Innlent

Ís­lendingar í Rúss­landi láti vita af sér

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Rússneskir málaliðar Wagner hópsins í Rostov í morgun.
Rússneskir málaliðar Wagner hópsins í Rostov í morgun. Vísir/AP

Utan­ríkis­ráðu­neytið hvetur Ís­lendinga í Rúss­landi til þess að hafa sam­band og láta vita af sér vegna á­standsins í landinu. Þetta kemur fram í til­kynningu.

Í til­kynningu ráðu­neytisins eru Ís­lendingar í landinu hvattir til þess að fara var­lega og fylgjast með gangi mála í fjöl­miðlum. Vísir hefur ekki náð í Svein H. Guð­mars­son upp­lýsinga­full­trúa ráðu­neytisins en eins og fram hefur komið hafa Wagner mála­liðar nú beint spjótum sínum að rúss­neskum stjórn­völdum.

Ís­lendingar í Rúss­landi eru hvattir til að hafa sam­band við borgara­þjónustu utan­ríkis­ráðu­neytisins. Það er hægt að gera með því að senda póst á net­fangið hjalp@utn.is eða með því að hringja í síma­númerið +354 545 0112.

Borgara­þjónusta utan­ríkis­ráðu­neytisins vekur at­hygli á því að helstu vina­þjóðir Ís­lands vara enn við ferðum til Rúss­lands. Þá er ein­dregið varað við ferðum til Úkraínu, sér­stak­lega til svæða þar sem átök geisa eða eru undir rúss­neskum yfir­ráðum. Mögu­leikar til að veita ís­lenskum ríkis­borgurum borgara­þjónustu á þeim svæðum eru mjög tak­markaðir.

Ef við­vera ís­lenskra ríkis­borgara í Rúss­landi eða Úkraínu er ekki nauð­syn­leg hvetur borgara­þjónustan þá að endur­skoða ferða­á­ætlun sína. Eru þeir hvattir til að fylgjast með ferða­við­vörunum utan­ríkis­ráðu­neyta Norður­landa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×