Innlent

Ás­mundur Einar sendir starfs­fólk heim vegna myglu

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Ásmundur Einar Daðason, mennta-og barnamálaráðherra.
Ásmundur Einar Daðason, mennta-og barnamálaráðherra. Vísir/Vilhelm

Mennta-og barna­mála­ráðu­neytið er nú í hús­næðis­leit vegna myglu í hús­næði ráðu­neytisins að Sölv­hóls­götu 4 í miðborg Reykjavíkur. Hluti starfs­manna er heima­vinnandi.

Erna Kristín Blön­dal, ráðu­neytis­stjóri, stað­festir í sam­tali við Vísi að mygla hafi verið til vand­ræða í hús­næði ráðu­neytisins. Hún segir að sér sé ekki kunnugt um hve margir starfs­menn séu heima­vinnandi vegna þessa.

Heimildir Vísis herma að myglan sé það svæsin að hluti starfs­fólks vinni heima að læknis­ráði. Erna segir að ráðu­neytið bíði þess að full­nægjandi út­t­tekt verði gerð á á­standi hús­næðisins.

Hús­næði­s­teymi ráðu­neytisins skoðar nú að sögn Ernu aðra mögu­lega val­kosti að hús­næði fyrir ráðu­neytið, í hið minnsta tíma­bundið. Erna segir að sú vinna sé á frum­stigi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×