Enski boltinn

Nkunku orðinn leik­maður Chelsea

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Nýjasti leikmaður Chelsea.
Nýjasti leikmaður Chelsea. Franco Arland/Getty Images

Franski framherjinn Christopher Nkunku er orðinn leikmaður Chelsea. Kemur hann frá þýska félaginu RB Leipzig og kostar 52 milljónir punda [rúma 9 milljarða íslenskra króna].

Í nóvember á síðasta ári var greint frá því að Chelsea hefði náð samkomulagi við bæði RB Leipzig og Nkunku um kaup og kjör. Graham Potter var þá þjálfari Chelsea en Mauricio Pochettino verður þjálfari liðsins þegar Nkunku spilar loks sinn fyrsta leik.

Hinn 25 ára gamli Nkunku er einkar fjölhæfur framherji sem getur leikið á báðum vængjum bakvið framherja og sem fremsti maður ef sá gállinn er á honum.

Hann átti mjög gott tímabil með Leipzig á síðustu leiktíð þar sem hann skoraði 23 mörk og gaf 9 stoðsendingar í 36 leikjum í öllum keppnum.

„Ég er búinn að spila í Frakklandi og Þýskalandi nú vil ég spila á Englandi í einni sterkustu deild heims,“ sagði Nkunku þegar hann var tilkynntur sem nýjasti leikmaður Chelsea.


Tengdar fréttir

Nkunku sagður vera kominn til Chelsea

Sögusagnir um það að Chelsea sé að krækja í franska leikmanninn Christopher Nkunku. Nkunku kemur frá RB Leipzig og mun leika með Chelsea frá og með næsta sumri.

Nkunku fer til Chelsea næsta sumar

Það virðist ekkert geta komið í veg fyrir að franski sóknarmaðurinn Christopher Nkunku fari til enska fótboltafélagsins Chelsea sumarið 2023. Nkunku á að baki 8 A-landsleiki fyrir Frakkland og var einn þeirra sem átti að fara til Katar þar sem HM fer nú fram. Hann þurfti hins vegar að draga sig úr hópnum vegna meiðsla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×