Fimm verkefni kvenna hlutu styrk FrumkvöðlaAuðar Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 20. júní 2023 16:34 Frá vinstri: Sara Jónsdóttir og María Kristín Jónsdóttir frá On to Something, Helena Sveinborg Jónsdóttir frá ADA konur, Ásgerður Ágústsdóttir frá Iðunn H2, Annie Mist Þórisdóttir frá Dóttir Skin, Sunna Ólafsdóttir frá Álvit og Vaka Jóhannesdóttir frá stjórn FrumkvöðlaAuðar. Kvika/Sigurjón Sigurjónsson Í gær fór fram úthlutun styrkja úr sjóði FrumkvöðlaAuðar, sem er í eigu Kviku banka. Fimm frumkvöðlaverkfni hlutu styrk úr sjóðnum. Í tilkynningu kemur fram að markmið sjóðsins sé að vera góðgerðarsjóður með þá meginstefnu að hvetja ungar konur til frumkvæðis og athafna. Stjórn sjóðsins úthluti styrkjum þann 19. júní, á kvenréttindadaginn, ár hvert. Þá kemur fram að í ár hafi fimmtíu umsóknir um styrk frá sjóðnum borist. Eftirfarandi fimm verkefni hlutu styrk: ADA konur ADA konur er vettvangur á Instagram og TikTok þar sem kvenfyrirmyndir í hugbúnaðargeiranum sýna frá sér, sínu starfi og svara spurningum fylgjenda. Markmiðið er að gera kvenfyrirmyndir í geiranum sýnilegri. Álvit Verkefnið gengur út á að fullþróa nýjan umhverfisvænan kragasalla til að vernda járngaffla rafgreiningarkera álvera til að nýta betur rafskaut álvera og minnka skautleifar. Dóttir Skin Dóttir Skin eru húðvörur hannaðar fyrir íþróttafólk. Fyrsta íslenska vatns- og svitafælna andlitssólarvörnin hönnuð fyrir íþróttafólk er væntanleg á markað fljótlega. Afrekskonurnar Annie Mist og Katrín Tanja eru meðal stofnenda Dóttir Skin. IðunnH2 IðunnH2 sérhæfir sig í að nýta vetni í orkuskipti þar sem rafmagn eitt og sér dugar ekki til. IðunnH2 er að þróa vinnslu á sjálfbæru þotueldsneyti í Helguvík, þar sem innlendir og endurnýjanlegir orkugjafar eru nýttir til að framleiða eldsneyti til íblöndunar við hefðbundið þotueldsneyti. On to Something OtS er viðskiptavettvangur sem eflir úrgangsforvarnir og þjónustar hringrásarhagkerfið þar sem afgangs og hliðarafurðir verða auðlindir. OtS er í senn upplýsinga- og gagnaveita og uppboðs- og útboðsmarkaður. Kvika banki Nýsköpun Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Sjá meira
Í tilkynningu kemur fram að markmið sjóðsins sé að vera góðgerðarsjóður með þá meginstefnu að hvetja ungar konur til frumkvæðis og athafna. Stjórn sjóðsins úthluti styrkjum þann 19. júní, á kvenréttindadaginn, ár hvert. Þá kemur fram að í ár hafi fimmtíu umsóknir um styrk frá sjóðnum borist. Eftirfarandi fimm verkefni hlutu styrk: ADA konur ADA konur er vettvangur á Instagram og TikTok þar sem kvenfyrirmyndir í hugbúnaðargeiranum sýna frá sér, sínu starfi og svara spurningum fylgjenda. Markmiðið er að gera kvenfyrirmyndir í geiranum sýnilegri. Álvit Verkefnið gengur út á að fullþróa nýjan umhverfisvænan kragasalla til að vernda járngaffla rafgreiningarkera álvera til að nýta betur rafskaut álvera og minnka skautleifar. Dóttir Skin Dóttir Skin eru húðvörur hannaðar fyrir íþróttafólk. Fyrsta íslenska vatns- og svitafælna andlitssólarvörnin hönnuð fyrir íþróttafólk er væntanleg á markað fljótlega. Afrekskonurnar Annie Mist og Katrín Tanja eru meðal stofnenda Dóttir Skin. IðunnH2 IðunnH2 sérhæfir sig í að nýta vetni í orkuskipti þar sem rafmagn eitt og sér dugar ekki til. IðunnH2 er að þróa vinnslu á sjálfbæru þotueldsneyti í Helguvík, þar sem innlendir og endurnýjanlegir orkugjafar eru nýttir til að framleiða eldsneyti til íblöndunar við hefðbundið þotueldsneyti. On to Something OtS er viðskiptavettvangur sem eflir úrgangsforvarnir og þjónustar hringrásarhagkerfið þar sem afgangs og hliðarafurðir verða auðlindir. OtS er í senn upplýsinga- og gagnaveita og uppboðs- og útboðsmarkaður.
Kvika banki Nýsköpun Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Sjá meira