Manndráp aðfaranótt laugardags átti sér stað á Lúx Magnús Jochum Pálsson skrifar 27. júní 2023 16:52 Líkamsárás sem leiddi til þess að litháískur maður á þrítugsaldri lést átti sér stað á skemmtistaðnum Lúx. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur staðfest að alvarleg líkamsárás sem leiddi til andláts litáísks manns á laugardagsnótt átti sér stað á skemmtistaðnum Lúx í Austurstræti. Gæsluvarðhald yfir hinum grunaða rennur út á fimmtudag. Lögreglu barst tilkynning um klukkan fjögur aðfaranótt laugardags um líkamsárás og þegar hún mætti á vettvang var maðurinn sem ráðist var á meðvitundarlaus. Hann var fluttur á sjúkrahús og lést þar samdægurs. Sá grunaði hafði flúið af vettvangi þegar lögregla mætti á svæðið en var handtekinn í nágrenninu. Hann var í kjölfarið úrskurðaður í gæsluvarðhald til fimmtudagsins 29. júní. Eiríkur Valberg, lögreglufulltrúi hjá miðlægri rannsóknardeild, sagði í samtali við Vísi að um væri að ræða óvenjulegt manndrápsmál en gat ekki gefið upp frekar að hvaða leyti. Það myndi skýrast á næstu dögum. Lúx er ekki langt frá Austurvelli en þar lenti maður í stunguárás í gærkvöldi. Árið 2017 lést einnig maður eftir stunguárás sem átti sér stað á Austurvelli.Vísir/Vilhelm Skýrslutökur klárist væntanlega á morgun Þá sagði hann lögreglu vera að vinna úr myndbandsupptökum af Lúx þar sem líkamsárásin átti sér stað. Fjöldi fólks hafi orðið vitni að árásinni og því tæki skýrslutaka langan tíma. „Það kláruðust eiginlega allar skýrslu í dag, nema út úr þeim komu upplýsingar um önnur vitni sem við þurfum að tala við . Þannig við reiknum með að klára þau vitni á morgun þannig öllum skýrslutökum ljúki þá,“ sagði Eiríkur í samtali við Vísi í dag. Hins vegar væri búið að taka skýrslu af hinum grunaða og staða hans væri enn óbreytt. Þá sagði Eiríkur jafnframt að það væri hvorki komin bráðabirgðaniðurstaða né endanleg niðurstaða úr krufningu. Lögreglumál Reykjavík Látinn eftir líkamsárás á LÚX Tengdar fréttir Lögregla skoðar upptökur af árásinni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skoðar nú myndbandsupptökur skemmtistaðarins þar sem maður lést eftir líkamsárás í miðborg Reykjavíkur aðfararnótt laugardags. Enn á eftir að ræða við nokkur vitni en lögregla telur ekkert benda til þess að árásina megi rekja til þjóðernis hins látna. 25. júní 2023 16:33 Maðurinn sem lést var frá Litáen Maðurinn sem lést í gær í kjölfar alvarlegrar líkamsárásar var litáískur. Ekki lítur út fyrir að vopnum hafi verið beitt en lögregla gefur lítið upp um málið annað en að það sé óvenjulegt miðað við önnur manndrápsmál sem eru til rannsóknar. Íslendingur á þrítugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins. 25. júní 2023 10:11 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Sjá meira
Lögreglu barst tilkynning um klukkan fjögur aðfaranótt laugardags um líkamsárás og þegar hún mætti á vettvang var maðurinn sem ráðist var á meðvitundarlaus. Hann var fluttur á sjúkrahús og lést þar samdægurs. Sá grunaði hafði flúið af vettvangi þegar lögregla mætti á svæðið en var handtekinn í nágrenninu. Hann var í kjölfarið úrskurðaður í gæsluvarðhald til fimmtudagsins 29. júní. Eiríkur Valberg, lögreglufulltrúi hjá miðlægri rannsóknardeild, sagði í samtali við Vísi að um væri að ræða óvenjulegt manndrápsmál en gat ekki gefið upp frekar að hvaða leyti. Það myndi skýrast á næstu dögum. Lúx er ekki langt frá Austurvelli en þar lenti maður í stunguárás í gærkvöldi. Árið 2017 lést einnig maður eftir stunguárás sem átti sér stað á Austurvelli.Vísir/Vilhelm Skýrslutökur klárist væntanlega á morgun Þá sagði hann lögreglu vera að vinna úr myndbandsupptökum af Lúx þar sem líkamsárásin átti sér stað. Fjöldi fólks hafi orðið vitni að árásinni og því tæki skýrslutaka langan tíma. „Það kláruðust eiginlega allar skýrslu í dag, nema út úr þeim komu upplýsingar um önnur vitni sem við þurfum að tala við . Þannig við reiknum með að klára þau vitni á morgun þannig öllum skýrslutökum ljúki þá,“ sagði Eiríkur í samtali við Vísi í dag. Hins vegar væri búið að taka skýrslu af hinum grunaða og staða hans væri enn óbreytt. Þá sagði Eiríkur jafnframt að það væri hvorki komin bráðabirgðaniðurstaða né endanleg niðurstaða úr krufningu.
Lögreglumál Reykjavík Látinn eftir líkamsárás á LÚX Tengdar fréttir Lögregla skoðar upptökur af árásinni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skoðar nú myndbandsupptökur skemmtistaðarins þar sem maður lést eftir líkamsárás í miðborg Reykjavíkur aðfararnótt laugardags. Enn á eftir að ræða við nokkur vitni en lögregla telur ekkert benda til þess að árásina megi rekja til þjóðernis hins látna. 25. júní 2023 16:33 Maðurinn sem lést var frá Litáen Maðurinn sem lést í gær í kjölfar alvarlegrar líkamsárásar var litáískur. Ekki lítur út fyrir að vopnum hafi verið beitt en lögregla gefur lítið upp um málið annað en að það sé óvenjulegt miðað við önnur manndrápsmál sem eru til rannsóknar. Íslendingur á þrítugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins. 25. júní 2023 10:11 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Sjá meira
Lögregla skoðar upptökur af árásinni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skoðar nú myndbandsupptökur skemmtistaðarins þar sem maður lést eftir líkamsárás í miðborg Reykjavíkur aðfararnótt laugardags. Enn á eftir að ræða við nokkur vitni en lögregla telur ekkert benda til þess að árásina megi rekja til þjóðernis hins látna. 25. júní 2023 16:33
Maðurinn sem lést var frá Litáen Maðurinn sem lést í gær í kjölfar alvarlegrar líkamsárásar var litáískur. Ekki lítur út fyrir að vopnum hafi verið beitt en lögregla gefur lítið upp um málið annað en að það sé óvenjulegt miðað við önnur manndrápsmál sem eru til rannsóknar. Íslendingur á þrítugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins. 25. júní 2023 10:11