Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Valur 2-1 | Breiðablik upp fyrir Val á toppi deildarinnar Hinrik Wöhler skrifar 25. júní 2023 21:11 Blikar fagna marki Öglu Maríu Albertsdóttur. Vísir/Pawel Breiðablik vann afar þýðingarmikinn 2-1 sigur þegar liðið mætti Val í toppslag í 10. umferð Bestu-deildar kvenna í fótbolta á Kópavogsvelli í kvöld. Liðin eru nú jöfn að stigum á toppi deildarinnar en og Breiðablik hirti toppsætið af Val þar sem Blikaliðið hefur betri markatölu. Agla María Albertsdóttir kom Breiðabliki á bragðið á 3. mínútu og skömmu fyrir hálfleik var Arna Sif Ásgrímsdóttir, leikmaður Vals, fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Ásdís Karen Halldórsdóttir minnkaði muninn fyrir Val með stórglæsilegu marki á 53. mínútu en nær komust Íslandsmeistararnir ekki. Fyrir leikinn voru Valskonur með þriggja stiga forskot á toppi deildarinnar og þýða úrslit leiksins að liðin eru nú jöfn á toppi deildarinnar með tuttugu stig. Aðstæður voru ansi haustlegar á Kópavogsvelli þegar leikurinn fór af stað en leikmenn og stuðningsmenn létu það ekki á sig fá. Blikar voru ekki lengi að komast yfir en það tók Öglu Maríu Albertsdóttur aðeins rúmar tvær mínútur að skora fyrsta markið og sitt annað mark í Bestu deildinni í sumar. Agla fékk sendingu frá Hafrúnu Halldórsdóttur úr varnarlínu Blika og fékk Agla dágóðan tíma með boltann. Hún keyrði inn á vítateiginn, lék á varnarmenn Vals og kláraði sóknina með hnitmiðuðu skoti í fjærhornið framhjá Fanneyju Birkisdóttir í marki gestanna. Valskonur fengu tvö ágætis færi inn í vítateig Breiðabliks þegar rúmar tíu mínútur voru liðnar af leiknum en Ásdís Karen Halldórsdóttir og Bryndís Arna Níelsdóttir náðu ekki nægilegum krafti í skotin. Blikar féllu aftar eftir markið og voru mjög skipulagðar. Þær leyfðu Valskonum að sækja og halda í boltann án teljandi vandræða. Sóknarleikur Valskvenna var ekki nægilega beittur og Telma Ívarsdóttir í marki Breiðabliks greip inn í þegar á þurfti. Rétt fyrir hálfleik fengu Blikar aukaspyrnu hægra megin fyrir utan vítateig Vals. Agla María spyrnti boltanum inn í teig þar sem hann datt fyrir Birtu Georgsdóttur. Hún náði að snúa sér við og koma skoti á markið sem endaði í Örnu Sif Ásgrímsdóttur, varnarmanni Vals, og þaðan í netið. Mikið reiðarslag fyrir gestina og Íslandsmeistararnir voru 2-0 undir í hálfleik. Á 53. mínútu dró til tíðinda. Ásdís Karen Halldórsdóttir, leikmaður Vals, fékk boltann á vinstri kantinum og tók á rás inn á völlinn. Hún komst inn í vítateiginn og lét vaða á markið. Boltinn endaði upp í samskeytunum og var óverjandi fyrir Telmu í markinu. Ásdís hafði reynt svipað skot stuttu áður og í seinna skiptið tókst þetta fullkomlega upp. Valskonur voru beittari sóknarlega samanborið við fyrri hálfleik og pressuðu ofar en náðu þó ekki að skapa sér nægilega hættuleg færi til að jafna. Fanney Birkisdóttir í marki Vals átti stórbrotna markvörslu á 74. mínútu. Andrea Rut Bjarnadóttir tók viðstöðulaust skot rétt fyrir utan vítateig sem Fanney náði að komast fyrir og þaðan fór boltinn í þverslána. Leikmenn Breiðabliks héldu þetta út og niðurstaðan var 2-1 sigur fyrir Breiðablik í stórleik tíundu umferðar. Katrín Ásbjörnsdóttir sækir að marki Vals. Vísir/Pawel Af hverju vann Breiðablik? Eftir mark Breiðabliks í upphafi leiks féllu Blikar aftar og lokuðu vel á uppspil Vals. Varnarleikur Blika var agaður og þær beittu skilvirkum skyndisóknum. Sjálfsmarkið rétt fyrir hálfleik gerði róðurinn ansi þungan fyrir Hlíðarendakonur og munurinn var of stór. Hverjar stóðu upp úr? Agla María Albertsdóttir var iðin við kolann á hægri kantinum. Beittar fyrirgjafir og skoraði fyrsta markið sem kom Blikum á bragðið. Varnarlína Breiðabliks stóð vaktina með prýði og varnarmenn Blika lokuðu á uppspil Vals. Ásdís Karen Halldórsdóttir var öflug í liði Vals. Það var sífelld ógn af henni á vinstri vængnum, sérstaklega í síðari hálfleik og hún skoraði stórglæsilegt mark á 53. mínútu. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Vals var ekki nægilega beittur, sérstaklega í fyrri hálfleik. Leikmenn Vals náðu að koma sér í ákjósanlegar stöður í vítateig Blika en herslumuninn vantaði. Telma Ívarsdóttir, markvörður Blika, þurfti ekki að hafa mikið fyrir flestum tilraunum Valskvenna. Hvað gerist næst? Það er þó nokkur bið í næsta leik hjá Valskonum en þær mæta FH á Kaplakrikavelli þann 4. júlí eða eftir níu daga. Leikjaálagið er talsvert meira á leikmönnum Breiðabliks um þessar mundir en þær eiga næst leik í undanúrslitum Mjólkurbikarsins þann 1. júlí. Þremur dögum eftir bikarleikinn mæta þær Tindastól í elleftu umferð Bestu deildar kvenna. Pétur Pétursson fór stigalaus úr Kópavoginum.Vísir/Pawel „Mér fannst þessi mörk sem við fengum á okkur frekar ódýr“ Pétur Pétursson, þjálfari Vals, hefur átt betri daga á knattspyrnuvellinum og var svekktur með tapið. „Þær skoruðu tvö og við eitt. Mér fannst við ekkert spila illa. Sanngjarnt eða ekki sanngjarnt, þú mátt dæma um það,“ sagði Pétur og varpaði ábyrgðinni yfir á blaðamann Vísis þegar hann spurður hvort úrslitin hafi gefið rétta mynd af leiknum. Ef það er hægt að tala um fá mörk á sig á vondum tímapunkti þá var það tilfellið í dag fyrir Valsliðið. Fyrsta markið kom í upphafi leiks og annað mark Breiðabliks kom rétt fyrir hálfleik. „Mér fannst þessi mörk sem við fengum á okkur frekar ódýr mörk þó ég eigi eftir að sjá þetta betur. Þetta breytti leiknum, sérstaklega að fá annað markið rétt fyrir hálfleik. Við náðum snemma inn marki og maður hélt að við myndum ná að jafna en því miður tókst það ekki,“ sagði Pétur. Valskonur komu grimmari út í seinni hálfleik og náðu að skora mark í upphafi seinni hálfleiks en komust þó ekki nær. Pétur sagði að hálfleiksræðan hafi ekki verið ýkja flókin. „Við fórum yfir hlutina á einfaldan hátt, við vildum gera þetta aðeins betur. Við gerðum vel og fundum pláss. Það vantaði kannski síðustu sendinguna eða að nýta færin til að skora.