Björk heiðursdoktor við Listaháskólann Magnús Jochum Pálsson skrifar 16. júní 2023 20:40 Björk lyftir upp viðurkenningarskjalinu á athöfninni í Silfurbergi í dag. Aðsent Björk Guðmundsdóttir var sæmd heiðursdoktorsnafnbót við Listaháskóla Íslands á útskrift skólans sem fram fór í Silfurbergi í Hörpu í dag. Björk hlýtur nafnbótina fyrir listrænt framlag sitt en þetta er í annað sinn í sögu skólans sem nafnbótin er veitt. Í tilkynningu frá skólanum segir að nafnbótina heiðursdoktor megi veita þeim sem skólinn vil heiðra fyrir einstakt framlag til lista og menningar. Með valinu skapist tækifæri fyrir skólann til að sýna viðkomandi virðingu fyrir farsælt starf og mikilsvert framlag til fræðasviðs lista. Við tilefnið fékk Björk pendúl hannaðan af Tinnu Gunnarsdóttur, vöruhönnuði og fyrrverandi prófessor, og heiðursskjal hannað af Guðmundi Oddi, fyrrverandi prófessor í hönnun- og arkitektúrdeild við LHÍ. Náttúruafl sem skapar heildstæða heima Fríða Björk Ingvarsdóttir, fráfarandi rektor Listaháskólans, flutti ræðu við tilefnið og fór yfir feril Bjarkar. Þar sagði hún meðal annars að Björk væri svo sannarlega ekki einhöm „heldur miklu frekar náttúrafl“. Fríða Björk hefur verið rektor LHÍ síðan 2013 en lætur af störfum í ár. Kristín Eysteinsdóttir, fyrrverandi Borgarleikhússtjóri, tekur við sem rektor í ágúst.Vísir/Bjarni „Þar fyrir utan er hún enginn venjulegur tónlistarmaður og um hana virðast gilda önnur lögmál en flesta. Sem sólólistamaður hefur hún stöðugt haldið áfram að endurnýja tengingu sína við tónsmíðarnar og eigin ímynd. Í hvert skipti sem hún sendir nýtt sköpunarverk frá sér, færir hún okkur óvæntan og nýjan heildstæðan heim,” sagði meðal annars í ræðunni. Á útskriftarathöfninni voru flutt tvö verk eftir Björk. Annars vegar „Atopos“ í flutningi Murmura og hins vegar „tabula rasa“ í flutningi viibra. Alls voru útskrifaðir 162 nemendur frá fimm deildum Listaháskólans í dag. Háskólar Tónlistarnám Menning Björk Tengdar fréttir Frægðin aldrei nokkurn tíma heillað „Mig langaði að taka inn hinn tilfinningaskalann sem er þessi fögnuður, gleði, partý og fyrir alla,“ segir tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir um cornucopiu, væntanlega tónleikaseríu sína í Laugardalshöll. Blaðamaður settist niður með henni og fékk nánari innsýn í hennar stöðugt vaxandi og skapandi hugarheim. 17. febrúar 2023 06:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Björk hlýtur nafnbótina fyrir listrænt framlag sitt en þetta er í annað sinn í sögu skólans sem nafnbótin er veitt. Í tilkynningu frá skólanum segir að nafnbótina heiðursdoktor megi veita þeim sem skólinn vil heiðra fyrir einstakt framlag til lista og menningar. Með valinu skapist tækifæri fyrir skólann til að sýna viðkomandi virðingu fyrir farsælt starf og mikilsvert framlag til fræðasviðs lista. Við tilefnið fékk Björk pendúl hannaðan af Tinnu Gunnarsdóttur, vöruhönnuði og fyrrverandi prófessor, og heiðursskjal hannað af Guðmundi Oddi, fyrrverandi prófessor í hönnun- og arkitektúrdeild við LHÍ. Náttúruafl sem skapar heildstæða heima Fríða Björk Ingvarsdóttir, fráfarandi rektor Listaháskólans, flutti ræðu við tilefnið og fór yfir feril Bjarkar. Þar sagði hún meðal annars að Björk væri svo sannarlega ekki einhöm „heldur miklu frekar náttúrafl“. Fríða Björk hefur verið rektor LHÍ síðan 2013 en lætur af störfum í ár. Kristín Eysteinsdóttir, fyrrverandi Borgarleikhússtjóri, tekur við sem rektor í ágúst.Vísir/Bjarni „Þar fyrir utan er hún enginn venjulegur tónlistarmaður og um hana virðast gilda önnur lögmál en flesta. Sem sólólistamaður hefur hún stöðugt haldið áfram að endurnýja tengingu sína við tónsmíðarnar og eigin ímynd. Í hvert skipti sem hún sendir nýtt sköpunarverk frá sér, færir hún okkur óvæntan og nýjan heildstæðan heim,” sagði meðal annars í ræðunni. Á útskriftarathöfninni voru flutt tvö verk eftir Björk. Annars vegar „Atopos“ í flutningi Murmura og hins vegar „tabula rasa“ í flutningi viibra. Alls voru útskrifaðir 162 nemendur frá fimm deildum Listaháskólans í dag.
Háskólar Tónlistarnám Menning Björk Tengdar fréttir Frægðin aldrei nokkurn tíma heillað „Mig langaði að taka inn hinn tilfinningaskalann sem er þessi fögnuður, gleði, partý og fyrir alla,“ segir tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir um cornucopiu, væntanlega tónleikaseríu sína í Laugardalshöll. Blaðamaður settist niður með henni og fékk nánari innsýn í hennar stöðugt vaxandi og skapandi hugarheim. 17. febrúar 2023 06:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Frægðin aldrei nokkurn tíma heillað „Mig langaði að taka inn hinn tilfinningaskalann sem er þessi fögnuður, gleði, partý og fyrir alla,“ segir tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir um cornucopiu, væntanlega tónleikaseríu sína í Laugardalshöll. Blaðamaður settist niður með henni og fékk nánari innsýn í hennar stöðugt vaxandi og skapandi hugarheim. 17. febrúar 2023 06:00