Endurbætur á Nývangi í skugga fjármálaóreiðu Barcelona Siggeir Ævarsson skrifar 18. júní 2023 16:15 Vinna er komin á fullt við endurbætur á Nývangi Vísir/Getty Barcelona mun leika heimaleiki sína næsta tímabil á Ólympíuleikvangnum í borginni en umfangsmiklar endurbætur á Nývangi eru komnar á fullt og reiknað er með að þær taki 18 mánuði. Heildarkostnaður við framkvæmdirnar er um 1,5 milljarður Evra. Reglulega hafa borist fréttir af bágri fjárhagstöðu Barcelona síðustu ár en stjórnendur liðsins redduðu sér fyrir horn síðasta sumar með því að selja ýmsar eignir félagsins. Um hreina einskiptisaðgerð var að ræða og ljóst að félagið þarf að taka frekar til í fjármálum sínum. Einn liður í að auka innkomu félagsins eru löngu tímabærar endurbætur á heimavelli liðsins Nývangi. Völlurinn var fyrst tekinn í notkun árið 1957, tekur 99.354 áhorfendur í sæti og er stærsti fótboltavöllur Evrópu. Hann hefur látið á sjá á síðustu árum og er á tæpasta vaði að uppfylla öryggiskröfur. Aðeins lítill hluti sæta vallarins eru VIP sæti og einkastúkur, og reikna stjórnendur Barcelona með að geta aukið tekjur félagsins töluvert með því að bæta við betri sætum fyrir þá sem eru tilbúnir að borga hærra miðverð. Um leið á að fjölga sætum og á nýr og endurbættur Nývangur að taka 105.000 áhorfendur í sæti. Skuldir yfir tvo milljarða Endurbæturnar hafa verið töluverðan tíma í farvatninu og hafa stjórnendur félagsins staðið í samningaviðræðum um fjármögnun í nokkurn tíma. Félagið hefur tekið lán upp á 1,5 milljarð evra til að fjármagna framkvæmdirnar, og stefna á að borga það til baka með auknum tekjum 2047. Nýr og endurbættur Nývangur verður glæsilegur ef marka má áætlanir Barcelona. Þakið verður 30.000 m2 af sólarsellum sem eiga bæði að skýla áhorfendum fyrir rigningu en einnig að knýja skjái sem ná hringinn í kringum völlinn. Miðað við þessa tölvugerðu mynd í myndbandinu hér að neðan er það ekki aðeins völlurinn sem breytist, heldur líka húsin í kringum völlinn. Mögulega er það höfundur myndarinnar sem tekur sér stafrænt skáldaleyfi en ráðgert er að breyta svæðinu í næsta nágrenni vallarins og gera það grænna og mannvænna. Hvar spila Barcelona á meðan? Á meðan á framkvæmdunum stendur mun lið Barcelona leika á Ólympíuleikvanginum í borginni. Einhverjar hugmyndir voru á lofti um að spila á æfingasvæðinu en Ólympíuvöllurinn varð ofan á. Sá völlur er töluvert minni en tekur þó rúmlega 54 þúsund manns í sæti. Espanyol léku sína heimaleiki þar 1997-2009. Helsti ókostur vallarins er þó kannski að hann stendur lengst upp á hæð, bílastæði þar eru fá og almenningssamgöngur takmarkaðar. Reiknað er með að margir ársmiðahafar muni þiggja tilboð félagisns um að frysta miðana sína næsta tímabil. Ólympíuvöllurinn er ekki alveg í sama klassa og Nývangur en Barcelona verða að gera sér það að góðu.Vísir/Getty Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Barcelona ræðst í milljarðaframkvæmd Stuðningsmannaklúbbur Barcelona gaf í gær grænt ljós á framkvæmdir á heimavelli liðsins, Camp Nou, sem mun kosta félagið einn og hálfan milljarð evra, sem samsvarar yfir 220 milljörðum íslenskra króna. 20. desember 2021 20:15 Barcelona mun ekki spila á Camp Nou í heilt ár Það gengur mikið á hjá spænska knattspyrnuliðinu Barcelona þessa dagana. Uppfæra þarf heimavöll liðsins, Camp Nou, og ljóst er að Börsungar muni þurfa að fara 12 mánuði án þess að spila heimaleik. 9. október 2021 13:01 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Fleiri fréttir Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Sjá meira
Reglulega hafa borist fréttir af bágri fjárhagstöðu Barcelona síðustu ár en stjórnendur liðsins redduðu sér fyrir horn síðasta sumar með því að selja ýmsar eignir félagsins. Um hreina einskiptisaðgerð var að ræða og ljóst að félagið þarf að taka frekar til í fjármálum sínum. Einn liður í að auka innkomu félagsins eru löngu tímabærar endurbætur á heimavelli liðsins Nývangi. Völlurinn var fyrst tekinn í notkun árið 1957, tekur 99.354 áhorfendur í sæti og er stærsti fótboltavöllur Evrópu. Hann hefur látið á sjá á síðustu árum og er á tæpasta vaði að uppfylla öryggiskröfur. Aðeins lítill hluti sæta vallarins eru VIP sæti og einkastúkur, og reikna stjórnendur Barcelona með að geta aukið tekjur félagsins töluvert með því að bæta við betri sætum fyrir þá sem eru tilbúnir að borga hærra miðverð. Um leið á að fjölga sætum og á nýr og endurbættur Nývangur að taka 105.000 áhorfendur í sæti. Skuldir yfir tvo milljarða Endurbæturnar hafa verið töluverðan tíma í farvatninu og hafa stjórnendur félagsins staðið í samningaviðræðum um fjármögnun í nokkurn tíma. Félagið hefur tekið lán upp á 1,5 milljarð evra til að fjármagna framkvæmdirnar, og stefna á að borga það til baka með auknum tekjum 2047. Nýr og endurbættur Nývangur verður glæsilegur ef marka má áætlanir Barcelona. Þakið verður 30.000 m2 af sólarsellum sem eiga bæði að skýla áhorfendum fyrir rigningu en einnig að knýja skjái sem ná hringinn í kringum völlinn. Miðað við þessa tölvugerðu mynd í myndbandinu hér að neðan er það ekki aðeins völlurinn sem breytist, heldur líka húsin í kringum völlinn. Mögulega er það höfundur myndarinnar sem tekur sér stafrænt skáldaleyfi en ráðgert er að breyta svæðinu í næsta nágrenni vallarins og gera það grænna og mannvænna. Hvar spila Barcelona á meðan? Á meðan á framkvæmdunum stendur mun lið Barcelona leika á Ólympíuleikvanginum í borginni. Einhverjar hugmyndir voru á lofti um að spila á æfingasvæðinu en Ólympíuvöllurinn varð ofan á. Sá völlur er töluvert minni en tekur þó rúmlega 54 þúsund manns í sæti. Espanyol léku sína heimaleiki þar 1997-2009. Helsti ókostur vallarins er þó kannski að hann stendur lengst upp á hæð, bílastæði þar eru fá og almenningssamgöngur takmarkaðar. Reiknað er með að margir ársmiðahafar muni þiggja tilboð félagisns um að frysta miðana sína næsta tímabil. Ólympíuvöllurinn er ekki alveg í sama klassa og Nývangur en Barcelona verða að gera sér það að góðu.Vísir/Getty
Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Barcelona ræðst í milljarðaframkvæmd Stuðningsmannaklúbbur Barcelona gaf í gær grænt ljós á framkvæmdir á heimavelli liðsins, Camp Nou, sem mun kosta félagið einn og hálfan milljarð evra, sem samsvarar yfir 220 milljörðum íslenskra króna. 20. desember 2021 20:15 Barcelona mun ekki spila á Camp Nou í heilt ár Það gengur mikið á hjá spænska knattspyrnuliðinu Barcelona þessa dagana. Uppfæra þarf heimavöll liðsins, Camp Nou, og ljóst er að Börsungar muni þurfa að fara 12 mánuði án þess að spila heimaleik. 9. október 2021 13:01 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Fleiri fréttir Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Sjá meira
Barcelona ræðst í milljarðaframkvæmd Stuðningsmannaklúbbur Barcelona gaf í gær grænt ljós á framkvæmdir á heimavelli liðsins, Camp Nou, sem mun kosta félagið einn og hálfan milljarð evra, sem samsvarar yfir 220 milljörðum íslenskra króna. 20. desember 2021 20:15
Barcelona mun ekki spila á Camp Nou í heilt ár Það gengur mikið á hjá spænska knattspyrnuliðinu Barcelona þessa dagana. Uppfæra þarf heimavöll liðsins, Camp Nou, og ljóst er að Börsungar muni þurfa að fara 12 mánuði án þess að spila heimaleik. 9. október 2021 13:01