Samstaða meðal forsætisráðherra Norðurlandanna og Kanada í Eyjum Heimir Már Pétursson skrifar 26. júní 2023 19:45 Forsætisráðherrar Norðurlandanna og Kanada létu vel af dvöl sinni í Vestmannaeyjum. Fjölmiðlar fylgdu þeim hvert spor. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherrar Norðurlandanna ítrekuðu stuðning þjóðanna við Úkraínu á árlegum sumarfundi þeirra í Vestmannaeyjum í dag þar sem Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada var sérstakur gestur. Fjölmörg málefni voru á dagskrá fundarins eins og loftslagsmál, umhverfismál og málefni innflytjenda og flóttafólks. Þá átti Katrín Jakobsdóttir tvíhliða fundi með Trudeau annars vegar og Petteri Orpo nýjum forsætisráðherra Finnlands hins vegar um sameiginleg málefni þjóðanna. Páll Magnússon forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja fræddi forsætisráðherrana um sögu Vestmannaeyja.Vísir/Vilhelm Ráðherrarnir minntust þess einnig að 50 ár eru liðin um þessar mundir frá því eldgos hófst í Heimaey í febrúar 1973. Justin Trudeau sagði mikla upplifun að koma til Vestmannaeyja og þakkaði heimamönnum móttökurnar. Fundur forsætisráðherranna hafi verið yfirgripsmikill. Katrín Jakobsdóttir, Justin Trudeau og Jonas Gahr Störe á fréttamannafundi forsætisráðherranna í Vestmannaeyjum.Vísir/Vilhelm „Við deilum sömu gildum, við lítum heiminn sömu augum til að leysa vandamál bæði borgara okkar og annarra og það þýðir að þetta hafa verið ótrúlega uppbyggilegar og frjóar viðræður. Við höfum fjallað um fjölbreytt mál. Þar má helst telja öryggismálin bæði hvað varðar Rússland og ógnina við öryggi sem stafaraf loftslagsbreytingum, sérstaklega á norðurslóðum,“ sagði Trudeau. Mette Fredrieksen forsætisráðherra Danmerkur tók undir með Katrínu Jakobsdóttur að málefni Úkraínu hafi verið megin mál fundarins en þau hefðu einnig náð að ræða fjölmörg önnur sameiginleg málefni þjóðanna. „Þessi lönd eru algerlega samstíga í stuðningi okkar við Úkraínu. Það er mikilvægt að taka næstu skref. Við verðum að jafnvel að auka stuðninginn enn meira. Svo við munum tryggja að Úkraína geti varið sig og um leið öryggi annars staðar í álfunni,“ sagði Fredriksen. Jonas Gahr Störe forsætisráðherra Noregs og Justin Trudeau ræða málin.Vísir/Vilhelm Jonas Gahr Störe sagði samstöðu Norðurlanda hafa sýnt sig þegar eldgos hófst í Vestmannaeyjum og fannst tilkomumikið að funda þar. „Ég man að ég var tólf ára þegar fréttir bárust í janúar 1973 af eldgosinu hérna. Þetta virkjaði Norðurlöndin,það virkjaði landið mitt hvað varðar samstöðu og stuðning. Og þegar ég kem hingað á þennan blómlega stað vil ég þakka ykkur Írisi Róbertsdóttur bæjarstjóra fyrir að taka á móti okkur. Þetta hefur verið frábær upplifun,“ sagði Gahr Störe. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vestmannaeyjar Kanada Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Fleiri fréttir Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Sjá meira
Fjölmörg málefni voru á dagskrá fundarins eins og loftslagsmál, umhverfismál og málefni innflytjenda og flóttafólks. Þá átti Katrín Jakobsdóttir tvíhliða fundi með Trudeau annars vegar og Petteri Orpo nýjum forsætisráðherra Finnlands hins vegar um sameiginleg málefni þjóðanna. Páll Magnússon forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja fræddi forsætisráðherrana um sögu Vestmannaeyja.Vísir/Vilhelm Ráðherrarnir minntust þess einnig að 50 ár eru liðin um þessar mundir frá því eldgos hófst í Heimaey í febrúar 1973. Justin Trudeau sagði mikla upplifun að koma til Vestmannaeyja og þakkaði heimamönnum móttökurnar. Fundur forsætisráðherranna hafi verið yfirgripsmikill. Katrín Jakobsdóttir, Justin Trudeau og Jonas Gahr Störe á fréttamannafundi forsætisráðherranna í Vestmannaeyjum.Vísir/Vilhelm „Við deilum sömu gildum, við lítum heiminn sömu augum til að leysa vandamál bæði borgara okkar og annarra og það þýðir að þetta hafa verið ótrúlega uppbyggilegar og frjóar viðræður. Við höfum fjallað um fjölbreytt mál. Þar má helst telja öryggismálin bæði hvað varðar Rússland og ógnina við öryggi sem stafaraf loftslagsbreytingum, sérstaklega á norðurslóðum,“ sagði Trudeau. Mette Fredrieksen forsætisráðherra Danmerkur tók undir með Katrínu Jakobsdóttur að málefni Úkraínu hafi verið megin mál fundarins en þau hefðu einnig náð að ræða fjölmörg önnur sameiginleg málefni þjóðanna. „Þessi lönd eru algerlega samstíga í stuðningi okkar við Úkraínu. Það er mikilvægt að taka næstu skref. Við verðum að jafnvel að auka stuðninginn enn meira. Svo við munum tryggja að Úkraína geti varið sig og um leið öryggi annars staðar í álfunni,“ sagði Fredriksen. Jonas Gahr Störe forsætisráðherra Noregs og Justin Trudeau ræða málin.Vísir/Vilhelm Jonas Gahr Störe sagði samstöðu Norðurlanda hafa sýnt sig þegar eldgos hófst í Vestmannaeyjum og fannst tilkomumikið að funda þar. „Ég man að ég var tólf ára þegar fréttir bárust í janúar 1973 af eldgosinu hérna. Þetta virkjaði Norðurlöndin,það virkjaði landið mitt hvað varðar samstöðu og stuðning. Og þegar ég kem hingað á þennan blómlega stað vil ég þakka ykkur Írisi Róbertsdóttur bæjarstjóra fyrir að taka á móti okkur. Þetta hefur verið frábær upplifun,“ sagði Gahr Störe.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vestmannaeyjar Kanada Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Fleiri fréttir Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Sjá meira