Í kapphlaupi við tímann á miðju Atlantshafi Samúel Karl Ólason skrifar 20. júní 2023 07:45 Kafbáturinn sem fólkið kafaði í heitir Titan. Hann á að bera um fjögurra sólarhringa súrefnisbirgðir. AP/OceanGate Expeditions Umfangsmikil leit stendur nú yfir að kafbát sem hvarf nærri flaki Titanic á sunnudag. Talið er að fimm manns hafi verið um borð í skemmtiferð til að skoða flakið skipsins á tæplega fjögur þúsund metra dýpi. AP fréttaveitan hefur eftir strandgæslu Bandaríkjanna, sem leiðir leitina, að kafbáturinn hafi farið á kaf á sunnudagsmorgun en samband við kafbátinn hafi slitnað tæpur tveimur klukkustundum síðar. Kafbáturinn ber um fjögurra sólarhringa súrefnisbirgðir, svo mikilvægt er að finna kafbátinn sem fyrst. Leitin er þó erfið, þar sem dýpið er mikið og flak Titanic er um sex hundruð kílómetra frá ströndum Nýfundnalands. Reynist rétt að kafbáturinn hafi fjögurra daga súrefnisbirgðir og ekki hafi komið gat á hann, verður að finna hann fyrir fimmtudagsmorgun. Verið er að vinna að því að koma björgunarkafbát á svæðið eins fljótt og auðið er. Samkvæmt BBC er talið að fimm manns séu um borð í kafbátnum. Einn þeirra er breski auðjöfurinn Hamish Harding, sem er 58 ára gamall. Hann er skráður fyrir þremur heimsmetum af Guinness World Records og þar af eitt fyrir köfun. Hann hefur áður kafað að mesta dýpi Maríana djúpalsins og hefur farið út í geim um borð í geimfari Blue Origin, sem er í eigu auðjöfursins Jeff Bezos. Þá eru feðgarnir Shahzada Dawood og Suleman, úr einni auðugustu fjölskyldu Pakistan, einnig um borð auk hins 73 ára gamla Paul-Henry Nargeolet, sem er franskur landkönnuður. Einnig er talið að Stockton Rush, framkvæmdastjóri fyrirtækisins OceanGate, sem gerir út þessar ferðir, sé um borð í kafbátnum. Umrætt fyrirtæki rukkar ferðamenn rúmar 34 milljónir króna fyrir siglingu að flaki Titanic og kafbátaferð. Ferðalagið allt tekur um átta daga. Þetta er í þriðja sinn sem starfsmenn OceanGate fara í þessa ferð. Skipið Polar Prince flutti ferðamennina og kafbátinn að flaki Titanic. Nota átti skipið til að lóðsa kafbátinn að flaki Titanic en sambandið við kafbátinn slitnaði tæpum tveimur tímum eftir brottför.AP/Darryl Dyck Blaðamaður CBS, sem fór að flaki Titanic með OceanGate í fyrra, segir að skip á yfirborðinu eigi að lóðsa kafbátinn að flakinu en í þetta sinn hafi það ekki gengið eftir. Áhöfn kafbátsins hafi ekki fundið flakið áður en sambandið slitnaði. Mögulegt er að áhöfnin hafi náð að sigla kafbátnum aftur upp á yfirborðið en verið er að leita að honum úr lofti. Sérfræðingur sem ræddi við AP fréttaveituna segir að ef kafbáturinn hafi misst afl á kafi og hafi sokkið, séu litlar líkur á að hægt sé að bjarga áhöfninni. Jafnvel þó kafbáturinn finnist á botni Atlantshafsins, sé erfitt að ná honum upp eða ferja áhöfnina í annan kafbát. View this post on Instagram A post shared by Capt. Hamish Harding (@actionaviationchairman) Bandaríkin Kanada Bretland Pakistan Frakkland Titanic Tengdar fréttir Leita kafbáts sem hvarf nærri Titanic Lítill kafbátur sem notaður er til að ferja ferðamenn að flaki Titanic er horfinn. Leit stendur nú yfir en talið er að allt að fimm manns hafi verið um borð í kafbátnum þegar hann hvarf. 19. júní 2023 15:06 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Sjá meira
AP fréttaveitan hefur eftir strandgæslu Bandaríkjanna, sem leiðir leitina, að kafbáturinn hafi farið á kaf á sunnudagsmorgun en samband við kafbátinn hafi slitnað tæpur tveimur klukkustundum síðar. Kafbáturinn ber um fjögurra sólarhringa súrefnisbirgðir, svo mikilvægt er að finna kafbátinn sem fyrst. Leitin er þó erfið, þar sem dýpið er mikið og flak Titanic er um sex hundruð kílómetra frá ströndum Nýfundnalands. Reynist rétt að kafbáturinn hafi fjögurra daga súrefnisbirgðir og ekki hafi komið gat á hann, verður að finna hann fyrir fimmtudagsmorgun. Verið er að vinna að því að koma björgunarkafbát á svæðið eins fljótt og auðið er. Samkvæmt BBC er talið að fimm manns séu um borð í kafbátnum. Einn þeirra er breski auðjöfurinn Hamish Harding, sem er 58 ára gamall. Hann er skráður fyrir þremur heimsmetum af Guinness World Records og þar af eitt fyrir köfun. Hann hefur áður kafað að mesta dýpi Maríana djúpalsins og hefur farið út í geim um borð í geimfari Blue Origin, sem er í eigu auðjöfursins Jeff Bezos. Þá eru feðgarnir Shahzada Dawood og Suleman, úr einni auðugustu fjölskyldu Pakistan, einnig um borð auk hins 73 ára gamla Paul-Henry Nargeolet, sem er franskur landkönnuður. Einnig er talið að Stockton Rush, framkvæmdastjóri fyrirtækisins OceanGate, sem gerir út þessar ferðir, sé um borð í kafbátnum. Umrætt fyrirtæki rukkar ferðamenn rúmar 34 milljónir króna fyrir siglingu að flaki Titanic og kafbátaferð. Ferðalagið allt tekur um átta daga. Þetta er í þriðja sinn sem starfsmenn OceanGate fara í þessa ferð. Skipið Polar Prince flutti ferðamennina og kafbátinn að flaki Titanic. Nota átti skipið til að lóðsa kafbátinn að flaki Titanic en sambandið við kafbátinn slitnaði tæpum tveimur tímum eftir brottför.AP/Darryl Dyck Blaðamaður CBS, sem fór að flaki Titanic með OceanGate í fyrra, segir að skip á yfirborðinu eigi að lóðsa kafbátinn að flakinu en í þetta sinn hafi það ekki gengið eftir. Áhöfn kafbátsins hafi ekki fundið flakið áður en sambandið slitnaði. Mögulegt er að áhöfnin hafi náð að sigla kafbátnum aftur upp á yfirborðið en verið er að leita að honum úr lofti. Sérfræðingur sem ræddi við AP fréttaveituna segir að ef kafbáturinn hafi misst afl á kafi og hafi sokkið, séu litlar líkur á að hægt sé að bjarga áhöfninni. Jafnvel þó kafbáturinn finnist á botni Atlantshafsins, sé erfitt að ná honum upp eða ferja áhöfnina í annan kafbát. View this post on Instagram A post shared by Capt. Hamish Harding (@actionaviationchairman)
Bandaríkin Kanada Bretland Pakistan Frakkland Titanic Tengdar fréttir Leita kafbáts sem hvarf nærri Titanic Lítill kafbátur sem notaður er til að ferja ferðamenn að flaki Titanic er horfinn. Leit stendur nú yfir en talið er að allt að fimm manns hafi verið um borð í kafbátnum þegar hann hvarf. 19. júní 2023 15:06 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Sjá meira
Leita kafbáts sem hvarf nærri Titanic Lítill kafbátur sem notaður er til að ferja ferðamenn að flaki Titanic er horfinn. Leit stendur nú yfir en talið er að allt að fimm manns hafi verið um borð í kafbátnum þegar hann hvarf. 19. júní 2023 15:06
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent