Gæti verið valinn númer tvö þrátt fyrir að hafa verið hluti af morðrannsókn Smári Jökull Jónsson skrifar 22. júní 2023 22:16 Margir búast við því að Brandon Miller verði valinn númer tvö eða þrjú í nýliðavalinu í nótt. Vísir/Getty Brandon Miller tekur þátt í nýliðavali NBA-deildarinnar í nótt. Margir telja að hann verði á meðal þeirra fyrstu að vera valinn, þrátt fyrir að það hafi ekki alltaf legið fyrir að Miller gæti tekið þátt í valinu. Nýliðavalið í NBA-deildinni fer fram í nótt og er beðið með mikilli eftirvæntingu líkt og vanalega. Öruggt er að hinn franski Victro Wembanyama verði valinn númer eitt af San Antonio Spurs en þessi 19 ára strákur þykir einn af þeim mest spennandi sem komið hafa inn í nýliðavalið á síðustu árum. Flestir telja líklegt að Brandon Miller verði valinn í öðru eða þriðja vali sem þýðir að annaðhvort Charlotte Hornets eða Portland Trailblazers næla í hann. Það hefur hins vegar ekki alltaf verið víst hvort Miller gæti tekið þátt í nýliðavalinu yfirhöfuð. Færði félaga sínum byssuna Í janúar síðastliðnum var Brandon Miller ásamt félögum sínum Darius Miles á hásólasvæðinu en þeir Miller og Miles voru liðsfélagar hjá körfuknattleiksliði Alabama háskólans. Miles hafði skilið byssu sína eftir í bíl Brandon Miller og bað Miles hann um að koma með hana til sín. Miles rétti æskuvini sínum Michael Davis síðan byssuna og sama kvöld skaut Davis hina 23 ára Jamea Harris til bana. Samkvæmt ESPN kom upp rifrildi á milli kærasta Harris og Davis sem fór úr böndunum. Það leiddi til þess að Davis skaut Harris sem lést af sárum sínum. Brandon Miller var á svæðinu en tók ekki þátt í rifrildinu. Þeir Miles og Davis voru báðir handteknir og hafa síðan þá verið ákærðir fyrir morð. Miller hefur allan tímann verið frjáls ferða sinna. „Hef lært mína lexíu“ Ýmsir hafa þó haft uppi efasemdir um rétt Miller til að taka þátt í nýliðavalinu. Háskólinn í Alabama segir Miller vera vitni sem aðstoðaði lögregluna og að hann hafi aldrei verið grunaður um lögbrot. Á blaðamannafundi útskýrði Miller hvað hann hefur sagt við þau félög sem hafa sýnt honum áhuga. „Ég hef sagt að ég hafi lært mína lexíu. Maður þarf alltaf að vera meðvitaður um umhverfi sitt og hverjir það eru sem eru í kringum þig. Mér líður eins og þetta kvöld hefði getað breytt ferli mínum á einu augabragði,“ sagði Miller. Alabamaháskólinn ákvað að Miller gæti áfram stundað nám sitt í skólanum og leikið með körfuboltaliði hans. Þetta byggði skólinn á þeim staðreyndum sem hann fékk á sitt borð. „Brandon hefur aðstoðað lögregluna frá upphafi. Þetta er sorglegt mál. Við getum ekki stjórnað því hvað leikmennirnir gera þegar þeir eru ekki á æfingum, enginn vissi að þetta myndi gerast. Nemendur í háskóla fara út á lífið,“ sagði Nate Oats þjálfari körfuknattleiksliðs Alabamaháskóla. „Brandon var ekki hluti af þessu máli, hann var bara á röngum stað á röngum tíma. Ég er viss um að njósnarar NBA-liðanna hafa unnið sína heimavinnu.“ NBA Mest lesið Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Fleiri fréttir Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 88-80 | Toppliðið endurheimti tveggja stiga forskotið Efast um ákvörðun sína að láta Bronny að spila 26 ár síðan Bandaríkjamaður lék fyrst á Íslandi eftir að hafa spilað í NBA Eignaðist barn á mánudegi og mætti á æfingu á föstudegi Sjá meira
Nýliðavalið í NBA-deildinni fer fram í nótt og er beðið með mikilli eftirvæntingu líkt og vanalega. Öruggt er að hinn franski Victro Wembanyama verði valinn númer eitt af San Antonio Spurs en þessi 19 ára strákur þykir einn af þeim mest spennandi sem komið hafa inn í nýliðavalið á síðustu árum. Flestir telja líklegt að Brandon Miller verði valinn í öðru eða þriðja vali sem þýðir að annaðhvort Charlotte Hornets eða Portland Trailblazers næla í hann. Það hefur hins vegar ekki alltaf verið víst hvort Miller gæti tekið þátt í nýliðavalinu yfirhöfuð. Færði félaga sínum byssuna Í janúar síðastliðnum var Brandon Miller ásamt félögum sínum Darius Miles á hásólasvæðinu en þeir Miller og Miles voru liðsfélagar hjá körfuknattleiksliði Alabama háskólans. Miles hafði skilið byssu sína eftir í bíl Brandon Miller og bað Miles hann um að koma með hana til sín. Miles rétti æskuvini sínum Michael Davis síðan byssuna og sama kvöld skaut Davis hina 23 ára Jamea Harris til bana. Samkvæmt ESPN kom upp rifrildi á milli kærasta Harris og Davis sem fór úr böndunum. Það leiddi til þess að Davis skaut Harris sem lést af sárum sínum. Brandon Miller var á svæðinu en tók ekki þátt í rifrildinu. Þeir Miles og Davis voru báðir handteknir og hafa síðan þá verið ákærðir fyrir morð. Miller hefur allan tímann verið frjáls ferða sinna. „Hef lært mína lexíu“ Ýmsir hafa þó haft uppi efasemdir um rétt Miller til að taka þátt í nýliðavalinu. Háskólinn í Alabama segir Miller vera vitni sem aðstoðaði lögregluna og að hann hafi aldrei verið grunaður um lögbrot. Á blaðamannafundi útskýrði Miller hvað hann hefur sagt við þau félög sem hafa sýnt honum áhuga. „Ég hef sagt að ég hafi lært mína lexíu. Maður þarf alltaf að vera meðvitaður um umhverfi sitt og hverjir það eru sem eru í kringum þig. Mér líður eins og þetta kvöld hefði getað breytt ferli mínum á einu augabragði,“ sagði Miller. Alabamaháskólinn ákvað að Miller gæti áfram stundað nám sitt í skólanum og leikið með körfuboltaliði hans. Þetta byggði skólinn á þeim staðreyndum sem hann fékk á sitt borð. „Brandon hefur aðstoðað lögregluna frá upphafi. Þetta er sorglegt mál. Við getum ekki stjórnað því hvað leikmennirnir gera þegar þeir eru ekki á æfingum, enginn vissi að þetta myndi gerast. Nemendur í háskóla fara út á lífið,“ sagði Nate Oats þjálfari körfuknattleiksliðs Alabamaháskóla. „Brandon var ekki hluti af þessu máli, hann var bara á röngum stað á röngum tíma. Ég er viss um að njósnarar NBA-liðanna hafa unnið sína heimavinnu.“
NBA Mest lesið Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Fleiri fréttir Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 88-80 | Toppliðið endurheimti tveggja stiga forskotið Efast um ákvörðun sína að láta Bronny að spila 26 ár síðan Bandaríkjamaður lék fyrst á Íslandi eftir að hafa spilað í NBA Eignaðist barn á mánudegi og mætti á æfingu á föstudegi Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum