Meiri dauði hér en við Noreg Ingólfur Ásgeirsson skrifar 14. júní 2023 12:01 Fyrstu fjóra mánuði ársins drápust rúmlega 1,1 milljón eldislaxa í sjókvíum við Ísland. Það er um það bil 19-föld stærð villta íslenska laxastofnsins. Tölur yfir laxadauðann í sjókvíunum er hægt að sjá á Mælaborði fiskeldis sem er birt á vefsvæði Matvælastofnunar (MAST) en tölurnar eru uppfærðar fyrir mánuðinn á undan undir lok þess næsta. Lofa betrun en svíkja alltaf Laxadauðinn sjókvíunum er hlutfallslega töluvert meiri hér en í sjókvíaeldi við Noreg, en þar þykir þó staðan óásættanleg. Norsku fyrirtækin og stjórnvöld heita á hverju ári bót og betrun en svo gerist ekki neitt.Fagráð MAST um dýravelferð fjallaði í fyrsta skipti um þetta skelfilega ástand á mánaðarlegum fundi sínum nú í vor. Löngu tímabært var að þetta málefni væri rætt þar. MAST ber beinlínis skylda til að gæta að dýravelferð. Frammistaða sjókvíeldisfyrirtækjanna í þeim efnum er grátlega vond. Sjókvíaeldi á laxi er óboðleg aðferð við matvælaframleiðslu Í fyrra drápust um þrjár milljónir eldislaxa í sjókvíum við Ísland. Var það sorglegt met í sjókvíaeldi við Ísland, bæði í fjölda og hlutfalli af eldislaxi sem var settur í sjókvíarnar. Um það bil einn af hverjum fimm löxum þoldu ekki þann aðbúnað sem þessi ómannúðlega aðferð við matvælaframleiðslu býður eldisdýrunum upp á. Ljósmyndin sem fylgir þessari grein sýnir löndun á eldislaxi sem stráféll í sjókvíum í Dýrafirði í fyrra. Fiskarnir drápust vegna bakteríusýkinga og vetrarsára. Hver vilja leggja sér til munns matvæli sem eru framleidd með þessum hætti? Löndun á eldislaxi á Vestfjörðum. Rúmlega 800.000 eldislaxar drápust í sjókvíum Arctic Fish í Dýrafirði í janúar og febrúar í fyrra. Athugið að þetta voru manngerðar hörmungar. Í tilkynningu frá móðurfélagi Arctic Fish til norsku kauphallarinnar kom að þennan hrikalega dauða eldisdýranna mátti meðal annars rekja til „meðhöndlunar“ á eldislaxinum. Ef bóndi á landi færi þannig með dýrin sín að þriðjungur þeirra dræpist, þá yrði hann umsvifalaust sviptur leyfi til dýrahalds og kærður til lögreglu.Veiga Grétarsdóttir Höfundur er félagi í Íslenska náttúruverndarsjóðnum - The Icelandic Wildlife Fund. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Sjókvíaeldi Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Fyrstu fjóra mánuði ársins drápust rúmlega 1,1 milljón eldislaxa í sjókvíum við Ísland. Það er um það bil 19-föld stærð villta íslenska laxastofnsins. Tölur yfir laxadauðann í sjókvíunum er hægt að sjá á Mælaborði fiskeldis sem er birt á vefsvæði Matvælastofnunar (MAST) en tölurnar eru uppfærðar fyrir mánuðinn á undan undir lok þess næsta. Lofa betrun en svíkja alltaf Laxadauðinn sjókvíunum er hlutfallslega töluvert meiri hér en í sjókvíaeldi við Noreg, en þar þykir þó staðan óásættanleg. Norsku fyrirtækin og stjórnvöld heita á hverju ári bót og betrun en svo gerist ekki neitt.Fagráð MAST um dýravelferð fjallaði í fyrsta skipti um þetta skelfilega ástand á mánaðarlegum fundi sínum nú í vor. Löngu tímabært var að þetta málefni væri rætt þar. MAST ber beinlínis skylda til að gæta að dýravelferð. Frammistaða sjókvíeldisfyrirtækjanna í þeim efnum er grátlega vond. Sjókvíaeldi á laxi er óboðleg aðferð við matvælaframleiðslu Í fyrra drápust um þrjár milljónir eldislaxa í sjókvíum við Ísland. Var það sorglegt met í sjókvíaeldi við Ísland, bæði í fjölda og hlutfalli af eldislaxi sem var settur í sjókvíarnar. Um það bil einn af hverjum fimm löxum þoldu ekki þann aðbúnað sem þessi ómannúðlega aðferð við matvælaframleiðslu býður eldisdýrunum upp á. Ljósmyndin sem fylgir þessari grein sýnir löndun á eldislaxi sem stráféll í sjókvíum í Dýrafirði í fyrra. Fiskarnir drápust vegna bakteríusýkinga og vetrarsára. Hver vilja leggja sér til munns matvæli sem eru framleidd með þessum hætti? Löndun á eldislaxi á Vestfjörðum. Rúmlega 800.000 eldislaxar drápust í sjókvíum Arctic Fish í Dýrafirði í janúar og febrúar í fyrra. Athugið að þetta voru manngerðar hörmungar. Í tilkynningu frá móðurfélagi Arctic Fish til norsku kauphallarinnar kom að þennan hrikalega dauða eldisdýranna mátti meðal annars rekja til „meðhöndlunar“ á eldislaxinum. Ef bóndi á landi færi þannig með dýrin sín að þriðjungur þeirra dræpist, þá yrði hann umsvifalaust sviptur leyfi til dýrahalds og kærður til lögreglu.Veiga Grétarsdóttir Höfundur er félagi í Íslenska náttúruverndarsjóðnum - The Icelandic Wildlife Fund.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun