Innlent

Haturs­full um­mæli um regn­boga­stíginn vekja at­hygli

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Ragnboginn tekur sig vel út á Skólavörðustígnum.
Ragnboginn tekur sig vel út á Skólavörðustígnum. Vísir/Vilhelm

Íslenskum Twitter notendum hefur eflaust brugðið í brún þegar danskur læknir með nær fimmhundruð þúsund fylgjendur lét þau ummæli falla á forritinu á dögunum að regnbogaskreytingar sem prýða götur Íslands séu „gjörsamlega ógeðslegar“.

Læknirinn Anastasia Maria Loupis, hefur vakið athygli á Twitter þar sem hún skýtur föstum skotum á trans fólk, sér í lagi trans íþróttafólk. Tíst hennar um regnbogastíginn er nú komið með yfir milljón áhorf.

Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, kynfræðingur, svaraði Loupis á forritinu. „Ímyndaðu þér að vera svona gegnsýrð af hatri að regnbogafánar fylli þig af viðbjóði. Finndu hamingju elskan, og finndu það sem vantar í líf þitt, í stað þess að láta biturð þína og ömurð bitna á fólki sem er bara að lifa lífinu sínu,“ sagði hún. 

Fyrr í mánuðinum var ákveðið að regnbogastígurinn væri ekki á förum og yrði lagður á ný, nú til frambúðar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×