Sammála um alvarleika en ósammála um ábyrgð Máni Snær Þorláksson skrifar 27. júní 2023 11:27 Helga Vala Helgadóttir og Brynjar Níelsson mættust í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Bylgjan Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, og Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, eru sammála að um alvarlegt mál sé að ræða. Þau eru þó ekki á sömu blaðsíðu þegar kemur að ábyrgð fjármálaráðherra í því. „Þetta er bara mikill áfellisdómur, þetta er mjög slæmt. Þetta veikir mjög traust sem menn þurfa nú helst í þessum bransa, meira en í öðrum. Þetta er bara alveg hræðileg staða,“ segir Brynjar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Sátt Íslandsbanka við Seðlabanka Íslands var birt í gær. Með henni féllst bankinn á mat fjármálaeftirlitsins um að viðeigandi lagakröfum og innri reglum bankans hafi ekki verið fylgt við undirbúning og framkvæmd útboðsins. „Þetta er bara mjög vont af því þetta snýst um traustið. Þannig er það bara og það þarf að bregðast við því,“ segir Brynjar. Hann segist ekki vera mikið fyrir það að krefjast þess að fólk víki. Stjórn bankans þurfi þó að íhuga mjög vel hvað sé best að gera. Segir ábyrgð liggja hjá Bjarna Helga Vala segir sömuleiðis að um mjög alvarlegt mál sé að ræða. Brotin séu þess eðlis að ekki sé hægt að skrifa þau á mistök eða eitthvað slíkt. Þá segir hún að það virðist vera sem brotin séu víðtæk og að þau hafi verið gerð með ásetningi. „Það er verið að breyta skráningum á kaupendum eftir að útboðið fer fram, það er svona ýmislegt sem á sér stað þarna sem stenst enga skoðun.“ Helga Vala er þó ekki á því að þetta sé einungis stjórnendum Íslandsbanka að kenna. Að hennar mati ber Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, einnig ábyrgð í málinu. „Það er mjög mikill vilji hjá stjórnarliðum og verjendum úti í bæ að kenna Íslandsbanka eingöngu um ófarir við þetta útboð. Ábyrgðin á framkvæmdinni í heild sinni liggur hjá fjármálaráðherra, það verður að vera alveg skýrt að þar liggur ábyrgð.“ Hún segir að samkvæmt lögum beri fjármálaráðherra ábyrgð. Það sé hann sem ákveði ferlið en ekki Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka eða Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins. „Það er fjármálaráðherra, samkvæmt lögum, sem ákveður hvaða ferli fer af stað, á hvaða hraða það á að eiga sér stað og hverjir eiga að fá að kaupa. Það er alveg ljóst og það er hann sem svo samþykkir kaupendalistann í lokin, það er þannig.“ Lögin séu skýr Helga Vala er þá spurð hvort ekki hafi ekki verið villt um fyrir Bjarna líka. Íslandsbanki veitti Bankasýslu ríkisins villandi upplýsingar um fyrirliggjandi tilboð í tilboðsbókinni. Hún segir þá að Bjarni hefði getað gefið sér tíma til þess að fara yfir listann til að skoða þá sem voru að kaupa. „Hann byrjar á því að taka ákvörðun um það að það séu ekki stofnanafjárfestar sem megi kaupa. Stofnanafjárfestar, það eru lífeyrissjóðirnir og svona stórir sem þarf ekki að fara í rannsókn á. Þetta eru fagfjárfestar sem hann ákveður að megi kaupa. Þar er nauðsynlegt að skoða hverjir eru þarna á bak við, það gerir hann ekki og það gerir bankasýslan ekki heldur.“ Stoppar ekki ábyrgðin hjá bankasýslunni? „Nei einmitt ekki af því að á sama tíma eru sett lög um það hver aðkoma ráðherra er við sölu á hlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Við framkvæmdina er bankasýslan á milli að stjórna, setja í stjórnir, velja fólk og þess háttar og fara með rekstur bankanna. Það er alveg skýrt í lögunum, og ég er með þau hérna fyrir framan mig, aðkoma fjármálaráðherra sjálfs að sölunni, hún er algjörlega niðurnegld og þar verða mistök.“ Ábyrgð fjármálaráðherra sé langsótt Brynjar segir að það komi sér ekki á óvart að Helga Vala „reyni að búa til eitthvað pólitískt upphlaup úr þessu.“ Helga Vala skýtur þá inn í og segir að ekki sé um pólitískt upphlaup að ræða en við því segir Brynjar: „Jú, dæmigert. Þetta er bara auðvitað háttsemi manna í banka sem hefur verið falin framkvæmdin. Það er bankasýslan sem er auðvitað sá aðili sem er að gangast í og framkvæma þetta, velja menn í þetta og hvað og hvað.“ Þá segir Brynjar að það sé mjög langsótt að „búa til einhverja ábyrgð fjármálaráðherra á þessari háttsemi.“ Honum myndi finnast þetta trúverðugra hjá Helgu Völu ef hún gagnrýndi borgarstjóra Reykjavíkur á sama hátt í hvert skipti sem borgin og stofnanir hennar fara ekki eftir lögum og reglum. „Þetta er auðvitað bara hluti af pólitíkinni, ég geri enga athugasemd við þetta,“ segir hann. „Í mínum huga er búið til svona kerfi til að halda pólitíkinni frá þessu. Auðvitað setja menn reglurnar en þetta er mjög langsótt ábyrgð.“ Salan heppnaðist vel að mati Brynjars Þá er spurt hver ábyrgð fjármálaráðherra sé í málinu. Helga Vala segir að samkvæmt verjandanum Brynjari sé hún engin. Brynjar segir þá að það sem vaki fyrir fjármálaráðherra sé að ná vel heppnaðri sölu. Að hans mati hafi salan verið einmitt það, vel heppnuð. „Já, mjög vel heppnuð. Ég held að allir séu sammála um það sem eitthvað hafa kynnt sér þetta. Mjög vel heppnuð miðað við þær reglur og það fyrirkomulag sem menn ákváðu.“ „Heyrðu, nei,“ segir Helga Vala við þessu en Brynjar heldur áfram: „Svo geta menn velt því fyrir sér hvort það átti að fara í eitthvað annað fyrirkomulag, eins og að selja bara hæstbjóðanda. Þá hefði kannski aldrei verið neitt vesen í kringum þetta.“ Helga Vala segir að hún sé ekki að minnka ábyrgð bankans eða þeirra starfsmanna sem þar eru með því að benda á ábyrgð fjármálaráðherra í málinu. „Hvernig ber maður ábyrgð? Ber maður ábyrgð með því að segja öllum hinum að þeir þurfi að læra af þessu? Nei ég meina í alvöru. Þetta snýst um traust eins og Brynjar kom réttilega inn á. Hver er yfirmaður fjármálafyrirtækja á Íslandi og hver er sá sem stýrir efnahagsmálum hér á Íslandi? Er það Birna Einarsdóttir?“ Bítið Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
„Þetta er bara mikill áfellisdómur, þetta er mjög slæmt. Þetta veikir mjög traust sem menn þurfa nú helst í þessum bransa, meira en í öðrum. Þetta er bara alveg hræðileg staða,“ segir Brynjar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Sátt Íslandsbanka við Seðlabanka Íslands var birt í gær. Með henni féllst bankinn á mat fjármálaeftirlitsins um að viðeigandi lagakröfum og innri reglum bankans hafi ekki verið fylgt við undirbúning og framkvæmd útboðsins. „Þetta er bara mjög vont af því þetta snýst um traustið. Þannig er það bara og það þarf að bregðast við því,“ segir Brynjar. Hann segist ekki vera mikið fyrir það að krefjast þess að fólk víki. Stjórn bankans þurfi þó að íhuga mjög vel hvað sé best að gera. Segir ábyrgð liggja hjá Bjarna Helga Vala segir sömuleiðis að um mjög alvarlegt mál sé að ræða. Brotin séu þess eðlis að ekki sé hægt að skrifa þau á mistök eða eitthvað slíkt. Þá segir hún að það virðist vera sem brotin séu víðtæk og að þau hafi verið gerð með ásetningi. „Það er verið að breyta skráningum á kaupendum eftir að útboðið fer fram, það er svona ýmislegt sem á sér stað þarna sem stenst enga skoðun.“ Helga Vala er þó ekki á því að þetta sé einungis stjórnendum Íslandsbanka að kenna. Að hennar mati ber Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, einnig ábyrgð í málinu. „Það er mjög mikill vilji hjá stjórnarliðum og verjendum úti í bæ að kenna Íslandsbanka eingöngu um ófarir við þetta útboð. Ábyrgðin á framkvæmdinni í heild sinni liggur hjá fjármálaráðherra, það verður að vera alveg skýrt að þar liggur ábyrgð.“ Hún segir að samkvæmt lögum beri fjármálaráðherra ábyrgð. Það sé hann sem ákveði ferlið en ekki Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka eða Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins. „Það er fjármálaráðherra, samkvæmt lögum, sem ákveður hvaða ferli fer af stað, á hvaða hraða það á að eiga sér stað og hverjir eiga að fá að kaupa. Það er alveg ljóst og það er hann sem svo samþykkir kaupendalistann í lokin, það er þannig.“ Lögin séu skýr Helga Vala er þá spurð hvort ekki hafi ekki verið villt um fyrir Bjarna líka. Íslandsbanki veitti Bankasýslu ríkisins villandi upplýsingar um fyrirliggjandi tilboð í tilboðsbókinni. Hún segir þá að Bjarni hefði getað gefið sér tíma til þess að fara yfir listann til að skoða þá sem voru að kaupa. „Hann byrjar á því að taka ákvörðun um það að það séu ekki stofnanafjárfestar sem megi kaupa. Stofnanafjárfestar, það eru lífeyrissjóðirnir og svona stórir sem þarf ekki að fara í rannsókn á. Þetta eru fagfjárfestar sem hann ákveður að megi kaupa. Þar er nauðsynlegt að skoða hverjir eru þarna á bak við, það gerir hann ekki og það gerir bankasýslan ekki heldur.“ Stoppar ekki ábyrgðin hjá bankasýslunni? „Nei einmitt ekki af því að á sama tíma eru sett lög um það hver aðkoma ráðherra er við sölu á hlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Við framkvæmdina er bankasýslan á milli að stjórna, setja í stjórnir, velja fólk og þess háttar og fara með rekstur bankanna. Það er alveg skýrt í lögunum, og ég er með þau hérna fyrir framan mig, aðkoma fjármálaráðherra sjálfs að sölunni, hún er algjörlega niðurnegld og þar verða mistök.“ Ábyrgð fjármálaráðherra sé langsótt Brynjar segir að það komi sér ekki á óvart að Helga Vala „reyni að búa til eitthvað pólitískt upphlaup úr þessu.“ Helga Vala skýtur þá inn í og segir að ekki sé um pólitískt upphlaup að ræða en við því segir Brynjar: „Jú, dæmigert. Þetta er bara auðvitað háttsemi manna í banka sem hefur verið falin framkvæmdin. Það er bankasýslan sem er auðvitað sá aðili sem er að gangast í og framkvæma þetta, velja menn í þetta og hvað og hvað.“ Þá segir Brynjar að það sé mjög langsótt að „búa til einhverja ábyrgð fjármálaráðherra á þessari háttsemi.“ Honum myndi finnast þetta trúverðugra hjá Helgu Völu ef hún gagnrýndi borgarstjóra Reykjavíkur á sama hátt í hvert skipti sem borgin og stofnanir hennar fara ekki eftir lögum og reglum. „Þetta er auðvitað bara hluti af pólitíkinni, ég geri enga athugasemd við þetta,“ segir hann. „Í mínum huga er búið til svona kerfi til að halda pólitíkinni frá þessu. Auðvitað setja menn reglurnar en þetta er mjög langsótt ábyrgð.“ Salan heppnaðist vel að mati Brynjars Þá er spurt hver ábyrgð fjármálaráðherra sé í málinu. Helga Vala segir að samkvæmt verjandanum Brynjari sé hún engin. Brynjar segir þá að það sem vaki fyrir fjármálaráðherra sé að ná vel heppnaðri sölu. Að hans mati hafi salan verið einmitt það, vel heppnuð. „Já, mjög vel heppnuð. Ég held að allir séu sammála um það sem eitthvað hafa kynnt sér þetta. Mjög vel heppnuð miðað við þær reglur og það fyrirkomulag sem menn ákváðu.“ „Heyrðu, nei,“ segir Helga Vala við þessu en Brynjar heldur áfram: „Svo geta menn velt því fyrir sér hvort það átti að fara í eitthvað annað fyrirkomulag, eins og að selja bara hæstbjóðanda. Þá hefði kannski aldrei verið neitt vesen í kringum þetta.“ Helga Vala segir að hún sé ekki að minnka ábyrgð bankans eða þeirra starfsmanna sem þar eru með því að benda á ábyrgð fjármálaráðherra í málinu. „Hvernig ber maður ábyrgð? Ber maður ábyrgð með því að segja öllum hinum að þeir þurfi að læra af þessu? Nei ég meina í alvöru. Þetta snýst um traust eins og Brynjar kom réttilega inn á. Hver er yfirmaður fjármálafyrirtækja á Íslandi og hver er sá sem stýrir efnahagsmálum hér á Íslandi? Er það Birna Einarsdóttir?“
Bítið Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira