Berlusconi var maður lífsþorsta, ástar og gleði Heimir Már Pétursson skrifar 14. júní 2023 19:41 Kista Silvios Berlusconis borinn út úr dómkirkjunni í Mílanó með viðhöfn. AP/Antonio Calanni Silvio Berlusconi fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu var borinn til grafar í opinberri útför frá dómkirkjunni í Milanó á Ítalíu í dag. Hann lést á mánudag 86 ára gamall. Mikill fjöldi fólks fylgdi honum síðasta spölinn. Berlusconi var fjölmiðlakóngur á Ítalíu og milljarðamæringur. Hann gegndi embætti forsætisráðherra lengst allra á Ítalíu, fyrst árið 1994, síðan frá 2001 til 2006 og loks frá 2008 til 2011. Silvio Berlusconi fékk opinbera útför. Mikill fjöldi fólks sótti úrförina og fylgdist með utandyra. Fánar AC Milan voru áberandi en hann átti liðið í um 30 ár.AP/Stefano Porta Hann var umdeildur bæði innanlands og utan en naut mikils stuðnings til dauðadags. Það sást meðal annars á því að mikill mannfjöldi safnaðist við dómkirkjuna mörgum klukkustundum áður en útförin hófst klukkan eitt í dag að íslenskum tíma. Giorgia Meloni forsætisráðherra og flokkssystir Berlusconi var við útförina ásamt mörgu öðru áhrifafólki. Mario Delpini erkibiskupinn af Mílanó fór með minningarorð og sagði Berlusconi hafa verið margbrotna persónu. Giorgia Meloni forsætisráðherra Ítalíu vottar Mörtu Fascino sambýliskonu Berlusconi samúð sína.Vísir/Claudio Furlan „Silvio Berlusconi var svo sannarlega stjórnmálamaður. Hann var svo sannarlega kaupsýslumaður og hann stóð vissulega í sviðsljósi frægðarinnar. Hvað getum við sagt um Silvio Berlusconi á þessari kveðju- og bænastund? Hann var maður lífsþorsta, þráar, ástar og gleði,“ sagði Delpini meðal annars. Ítalía Tengdar fréttir Dólgurinn sem drottnaði yfir ítalska boltanum Stjórnmálamaður, fasteignamógull, spillingargosi, bunga bunga dólgurinn, skemmtikraftur á skemmtiferðarskipum, lifandi vaxmynd og svo mætti áfram telja. Já, Silvio Berlusconi var margt og mikið. En stór hópur fólks, ekki síst þeir sem ólust upp á gullaldarskeiði ítalska boltans, tengir hann fyrst og síðast við AC Milan sem hann átti í rúm þrjátíu ár. 13. júní 2023 10:00 Skilur eftir sig tómarúm í stjórnmálum og viðskiptum Andlát Silvios Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, er talið geta valdið óróa í ítölskum stjórnmálum á næstunni. Þá liggur ekki ljóst fyrir hver tekur við viðskiptaveldi Berlusconi sem á meðal annars helstu fjölmiðla landsins. 12. júní 2023 18:08 Silvio Berlusconi er látinn Silvio Berlusconi, umdeildur fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, er látinn. Hann var 86 ára. Berlusconi umbylti ítölskum stjórnmálum og fjölmiðlum en forsætisráðherratíð hans endaði í skugga efnahagsóstjórnar og kynlífshneykslismála. 12. júní 2023 08:48 Berlusconi með hvítblæði Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, hefur greinst með hvítblæði. Hann hefur dvalið á hjartadeild spítala í Mílan síðan á miðvikudaginn eftir að hafa átt í erfiðleikum með öndun. Líðan hans er sögð stöðug. 6. apríl 2023 08:04 Berlusconi sýknaður í „bunga bunga“-máli Dómstóll í Mílanó sýknaði Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, af ákæru um að hann hafi mútað vitnum til breyta framburði sínum í máli sem tengist alræmdum „bunga-bunga“-veislum hans. Kona sem hann var sakaður um að greiða fyrir kynlíf var einnig sýknuð í málinu. 16. febrúar 2023 22:41 Mest lesið Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Sjá meira
Berlusconi var fjölmiðlakóngur á Ítalíu og milljarðamæringur. Hann gegndi embætti forsætisráðherra lengst allra á Ítalíu, fyrst árið 1994, síðan frá 2001 til 2006 og loks frá 2008 til 2011. Silvio Berlusconi fékk opinbera útför. Mikill fjöldi fólks sótti úrförina og fylgdist með utandyra. Fánar AC Milan voru áberandi en hann átti liðið í um 30 ár.AP/Stefano Porta Hann var umdeildur bæði innanlands og utan en naut mikils stuðnings til dauðadags. Það sást meðal annars á því að mikill mannfjöldi safnaðist við dómkirkjuna mörgum klukkustundum áður en útförin hófst klukkan eitt í dag að íslenskum tíma. Giorgia Meloni forsætisráðherra og flokkssystir Berlusconi var við útförina ásamt mörgu öðru áhrifafólki. Mario Delpini erkibiskupinn af Mílanó fór með minningarorð og sagði Berlusconi hafa verið margbrotna persónu. Giorgia Meloni forsætisráðherra Ítalíu vottar Mörtu Fascino sambýliskonu Berlusconi samúð sína.Vísir/Claudio Furlan „Silvio Berlusconi var svo sannarlega stjórnmálamaður. Hann var svo sannarlega kaupsýslumaður og hann stóð vissulega í sviðsljósi frægðarinnar. Hvað getum við sagt um Silvio Berlusconi á þessari kveðju- og bænastund? Hann var maður lífsþorsta, þráar, ástar og gleði,“ sagði Delpini meðal annars.