“ Félagsskiptaglugginn opnar 18. júlí og staðfesti Pétur að það verða hreyfingar hjá Valsliðinu í glugganum. Hann neitaði þó að gefa upp meiri upplýsingar að sinni. „Þessi stuðningur munar öllu“ Agla María Albertsdóttir skoraði fyrra mark Breiðabliks og var afar ánægð með baráttuna í sínum samherjum í kvöld. „Þetta var algjör liðssigur. Það sýndi sig í lokin þegar Vigdís [Lilja Kristjánsdóttir] sem var komin inn á og hélt boltanum út í horni. Við gjörsamlega börðumst fyrir hvora aðra og það skóp sigurinn,“ sagði Agla eftir leikinn. Agla var ekki lengi að láta að sér kveða. Hún átti frábært hlaup upp völlinn og plataði varnarmenn Vals í aðdraganda marksins sem kom á 3. mínútu. „Ég held að ég hafi bara verið róleg og tók fintu. Hún fór úr jafnvægi og ég var með mikinn tíma í kjölfarið,“ sagði Agla um markið. Bæði lið eru með tuttugu stig og sitja jöfn í toppsætunum í Bestu deild kvenna. Agla segist vera spennt fyrir komandi verkefnum hjá Breiðablik. „Mér finnst við alltaf taka skref fram á við og það er bara skemmtilegir tímar framundan. Það er bikarinn næsta laugardag og fullur fókus á það verkefni. Við tökum bara einn leik í einu og reynum að safna eins mörgum stigum fyrir úrslitakeppnina og við getum.“ Breiðablik skapaði góða umgjörð kringum leikinn, hoppukastalar og kveikt var á grillinu. Veðrið var ekki að spila með en þó voru nokkrir vaskir stuðningsmenn sem voru mættir allt að klukkutíma fyrir leik á völlinn. „Þeir eru bara frábærir, það eru nokkrir strákar sem eru virkilega duglegir og hafa mætt með okkur til Akureyrar til að styðja okkur. Þessi stuðningur munar öllu,“ sagði Agla um stuðninginn. Agla María skoraði fyrra mark Breiðabliks. Vísir/Pawel Besta deild kvenna Breiðablik Valur
Breiðablik vann afar þýðingarmikinn 2-1 sigur þegar liðið mætti Val í toppslag í 10. umferð Bestu-deildar kvenna í fótbolta á Kópavogsvelli í kvöld. Liðin eru nú jöfn að stigum á toppi deildarinnar en og Breiðablik hirti toppsætið af Val þar sem Blikaliðið hefur betri markatölu. Agla María Albertsdóttir kom Breiðabliki á bragðið á 3. mínútu og skömmu fyrir hálfleik var Arna Sif Ásgrímsdóttir, leikmaður Vals, fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Ásdís Karen Halldórsdóttir minnkaði muninn fyrir Val með stórglæsilegu marki á 53. mínútu en nær komust Íslandsmeistararnir ekki. Fyrir leikinn voru Valskonur með þriggja stiga forskot á toppi deildarinnar og þýða úrslit leiksins að liðin eru nú jöfn á toppi deildarinnar með tuttugu stig. Aðstæður voru ansi haustlegar á Kópavogsvelli þegar leikurinn fór af stað en leikmenn og stuðningsmenn létu það ekki á sig fá. Blikar voru ekki lengi að komast yfir en það tók Öglu Maríu Albertsdóttur aðeins rúmar tvær mínútur að skora fyrsta markið og sitt annað mark í Bestu deildinni í sumar. Agla fékk sendingu frá Hafrúnu Halldórsdóttur úr varnarlínu Blika og fékk Agla dágóðan tíma með boltann. Hún keyrði inn á vítateiginn, lék á varnarmenn Vals og kláraði sóknina með hnitmiðuðu skoti í fjærhornið framhjá Fanneyju Birkisdóttir í marki gestanna. Valskonur fengu tvö ágætis færi inn í vítateig Breiðabliks þegar rúmar tíu mínútur voru liðnar