Fótbolti

Twitter eftir grát­legt tap gegn Portúgal: „Súrasta hel­víti eftir geggjaða frammi­stöðu“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Eins grátlegt og það verður.
Eins grátlegt og það verður. Vísir/Hulda Margrét

Ísland tapaði 0-1 gegn Portúgal í undankeppni EM 2024 karla í knattspyrnu. Íslenska liðið lék hreint út sagt frábærlega nærri allan leikinn en rautt spjald þegar tíu mínútur lifðu leiks lögðu grunninn að sigri Portúgals. Cristiano Ronaldo með markið í uppbótartíma.

Twitter var heldur rólegt framan af leik en lifnaði heldur betur við í síðari hálfleik. Hér að neðan má sjá svona það helsta sem fram fór á samfélagsmiðlinum í kvöld.

var spenna í loftinu í fyrir leik enda stórstjörnur að mæta á Laugardalsvöll í kvöld og á endanum var setið í hverju sæti.

Fjöldi fólks var spenntur fyrir komu Cristiano Ronaldo á Laugardalsvöll. Aðrir vildu sjá Sigga Dúllu eða Sigurð Svein Þórðarson eins og hann heitir nú fullu nafni.

Portúgal stillit upp sæmilega öflugu byrjunarliði.

Ronaldo þetta, Ronaldo hitt en drengurinn spilaði sinn 200. landsleik í kvöld.

Staðan var markalaus í hálfleik og það gaf því augaleið að fjöldi íslenska liðið hefði spilað mætavel framan af.

Í síðari hálfleik var það sama upp á teningnum, það er áður en Willum Þór Willumsson fékk sitt annað gula spjald þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Það nýttu gestirnir sér og skoraði Ronaldo sigurmarkið í uppbótartíma.


Tengdar fréttir

Valgeir: Gæti hafa verið rangstaða

„Ég held að svekkelsið gæti ekki verið meira, að fá þetta svona í andlitið á 90. mínútu eftir alla þessa vinnu á móti þessu liði. Þetta er gríðarlega svekkjandi,“ sagði Valgeir Lunddal Friðriksson eftir tapið gegn Portúgal í kvöld.

Albert: Finnst við vera að byggja eitthvað

Albert Guðmundsson var svekktur en samt nokkuð ánægður með frammistöðu íslenska liðsins gegn Portúgal í kvöld. Hann segir hægt að byggja á frammistöðu liðsins í þessum landsliðsglugga.

Kennir Willum og Herði ekki um: „Portúgalinn oflék þetta“

Åge Hareide segir það ekki hafa verið Herði Björgvini Magnússyni að kenna að Portúgalar skyldu sleppa við rangstöðu í markinu gegn Íslandi í kvöld, og að Willum Þór Willumsson hafi ekki verðskuldað rauða spjaldið sem hann fékk.

Hljóp inn á völlinn og knúsaði Ronaldo

Ungur drengur hljóp inn á Laugardalsvöll að loknum leik Íslands og Portúgal. Drengurinn hljóp í átt að Cristiano Ronaldo og hoppaði í fangið á honum. Í kjölfarið fékk hann svo mynd með kappanum sem skoraði sigurmarkið gegn Íslandi.

„Mjög svekkjandi að fá þetta leiðinda­mark á sig“

„Mjög svekkjandi, fannst við eiga gífurlega flottan leik. Fylgdum leikplaninu alveg í gegn. Mjög svekkjandi að fá þetta leiðindamark á sig,“ sagði miðjumaðurinn Arnór Ingvi Traustason eftir súrt 0-1 tap Íslands gegn Portúgal í undankeppni EM 2024 í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×