Ítalía Tengdar fréttir Dólgurinn sem drottnaði yfir ítalska boltanum Stjórnmálamaður, fasteignamógull, spillingargosi, bunga bunga dólgurinn, skemmtikraftur á skemmtiferðarskipum, lifandi vaxmynd og svo mætti áfram telja. Já, Silvio Berlusconi var margt og mikið. En stór hópur fólks, ekki síst þeir sem ólust upp á gullaldarskeiði ítalska boltans, tengir hann fyrst og síðast við AC Milan sem hann átti í rúm þrjátíu ár. 13. júní 2023 10:00 Skilur eftir sig tómarúm í stjórnmálum og viðskiptum Andlát Silvios Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, er talið geta valdið óróa í ítölskum stjórnmálum á næstunni. Þá liggur ekki ljóst fyrir hver tekur við viðskiptaveldi Berlusconi sem á meðal annars helstu fjölmiðla landsins. 12. júní 2023 18:08 Silvio Berlusconi er látinn Silvio Berlusconi, umdeildur fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, er látinn. Hann var 86 ára. Berlusconi umbylti ítölskum stjórnmálum og fjölmiðlum en forsætisráðherratíð hans endaði í skugga efnahagsóstjórnar og kynlífshneykslismála. 12. júní 2023 08:48 Berlusconi með hvítblæði Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, hefur greinst með hvítblæði. Hann hefur dvalið á hjartadeild spítala í Mílan síðan á miðvikudaginn eftir að hafa átt í erfiðleikum með öndun. Líðan hans er sögð stöðug. 6. apríl 2023 08:04 Berlusconi sýknaður í „bunga bunga“-máli Dómstóll í Mílanó sýknaði Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, af ákæru um að hann hafi mútað vitnum til breyta framburði sínum í máli sem tengist alræmdum „bunga-bunga“-veislum hans. Kona sem hann var sakaður um að greiða fyrir kynlíf var einnig sýknuð í málinu. 16. febrúar 2023 22:41 Mest lesið Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Sjá meira
Dólgurinn sem drottnaði yfir ítalska boltanum Stjórnmálamaður, fasteignamógull, spillingargosi, bunga bunga dólgurinn, skemmtikraftur á skemmtiferðarskipum, lifandi vaxmynd og svo mætti áfram telja. Já, Silvio Berlusconi var margt og mikið. En stór hópur fólks, ekki síst þeir sem ólust upp á gullaldarskeiði ítalska boltans, tengir hann fyrst og síðast við AC Milan sem hann átti í rúm þrjátíu ár. 13. júní 2023 10:00
Skilur eftir sig tómarúm í stjórnmálum og viðskiptum Andlát Silvios Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, er talið geta valdið óróa í ítölskum stjórnmálum á næstunni. Þá liggur ekki ljóst fyrir hver tekur við viðskiptaveldi Berlusconi sem á meðal annars helstu fjölmiðla landsins. 12. júní 2023 18:08
Silvio Berlusconi er látinn Silvio Berlusconi, umdeildur fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, er látinn. Hann var 86 ára. Berlusconi umbylti ítölskum stjórnmálum og fjölmiðlum en forsætisráðherratíð hans endaði í skugga efnahagsóstjórnar og kynlífshneykslismála. 12. júní 2023 08:48
Berlusconi með hvítblæði Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, hefur greinst með hvítblæði. Hann hefur dvalið á hjartadeild spítala í Mílan síðan á miðvikudaginn eftir að hafa átt í erfiðleikum með öndun. Líðan hans er sögð stöðug. 6. apríl 2023 08:04
Berlusconi sýknaður í „bunga bunga“-máli Dómstóll í Mílanó sýknaði Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, af ákæru um að hann hafi mútað vitnum til breyta framburði sínum í máli sem tengist alræmdum „bunga-bunga“-veislum hans. Kona sem hann var sakaður um að greiða fyrir kynlíf var einnig sýknuð í málinu. 16. febrúar 2023 22:41