af leiknum en Ásdís Karen Halldórsdóttir og Bryndís Arna Níelsdóttir náðu ekki nægilegum krafti í skotin. Blikar féllu aftar eftir markið og voru mjög skipulagðar. Þær leyfðu Valskonum að sækja og halda í boltann án teljandi vandræða. Sóknarleikur Valskvenna var ekki nægilega beittur og Telma Ívarsdóttir í marki Breiðabliks greip inn í þegar á þurfti. Rétt fyrir hálfleik fengu Blikar aukaspyrnu hægra megin fyrir utan vítateig Vals. Agla María spyrnti boltanum inn í teig þar sem hann datt fyrir Birtu Georgsdóttur. Hún náði að snúa sér við og koma skoti á markið sem endaði í Örnu Sif Ásgrímsdóttur, varnarmanni Vals, og þaðan í netið. Mikið reiðarslag fyrir gestina og Íslandsmeistararnir voru 2-0 undir í hálfleik. Á 53. mínútu dró til tíðinda. Ásdís Karen Halldórsdóttir, leikmaður Vals, fékk boltann á vinstri kantinum og tók á rás inn á völlinn. Hún komst inn í vítateiginn og lét vaða á markið. Boltinn endaði upp í samskeytunum og var óverjandi fyrir Telmu í markinu. Ásdís hafði reynt svipað skot stuttu áður og í seinna skiptið tókst þetta fullkomlega upp. Valskonur voru beittari sóknarlega samanborið við fyrri hálfleik og pressuðu ofar en náðu þó ekki að skapa sér nægilega hættuleg færi til að jafna. Fanney Birkisdóttir í marki Vals átti stórbrotna markvörslu á 74. mínútu. Andrea Rut Bjarnadóttir tók viðstöðulaust skot rétt fyrir utan vítateig sem Fanney náði að komast fyrir og þaðan fór boltinn í þverslána. Leikmenn Breiðabliks héldu þetta út og niðurstaðan var 2-1 sigur fyrir Breiðablik í stórleik tíundu umferðar. Katrín Ásbjörnsdóttir sækir að marki Vals. Vísir/Pawel Af hverju vann Breiðablik? Eftir mark Breiðabliks í upphafi leiks féllu Blikar aftar og lokuðu vel á uppspil Vals. Varnarleikur Blika var agaður og þær beittu skilvirkum skyndisóknum. Sjálfsmarkið rétt fyrir hálfleik gerði róðurinn ansi þungan fyrir Hlíðarendakonur og munurinn var of stór. Hverjar stóðu upp úr? Agla María Albertsdóttir var iðin við kolann á hægri kantinum. Beittar fyrirgjafir og skoraði fyrsta markið sem kom Blikum á bragðið. Varnarlína Breiðabliks stóð vaktina með prýði og varnarmenn Blika lokuðu á uppspil Vals. Ásdís Karen Halldórsdóttir var öflug í liði Vals. Það var sífelld ógn af henni á vinstri vængnum, sérstaklega í síðari hálfleik og hún skoraði stórglæsilegt mark á 53. mínútu. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Vals var ekki nægilega beittur, sérstaklega í fyrri hálfleik. Leikmenn Vals náðu að koma sér í ákjósanlegar stöður í vítateig Blika en herslumuninn vantaði. Telma Ívarsdóttir, markvörður Blika, þurfti ekki að hafa mikið fyrir flestum tilraunum Valskvenna. Hvað gerist næst? Það er þó nokkur bið í næsta leik hjá Valskonum en þær mæta FH á Kaplakrikavelli þann 4. júlí eða eftir níu daga. Leikjaálagið er talsvert meira á leikmönnum Breiðabliks um þessar mundir en þær eiga næst leik í undanúrslitum Mjólkurbikarsins þann 1. júlí. Þremur dögum eftir bikarleikinn mæta þær Tindastól í elleftu umferð Bestu deildar kvenna. Pétur Pétursson fór stigalaus úr Kópavoginum.Vísir/Pawel „Mér fannst þessi mörk sem við fengum á okkur frekar ódýr“ Pétur Pétursson, þjálfari Vals, hefur átt betri daga á knattspyrnuvellinum og var svekktur með tapið. „Þær skoruðu tvö og við eitt. Mér fannst við ekkert spila illa. Sanngjarnt eða ekki sanngjarnt, þú mátt dæma um það,“ sagði Pétur og varpaði ábyrgðinni yfir á blaðamann Vísis þegar hann spurður hvort úrslitin hafi gefið rétta mynd af leiknum. Ef það er hægt að tala um fá mörk á sig á vondum tímapunkti þá var það tilfellið í dag fyrir Valsliðið. Fyrsta markið kom í upphafi leiks og annað mark Breiðabliks kom rétt fyrir hálfleik. „Mér fannst þessi mörk sem við fengum á okkur frekar ódýr mörk þó ég eigi eftir að sjá þetta betur. Þetta breytti leiknum, sérstaklega að fá annað markið rétt fyrir hálfleik. Við náðum snemma inn marki og maður hélt að við myndum ná að jafna en því miður tókst það ekki,“ sagði Pétur. Valskonur komu grimmari út í seinni hálfleik og náðu að skora mark í upphafi seinni hálfleiks en komust þó ekki nær. Pétur sagði að hálfleiksræðan hafi ekki verið ýkja flókin. „Við fórum yfir hlutina á einfaldan hátt, við vildum gera þetta aðeins betur. Við gerðum vel og fundum pláss. Það vantaði kannski síðustu sendinguna eða að nýta færin til að skora.“ Félagsskiptaglugginn opnar 18. júlí og staðfesti Pétur að það verða hreyfingar hjá Valsliðinu í glugganum. Hann neitaði þó að gefa upp meiri upplýsingar að sinni. „Þessi stuðningur munar öllu“ Agla María Albertsdóttir skoraði fyrra mark Breiðabliks og var afar ánægð með baráttuna í sínum samherjum í kvöld. „Þetta var algjör liðssigur. Það sýndi sig í lokin þegar Vigdís [Lilja Kristjánsdóttir] sem var komin inn á og hélt boltanum út í horni. Við gjörsamlega börðumst fyrir hvora aðra og það skóp sigurinn,“ sagði Agla eftir leikinn. Agla var ekki lengi að láta að sér kveða. Hún átti frábært hlaup upp völlinn og plataði varnarmenn Vals í aðdraganda marksins sem kom á 3. mínútu. „Ég held að ég hafi bara verið róleg og tók fintu. Hún fór úr jafnvægi og ég var með mikinn tíma í kjölfarið,“ sagði Agla um markið. Bæði lið eru með tuttugu stig og sitja jöfn í toppsætunum í Bestu deild kvenna. Agla segist vera spennt fyrir komandi verkefnum hjá Breiðablik. „Mér finnst við alltaf taka skref fram á við og það er bara skemmtilegir tímar framundan. Það er bikarinn næsta laugardag og fullur fókus á það verkefni. Við tökum bara einn leik í einu og reynum að safna eins mörgum stigum fyrir úrslitakeppnina og við getum.“ Breiðablik skapaði góða umgjörð kringum leikinn, hoppukastalar og kveikt var á grillinu. Veðrið var ekki að spila með en þó voru nokkrir vaskir stuðningsmenn sem voru mættir allt að klukkutíma fyrir leik á völlinn. „Þeir eru bara frábærir, það eru nokkrir strákar sem eru virkilega duglegir og hafa mætt með okkur til Akureyrar til að styðja okkur. Þessi stuðningur munar öllu,“ sagði Agla um stuðninginn. Agla María skoraði fyrra mark Breiðabliks. Vísir/Pawel
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti