Biðst afsökunar á „skelfilegu“ myndbandi af gleðskap í Covid Kjartan Kjartansson skrifar 18. júní 2023 10:12 Michael Gove, húsnæðismálaráðherra, segist skilja að fólk bregðist reitt við myndbandi sem sýnir íhaldsfólk skemmta sér í kórónuveirufaraldrinum. Vísir/EPA Ráðherra Íhaldsflokksins baðst í dag afsökunar á myndbandi sem sýnir gleðskap í höfuðstöðvum flokksins á meðan strangt samkomubann var í gildi í kórónuveirufaraldrinu. Á myndbandinu sjást flokksmenn drekka og dansa á sama tíma og fólk gat ekki verið með ástvinum á dánarbeði vegna takmarkananna. Dagblaðið Mirror birti myndbandið en það hafði áður komist yfir og birt ljósmyndir úr sama samkvæmi. Það var haldið í höfuðstöðvum Íhaldsflokksins í London í desember árið 2020. Bretum var þá bannað að koma saman innandyra til þess að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Í myndbandinu heyrist maður segja að það sé allt í lagi að taka upp, svo lengi sem myndefninu sé ekki streymt á netinu „að við séum að sveigja reglurnar“. Á meðal þeirra sem voru viðstaddir gleðskapinn var Shaun Bailey sem var þá í framboði til borgarstjóra London. Hann sést þó ekki á myndbandinu. EXCLUSIVE: First ever Partygate video revealed as Tories drink, dance and laugh at Covid rulespic.twitter.com/vIHbuIqWWf— The Mirror (@DailyMirror) June 17, 2023 Lögreglan rannsakaði viðburðinn eftir að myndir frá honum voru birtar en enginn var sektaður. Íhaldsflokkurinn segist hafa refsað þátttakendum í samkvæminu á sínum tíma. Engu að síður sagðist Michael Gove, húsnæðismálaráðherra, harma myndbandið í dag. Honum kæmi ekki á óvart að fólk brygðist reitt við því að sjá það. „Þetta er skelfilegt. Mér finnst þetta alls ekki við hæfi. Ég vil bara biðja alla afsökunar, í raun og veru,“ sagði Gove við Sky News í dag. Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra, sagði af sér sem þingmaður í síðustu viku eftir að þingnefnd komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði verið óheiðarlegur í svörum um veisluhöld íhaldsfólks í faraldrinum. Þá hefði hann tekið þátt í að ógna og grafa undan þingmönnum sem rannsökuðu þau. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Johnson harðlega gagnrýndur og mögulega sviptur aðgengi að Westminster Boris Johnson var óheiðarlegur í svörum sínum um svokallað „Partygate“-mál og tók þátt í herferð til að ógna og grafa undan þingmönnum sem höfðu málið til rannsóknar. Þetta eru niðurstöður þingnefndar sem hefur rannsakað framgöngu forsætisráðherrans fyrrverandi. 15. júní 2023 10:37 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Dagblaðið Mirror birti myndbandið en það hafði áður komist yfir og birt ljósmyndir úr sama samkvæmi. Það var haldið í höfuðstöðvum Íhaldsflokksins í London í desember árið 2020. Bretum var þá bannað að koma saman innandyra til þess að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Í myndbandinu heyrist maður segja að það sé allt í lagi að taka upp, svo lengi sem myndefninu sé ekki streymt á netinu „að við séum að sveigja reglurnar“. Á meðal þeirra sem voru viðstaddir gleðskapinn var Shaun Bailey sem var þá í framboði til borgarstjóra London. Hann sést þó ekki á myndbandinu. EXCLUSIVE: First ever Partygate video revealed as Tories drink, dance and laugh at Covid rulespic.twitter.com/vIHbuIqWWf— The Mirror (@DailyMirror) June 17, 2023 Lögreglan rannsakaði viðburðinn eftir að myndir frá honum voru birtar en enginn var sektaður. Íhaldsflokkurinn segist hafa refsað þátttakendum í samkvæminu á sínum tíma. Engu að síður sagðist Michael Gove, húsnæðismálaráðherra, harma myndbandið í dag. Honum kæmi ekki á óvart að fólk brygðist reitt við því að sjá það. „Þetta er skelfilegt. Mér finnst þetta alls ekki við hæfi. Ég vil bara biðja alla afsökunar, í raun og veru,“ sagði Gove við Sky News í dag. Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra, sagði af sér sem þingmaður í síðustu viku eftir að þingnefnd komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði verið óheiðarlegur í svörum um veisluhöld íhaldsfólks í faraldrinum. Þá hefði hann tekið þátt í að ógna og grafa undan þingmönnum sem rannsökuðu þau.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Johnson harðlega gagnrýndur og mögulega sviptur aðgengi að Westminster Boris Johnson var óheiðarlegur í svörum sínum um svokallað „Partygate“-mál og tók þátt í herferð til að ógna og grafa undan þingmönnum sem höfðu málið til rannsóknar. Þetta eru niðurstöður þingnefndar sem hefur rannsakað framgöngu forsætisráðherrans fyrrverandi. 15. júní 2023 10:37 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Johnson harðlega gagnrýndur og mögulega sviptur aðgengi að Westminster Boris Johnson var óheiðarlegur í svörum sínum um svokallað „Partygate“-mál og tók þátt í herferð til að ógna og grafa undan þingmönnum sem höfðu málið til rannsóknar. Þetta eru niðurstöður þingnefndar sem hefur rannsakað framgöngu forsætisráðherrans fyrrverandi. 15. júní 2023 10:37