Barátta kvenna Hólmfríður Árnadótti skrifar 19. júní 2023 20:22 Því er ekki náð margumræddu jafnréttinu þó mörg hafi barist fyrir því svo áratugum skiptir. Í dag 19. júní minnumst við þess að konur fengu kosningarétt fyrir 108 árum. Kosningarétt sem kostaði blóð, svita og tár. Svo sjálfsagður þykir þessi réttur í dag að hann er jafnvel ekki nýttur, sem er öllu verr. Þessi réttur okkar skiptir nefnilega svo miklu máli og er eina leiðin til að byggja upp réttlátt samfélag. Samfélag þar sem öll fá notið sín og tækifæri til að hafa áhrif. Það er nefnilega ekki svo að kynjajafnrétti sé náð eða félagslegu réttlæti almennt. Enn sitja hópar á jaðri kerfisins eða horfa upp á eigin réttindi fótum troðin af almenningi og þeim sem hafa völdin. Það er nefnilega svo mikilvægt að muna að fyrir þessum réttindum var barist og enn þarf og er verið að berjast. Það er gríðarlega mikilvægt að hafa réttindi allra hópa í huga þegar kerfi eru smíðuð eða þau endurskoðuð og þeim breytt. Kvenfrelsi er ein af stoðum VG og segir í stefnu hreyfingarinnar “Vinstrihreyfingin – grænt framboð einsetur sér að uppræta allar birtingarmyndir kynjamisréttis í samfélaginu og brjóta þannig upp kynjakerfi sem er skaðlegt fyrir stöðu, tækifæri og þátttöku allra. Þannig sköpum við betra samfélag fyrir okkur öll óháð kyni.” Þetta er mikilvæg málsgrein sem alltaf þarf að vera í forgrunni og með sérstöðu allra hópa kvenna í huga, trans kvenna, kvára sem voru konur, konur sem elska aðrar konur, konur af erlendum uppruna, fátækar konur, fatlaðar konur, konur sem eru öryrkjar, ungar konur og eldri konur. Allar stofnanir, fyrirtæki og stefnur sem og allt í daglegu lífi samfélagsins þarf að taka mið af því að við konur erum allskonar, með mismunandi þarfir, langanir og áhugamál einfaldlega vegna þess við erum manneskjur. Afturför hefur orðið í baráttu okkar kvenna og aðgerða sannarlega áfram þörf á öllum sviðum samfélagsins, tryggja að fjölbreyttar raddir heyrist, að á þær sé hlustað og að mark sé tekið á þeim. Saman getum við brotið upp staðalmyndir, stuðlað að mun fjölbreyttari fyrirmyndum, metið fólk að verðleikum og talað máli jaðar- og minnihlutahópa. Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar. Höfundur er oddviti VG í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Vinstri græn Hólmfríður Árnadóttir Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Því er ekki náð margumræddu jafnréttinu þó mörg hafi barist fyrir því svo áratugum skiptir. Í dag 19. júní minnumst við þess að konur fengu kosningarétt fyrir 108 árum. Kosningarétt sem kostaði blóð, svita og tár. Svo sjálfsagður þykir þessi réttur í dag að hann er jafnvel ekki nýttur, sem er öllu verr. Þessi réttur okkar skiptir nefnilega svo miklu máli og er eina leiðin til að byggja upp réttlátt samfélag. Samfélag þar sem öll fá notið sín og tækifæri til að hafa áhrif. Það er nefnilega ekki svo að kynjajafnrétti sé náð eða félagslegu réttlæti almennt. Enn sitja hópar á jaðri kerfisins eða horfa upp á eigin réttindi fótum troðin af almenningi og þeim sem hafa völdin. Það er nefnilega svo mikilvægt að muna að fyrir þessum réttindum var barist og enn þarf og er verið að berjast. Það er gríðarlega mikilvægt að hafa réttindi allra hópa í huga þegar kerfi eru smíðuð eða þau endurskoðuð og þeim breytt. Kvenfrelsi er ein af stoðum VG og segir í stefnu hreyfingarinnar “Vinstrihreyfingin – grænt framboð einsetur sér að uppræta allar birtingarmyndir kynjamisréttis í samfélaginu og brjóta þannig upp kynjakerfi sem er skaðlegt fyrir stöðu, tækifæri og þátttöku allra. Þannig sköpum við betra samfélag fyrir okkur öll óháð kyni.” Þetta er mikilvæg málsgrein sem alltaf þarf að vera í forgrunni og með sérstöðu allra hópa kvenna í huga, trans kvenna, kvára sem voru konur, konur sem elska aðrar konur, konur af erlendum uppruna, fátækar konur, fatlaðar konur, konur sem eru öryrkjar, ungar konur og eldri konur. Allar stofnanir, fyrirtæki og stefnur sem og allt í daglegu lífi samfélagsins þarf að taka mið af því að við konur erum allskonar, með mismunandi þarfir, langanir og áhugamál einfaldlega vegna þess við erum manneskjur. Afturför hefur orðið í baráttu okkar kvenna og aðgerða sannarlega áfram þörf á öllum sviðum samfélagsins, tryggja að fjölbreyttar raddir heyrist, að á þær sé hlustað og að mark sé tekið á þeim. Saman getum við brotið upp staðalmyndir, stuðlað að mun fjölbreyttari fyrirmyndum, metið fólk að verðleikum og talað máli jaðar- og minnihlutahópa. Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar. Höfundur er oddviti VG í Suðurkjördæmi.
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar