Bellingham orðinn leikmaður Real Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. júní 2023 10:30 Orðinn leikmaður Real Madríd. Richard Heathcote/Getty Images Knattspyrnumaðurinn Jude Bellingham er orðinn leikmaður Real Madríd. Gæti hann orðið dýrasti Englendingur sögunnar. Spænska stórveldið hefur fest kaup á enska ungstirninu fyrir 88,5 milljónir punda [15,5 milljarða íslenskra króna]. Vitað var að Bellingham væri á förum frá Borussia Dortmund í sumar og undanfarið hefur allt bent til þess að Real Madríd yrði fyrir valinu. Það hefur nú verið staðfest en á samfélagsmiðlum félagsins má sjá tilvitnun í lagið Hey Jude með Bítlunum áður en Bellingham er boðinn velkominn. Take a sad song and make it better. — Real Madrid C.F. (@realmadriden) June 14, 2023 Heildarverð leikmannsins gæti endað í 115 milljónum punda [20 milljörðum íslenskra króna] fari svo að Bellingham uppfylli öll árangurstengd ákvæði í samningi sínum við Real. Það myndi gera hann að dýrasti Englendingi sögunnar og næstdýrasta leikmanni Real frá upphafi á eftir Eden Hazard. Bellingham, sem verður tvítugur síðar í mánuðinum, skrifaði undir sex ára samning á Santiago Bernabéu í Madríd. Hann er fastamaður í enska A-landsliðinu, hefur spilað 24 leiki og skorað eitt mark. @BellinghamJude #HeyJude pic.twitter.com/Fm1Pw3brEs— Real Madrid C.F. (@realmadriden) June 14, 2023 Hann verður sjötti karlmaðurinn frá Englandi til að spila fyrir Real. Hinir fimm eru Lauri Cunningham [1979-84], Steve McManaman [1999-2003], David Beckham [2003-07], Michael Owen [2004-05] og Jonathan Woodgate [2004-07]. Þrátt fyrir ungan aldur verður Spánn þriðja landið sem Bellingham spilar í. Ferill hans hófst hjá Birmingham City í ensku B-deildinni. Þaðan lá leiðin til þýska stórliðsins Borussia Dortmund sumarið 2020 og nú til stórveldisins í Madríd. Fréttin hefur verið uppfærð. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fleiri fréttir Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Sjá meira
Spænska stórveldið hefur fest kaup á enska ungstirninu fyrir 88,5 milljónir punda [15,5 milljarða íslenskra króna]. Vitað var að Bellingham væri á förum frá Borussia Dortmund í sumar og undanfarið hefur allt bent til þess að Real Madríd yrði fyrir valinu. Það hefur nú verið staðfest en á samfélagsmiðlum félagsins má sjá tilvitnun í lagið Hey Jude með Bítlunum áður en Bellingham er boðinn velkominn. Take a sad song and make it better. — Real Madrid C.F. (@realmadriden) June 14, 2023 Heildarverð leikmannsins gæti endað í 115 milljónum punda [20 milljörðum íslenskra króna] fari svo að Bellingham uppfylli öll árangurstengd ákvæði í samningi sínum við Real. Það myndi gera hann að dýrasti Englendingi sögunnar og næstdýrasta leikmanni Real frá upphafi á eftir Eden Hazard. Bellingham, sem verður tvítugur síðar í mánuðinum, skrifaði undir sex ára samning á Santiago Bernabéu í Madríd. Hann er fastamaður í enska A-landsliðinu, hefur spilað 24 leiki og skorað eitt mark. @BellinghamJude #HeyJude pic.twitter.com/Fm1Pw3brEs— Real Madrid C.F. (@realmadriden) June 14, 2023 Hann verður sjötti karlmaðurinn frá Englandi til að spila fyrir Real. Hinir fimm eru Lauri Cunningham [1979-84], Steve McManaman [1999-2003], David Beckham [2003-07], Michael Owen [2004-05] og Jonathan Woodgate [2004-07]. Þrátt fyrir ungan aldur verður Spánn þriðja landið sem Bellingham spilar í. Ferill hans hófst hjá Birmingham City í ensku B-deildinni. Þaðan lá leiðin til þýska stórliðsins Borussia Dortmund sumarið 2020 og nú til stórveldisins í Madríd. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fleiri fréttir Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Sjá meira