Mál fyrirliða Man United aftur fyrir dómara í febrúar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. júní 2023 16:01 Harry Maguire er fyrirliði Manchester United. EPA-EFE/Peter Powell Réttað verður að nýju yfir Harry Maguire í febrúar á næsta ári, tæpu þremur og hálfu ári eftir að hann var handtekinn í Grikklandi. Harry Maguire, fyrirliði enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United og varnarmaður enska landsliðsins, var handtekinn af grísku lögreglunni sumarið 2020. Í ágúst sama ár var hann fundinn sekur í þremur ákæruliðum. Þar á meðal að ráðast á lögreglumann og að reyna múta dómstólum á eyjunni Syros. Hinn þrítugi Maguire fékk 21. mánaðar skilorðsbundinn dóm. Lögmenn hans mótmæltu dómnum og var hann að endingu talinn saklaus uns sekt væri sönnuð. The retrial will take place three and a half years after he was arrested.— BBC Sport (@BBCSport) June 21, 2023 Maguire var í fjölskyldufrí í Grikklandi þegar atvikið átti sér stað. Heimildir grískra fjölmiðla sega Maguire hafa lent upp á kant við einstakling fyrir utan bar og svo veist að lögreglu þegar hún mætti á svæðið. Leikmaðurinn segist hafa óttast um líf sitt eftir að hann hafi reynt að koma í veg fyrir að menn væru að áreita systur hans. Þá sagði hann lögregluna hafa kýlt sig með kylfum í lappirnar sem og þeir hafi sagst ætla að enda feril hans. BBC, breska ríkisútvarpið, greinir frá því að réttað verði í málinu að nýju í febrúar. Þarf Maguire ekki að vera viðstaddur réttarhöldin. Upphaflega átti málið að fara fram síðar í júnímánuði en lögmenn leikmannsins óskuðu eftir því að það yrði frestað. Fótbolti Enski boltinn Grikkland Tengdar fréttir Maguire heldur fyrirliðabandinu þrátt fyrir lætin í Grikklandi Harry Maguire verður áfram fyrirliði Manchester United á komandi leiktíð þrátt fyrir óeirðirnar í Grikklandi í sumar. 12. september 2020 16:30 Maguire óttaðist um líf sitt í Grikklandi Harry Maguire, fyrirliði Man. United, segist hafa óttast um líf sitt á Grikklandi en Englendingurinn lenti í áflogum þar á dögunum. 27. ágúst 2020 21:43 Maguire ekki lengur í enska hópnum sem kemur til Íslands Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu, hefur dregið Harry Maguire úr enska landsliðshópnum. 25. ágúst 2020 19:26 Maguire fundinn sekur í þremur ákæruliðum Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, var í dag fundinn sekur í þremur ákæruliðum eftir að hafa verið handtekinn á grísku eyjunni Mykonos þar sem hann var í fríi með fjölskyldu sinni. 25. ágúst 2020 16:49 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Sjá meira
Harry Maguire, fyrirliði enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United og varnarmaður enska landsliðsins, var handtekinn af grísku lögreglunni sumarið 2020. Í ágúst sama ár var hann fundinn sekur í þremur ákæruliðum. Þar á meðal að ráðast á lögreglumann og að reyna múta dómstólum á eyjunni Syros. Hinn þrítugi Maguire fékk 21. mánaðar skilorðsbundinn dóm. Lögmenn hans mótmæltu dómnum og var hann að endingu talinn saklaus uns sekt væri sönnuð. The retrial will take place three and a half years after he was arrested.— BBC Sport (@BBCSport) June 21, 2023 Maguire var í fjölskyldufrí í Grikklandi þegar atvikið átti sér stað. Heimildir grískra fjölmiðla sega Maguire hafa lent upp á kant við einstakling fyrir utan bar og svo veist að lögreglu þegar hún mætti á svæðið. Leikmaðurinn segist hafa óttast um líf sitt eftir að hann hafi reynt að koma í veg fyrir að menn væru að áreita systur hans. Þá sagði hann lögregluna hafa kýlt sig með kylfum í lappirnar sem og þeir hafi sagst ætla að enda feril hans. BBC, breska ríkisútvarpið, greinir frá því að réttað verði í málinu að nýju í febrúar. Þarf Maguire ekki að vera viðstaddur réttarhöldin. Upphaflega átti málið að fara fram síðar í júnímánuði en lögmenn leikmannsins óskuðu eftir því að það yrði frestað.
Fótbolti Enski boltinn Grikkland Tengdar fréttir Maguire heldur fyrirliðabandinu þrátt fyrir lætin í Grikklandi Harry Maguire verður áfram fyrirliði Manchester United á komandi leiktíð þrátt fyrir óeirðirnar í Grikklandi í sumar. 12. september 2020 16:30 Maguire óttaðist um líf sitt í Grikklandi Harry Maguire, fyrirliði Man. United, segist hafa óttast um líf sitt á Grikklandi en Englendingurinn lenti í áflogum þar á dögunum. 27. ágúst 2020 21:43 Maguire ekki lengur í enska hópnum sem kemur til Íslands Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu, hefur dregið Harry Maguire úr enska landsliðshópnum. 25. ágúst 2020 19:26 Maguire fundinn sekur í þremur ákæruliðum Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, var í dag fundinn sekur í þremur ákæruliðum eftir að hafa verið handtekinn á grísku eyjunni Mykonos þar sem hann var í fríi með fjölskyldu sinni. 25. ágúst 2020 16:49 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Sjá meira
Maguire heldur fyrirliðabandinu þrátt fyrir lætin í Grikklandi Harry Maguire verður áfram fyrirliði Manchester United á komandi leiktíð þrátt fyrir óeirðirnar í Grikklandi í sumar. 12. september 2020 16:30
Maguire óttaðist um líf sitt í Grikklandi Harry Maguire, fyrirliði Man. United, segist hafa óttast um líf sitt á Grikklandi en Englendingurinn lenti í áflogum þar á dögunum. 27. ágúst 2020 21:43
Maguire ekki lengur í enska hópnum sem kemur til Íslands Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu, hefur dregið Harry Maguire úr enska landsliðshópnum. 25. ágúst 2020 19:26
Maguire fundinn sekur í þremur ákæruliðum Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, var í dag fundinn sekur í þremur ákæruliðum eftir að hafa verið handtekinn á grísku eyjunni Mykonos þar sem hann var í fríi með fjölskyldu sinni. 25. ágúst 2020 16:49