Jóhann: Getum spilað mjög vel þegar við náum okkar takti Árni Gísli Magnússon skrifar 21. júní 2023 23:00 Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA. Vísir/Vilhelm Þór/KA vann 5-0 heimasigur á Tindastóli í 9. umferð Bestu deildar kvenna fyrr í kvöld. Eftir markalausan fyrri hálfleik settu heimakonur í fimmta gír í þeim seinni og skoruðu þrjú mörk á 7 mínútna kafla og gengu að lokum frá leiknum með fimm mörkum. Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA, var eðlilega ánægður með sigurinn. „Þetta var erfiður leikur gegn góðu liði en við klárum leikinn í síðari hálfleik með fimm mörkum og ég er gríðarlega ánægður með okkar lið í dag.” Sandra María Jessen, fyrirliði Þór/KA, fór af velli undir lok fyrri hálfleiks þegar hún varð fyrir meiðslum á hendi. „Hún meiðist illa og þurfti að fara í sjúkrabíl og þetta lítur ekki vel út. Hún brotnaði sýnist okkur frekar illa á úlnlið eða handlegg og þetta lítur bara ekkert spes út.” Þór/KA var með undirtökin í fyrri hálfleik en tókst ekki að skora. Stólastúlkur komu betur út í seinni hálfleikinn en virðast brotna eftir að Þór/KA setur fyrsta markið. „Fyrri hálfleikurinn, við vorum eiginlega pínu búin að spá þessu, að búast við að þær myndu reyna að hanga á þessu en það má ekkert gleyma sér eins og sást í þessum leik þá eru þær hættulegar líka. Það er ekkert að ástæðulausu að þær eru að vinna ÍBV úti og Stjörnuna heima og þetta er bara hörkulið með hörkuleikmenn og vel skipulagðar með góðan þjálfara þannig full virðing fyrir því.” „Mér fannst ég sjá á okkar liði, þó við höfum reynt, að við vorum svolítið slegnar eftir þessi meiðsli í lok fyrri hálfleiks og það fékk á mína leikmenn og okkur og mér fannst það bera þess merki hvernig við byrjuðum seinni hálfleikinn en þvílík virðing á leikmenn að ná að jafna sig og koma til baka. Það verður að minnast á það líka að þær sem komu inn af bekknum eiga rosalega mikið hrós skilið fyrir sitt framlag og þess vegna er ég mjög ánægður með hópinn”, bætti Jóhann við. Þór/KA hefur nú unnið tvo leiki í röð, báða á heimavelli, og aftur er heimaleikur á sunnudaginn þegar Stjarnan kemur í heimsókn. „Við erum að mæta dálítið særðu liði á sunnudaginn sem er öflugt lið líka, mjög öflugt, og það verður alvöru verkefni og dálítið stutt á milli. Þetta er alveg áskorun en við höfum alveg fulla trú á að við getum unnið hérna heima. Við getum spilað vel, það er alveg rétt, eins og sést hérna í dag að völlurinn er ekki rennisléttur og þetta litar svolítið fótboltann hvernig þetta er.“ „Þær eru ekkert vanar að tapa boltanum svona oft, Tindastóll, þegar þær spila og mér finnst þetta virðingarvert hvernig þær spila hérna frá markinu sínu og voru svolítið að erfiða og þar spila vallaraðstæður inn í, það er ekkert hægt að líta fram hjá því. Við getum spilað mjög vel þegar við náum okkar takti og svo er þetta bara vinnsla inn á milli og sætta sig við að stundum er þetta bara mikil vinnsla.” Íslenski boltinn Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Tindastóll Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira
Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA, var eðlilega ánægður með sigurinn. „Þetta var erfiður leikur gegn góðu liði en við klárum leikinn í síðari hálfleik með fimm mörkum og ég er gríðarlega ánægður með okkar lið í dag.” Sandra María Jessen, fyrirliði Þór/KA, fór af velli undir lok fyrri hálfleiks þegar hún varð fyrir meiðslum á hendi. „Hún meiðist illa og þurfti að fara í sjúkrabíl og þetta lítur ekki vel út. Hún brotnaði sýnist okkur frekar illa á úlnlið eða handlegg og þetta lítur bara ekkert spes út.” Þór/KA var með undirtökin í fyrri hálfleik en tókst ekki að skora. Stólastúlkur komu betur út í seinni hálfleikinn en virðast brotna eftir að Þór/KA setur fyrsta markið. „Fyrri hálfleikurinn, við vorum eiginlega pínu búin að spá þessu, að búast við að þær myndu reyna að hanga á þessu en það má ekkert gleyma sér eins og sást í þessum leik þá eru þær hættulegar líka. Það er ekkert að ástæðulausu að þær eru að vinna ÍBV úti og Stjörnuna heima og þetta er bara hörkulið með hörkuleikmenn og vel skipulagðar með góðan þjálfara þannig full virðing fyrir því.” „Mér fannst ég sjá á okkar liði, þó við höfum reynt, að við vorum svolítið slegnar eftir þessi meiðsli í lok fyrri hálfleiks og það fékk á mína leikmenn og okkur og mér fannst það bera þess merki hvernig við byrjuðum seinni hálfleikinn en þvílík virðing á leikmenn að ná að jafna sig og koma til baka. Það verður að minnast á það líka að þær sem komu inn af bekknum eiga rosalega mikið hrós skilið fyrir sitt framlag og þess vegna er ég mjög ánægður með hópinn”, bætti Jóhann við. Þór/KA hefur nú unnið tvo leiki í röð, báða á heimavelli, og aftur er heimaleikur á sunnudaginn þegar Stjarnan kemur í heimsókn. „Við erum að mæta dálítið særðu liði á sunnudaginn sem er öflugt lið líka, mjög öflugt, og það verður alvöru verkefni og dálítið stutt á milli. Þetta er alveg áskorun en við höfum alveg fulla trú á að við getum unnið hérna heima. Við getum spilað vel, það er alveg rétt, eins og sést hérna í dag að völlurinn er ekki rennisléttur og þetta litar svolítið fótboltann hvernig þetta er.“ „Þær eru ekkert vanar að tapa boltanum svona oft, Tindastóll, þegar þær spila og mér finnst þetta virðingarvert hvernig þær spila hérna frá markinu sínu og voru svolítið að erfiða og þar spila vallaraðstæður inn í, það er ekkert hægt að líta fram hjá því. Við getum spilað mjög vel þegar við náum okkar takti og svo er þetta bara vinnsla inn á milli og sætta sig við að stundum er þetta bara mikil vinnsla.”
Íslenski boltinn Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Tindastóll Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira