið fyrr en um miðjan júnímánuð. 23. júní 2023 22:44 Ekki á borðinu að bæta við kvótann í sumar Ekki kemur til greina að bæta við þorskkvótann í sumar til að lengja strandveiðitímabilið að sögn matvælaráðherra. Því lauk fyrir helgi og eru strandveiðimenn á Austurlandi afar ósáttir með að þeir hafi lítið fengið að nýta hann. 26. júlí 2022 12:01 Strandveiðisjómenn með 300 þúsund krónur á dag fá meiri kvóta frá Svandísi Svandís Svavarsdóttir, ráðherra sjávarútvegsmála, úthlutaði strandveiðisjómönnum 430 milljóna króna verðmætum í dag með því að auka þorskkvóta sumarsins um nærri ellefu hundruð tonn. Viðbótin dugar þó vart nema til að framlengja strandveiðarnar út þennan mánuð. 7. júlí 2022 21:44 Sjöhundruð bátar á strandveiðum færa fjör í sjávarbyggðir landsins Strandveiðarnar hófust í dag. Búist er við að um 700 bátar stundi veiðarnar í sumar en í morgun voru um 450 bátar þegar komnir með leyfi. Leiðindaveður hamlaði þó sjósókn víða um land á þessum fyrsta degi. 2. maí 2022 23:10 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Besti veiðitíminn framundan en súrt að stutt geti verið í stoppið Strandveiðar í Grímsey eru fyrst núna að hefjast fyrir alvöru, sjö vikum eftir að strandveiðitímabilið hófst. Trillusjómaður segir þorskinn yfirleitt ekki ganga á Grímseyjarmið fyrr en um miðjan júnímánuð. 23. júní 2023 22:44
Ekki á borðinu að bæta við kvótann í sumar Ekki kemur til greina að bæta við þorskkvótann í sumar til að lengja strandveiðitímabilið að sögn matvælaráðherra. Því lauk fyrir helgi og eru strandveiðimenn á Austurlandi afar ósáttir með að þeir hafi lítið fengið að nýta hann. 26. júlí 2022 12:01
Strandveiðisjómenn með 300 þúsund krónur á dag fá meiri kvóta frá Svandísi Svandís Svavarsdóttir, ráðherra sjávarútvegsmála, úthlutaði strandveiðisjómönnum 430 milljóna króna verðmætum í dag með því að auka þorskkvóta sumarsins um nærri ellefu hundruð tonn. Viðbótin dugar þó vart nema til að framlengja strandveiðarnar út þennan mánuð. 7. júlí 2022 21:44
Sjöhundruð bátar á strandveiðum færa fjör í sjávarbyggðir landsins Strandveiðarnar hófust í dag. Búist er við að um 700 bátar stundi veiðarnar í sumar en í morgun voru um 450 bátar þegar komnir með leyfi. Leiðindaveður hamlaði þó sjósókn víða um land á þessum fyrsta degi. 2. maí 2022 23:10