Brasilía mætir Spáni í vináttuleik til að berjast gegn rasisma í garð Vinícius Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. júní 2023 10:00 Vinícius Júnior hefur ítrekað þurft að þola kynþáttafordóma í spænsku úrvalsdeildinni á nýafstöðnu tímabili. Diego Souto/Quality Sport Images/Getty Images Brasilía og Spánn munu mætast í vináttulandsleik í mars á næsta ári þar sem markmiðið verður að berjast gegn kynþáttafordómum sem Vinícius Júnior, leikmaður Real Madrid og brasilíska landsliðsins, hefur þurft að þola á Spáni. Leikurinn mun fara fram á Santiago Bernabéu, heimavelli Real Madrid, en Vinícius mátti ítrekað þola kynþáttafordóma er hann lék með liðinu á nýafstöðnu tímabili. Nýjasta dæmi þess að Vinícius hafi mátt þola kynþáttafordóma í spænsku deildinni kom í leik Real Madrid gegn Valencia þann 21. maí síðastliðinn. Madrídingar töuðu leiknum, 1-0, og Vinícius fékk sig að lokum fullsaddan og gagnrýndi spænsku deildina harðlega í kjölfar leiksins. Leikmaðurinn sagði meðal annars að deildin tilheyrði rasistum og hótaði því að yfirgefa landið. Javier Tebas forseti deildarinnar, svaraði leikmanninum hins vegar fullum hálsi og sagði gagnrýni Vinícius ósanngjarna og að spænska úrvalsdeildin berðist með kjafti og klóm gegn rasisma. Hins vegar hafa sjö verið handteknir á nýafstöðnu tímabili fyrir kynþáttaníð í garð Vinícius, þrír eftir leik Real Madid og Valencia og fjórir í tengslum við að hengja brúðu í líki leikmannsins fram af brú í aðdraganda borgarslags Real og Atlético Madrid í spænska konungsbikarnum í janúar. Vírus sem smánar alla tengda fótbolta Nú hafa þeir Luis Rubiales, forseti spænska knattspyrnusambandsins, og kollegi hans hjá brasilíska knattspyrnusambandinu, Ednaldo Rodrigues, hrundið af stað herferð í baráttunni gegn kynþáttafordómum undir nafninu „One Skin“. „Það er mikilvægt að skilja að við þurfum að geta beitt harðari refsingum ef einhver verður uppvís af því að beita leikmenn kynþáttaníði,“ sagði Rodrigues. „Það er ekki nóg að sekta viðkomandi. Félögin þurfa einnig að taka ábyrgð.“ „Brasilíska knattspyrnusambandið var fyrsta sambandið til að innleiða harðari refsingar í slíkum tilfellum. Refsingar á borð við það að draga stig af liðunum, loka áhorfendastúkum eða setja stuðningsmenn í lífstíðarbann.“ „Við þurfum að leiða herferð um allan heim til að berjast gegn þessum vírus sem smánar alla tengda fótbolta,“ sagði Rodrigues að lokum. Spænski boltinn Kynþáttafordómar Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Sjá meira
Leikurinn mun fara fram á Santiago Bernabéu, heimavelli Real Madrid, en Vinícius mátti ítrekað þola kynþáttafordóma er hann lék með liðinu á nýafstöðnu tímabili. Nýjasta dæmi þess að Vinícius hafi mátt þola kynþáttafordóma í spænsku deildinni kom í leik Real Madrid gegn Valencia þann 21. maí síðastliðinn. Madrídingar töuðu leiknum, 1-0, og Vinícius fékk sig að lokum fullsaddan og gagnrýndi spænsku deildina harðlega í kjölfar leiksins. Leikmaðurinn sagði meðal annars að deildin tilheyrði rasistum og hótaði því að yfirgefa landið. Javier Tebas forseti deildarinnar, svaraði leikmanninum hins vegar fullum hálsi og sagði gagnrýni Vinícius ósanngjarna og að spænska úrvalsdeildin berðist með kjafti og klóm gegn rasisma. Hins vegar hafa sjö verið handteknir á nýafstöðnu tímabili fyrir kynþáttaníð í garð Vinícius, þrír eftir leik Real Madid og Valencia og fjórir í tengslum við að hengja brúðu í líki leikmannsins fram af brú í aðdraganda borgarslags Real og Atlético Madrid í spænska konungsbikarnum í janúar. Vírus sem smánar alla tengda fótbolta Nú hafa þeir Luis Rubiales, forseti spænska knattspyrnusambandsins, og kollegi hans hjá brasilíska knattspyrnusambandinu, Ednaldo Rodrigues, hrundið af stað herferð í baráttunni gegn kynþáttafordómum undir nafninu „One Skin“. „Það er mikilvægt að skilja að við þurfum að geta beitt harðari refsingum ef einhver verður uppvís af því að beita leikmenn kynþáttaníði,“ sagði Rodrigues. „Það er ekki nóg að sekta viðkomandi. Félögin þurfa einnig að taka ábyrgð.“ „Brasilíska knattspyrnusambandið var fyrsta sambandið til að innleiða harðari refsingar í slíkum tilfellum. Refsingar á borð við það að draga stig af liðunum, loka áhorfendastúkum eða setja stuðningsmenn í lífstíðarbann.“ „Við þurfum að leiða herferð um allan heim til að berjast gegn þessum vírus sem smánar alla tengda fótbolta,“ sagði Rodrigues að lokum.
Spænski boltinn Kynþáttafordómar Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Sjá meira