Fá engan strandhjólastól í Holtsfjöru Kristinn Haukur Guðnason skrifar 13. júní 2023 16:29 Strandhjólastóll kostar hátt í milljón krónur. Getty Ísafjarðarbær hefur hafnað því að kaupa sérstakan strandhjólastól fyrir Holtsfjöru í Önundarfirði. Telur bærinn það ekki vera hluta af grunnþjónustunni. Velferðarnefnd Ísafjarðarbæjar tók málið fyrir á fundi sínum þann 8. júní. Hafði sveitarfélaginu borist erindi frá einstaklingi um að þörf væri fyrir strandhjólastól í Holtsfjöru til þess að aðgengi yrði tryggt fyrir alla. Bent var á að Holtsfjara sé vinsælt útivistarsvæði fyrir íbúa Ísafjarðarbæjar og ferðafólk. Reykjavíkurborg hafi tryggt aðgengi fyrir fatlaða að Nauthólsvík með þessum hætti. Strandhjólastóll, með baki sem hægt er að halla og lyftanlegum fótstuðningi, kostar tæplega 970 þúsund krónur. Samkvæmt upplýsingum frá Markaðsstofu Vestfjarða er fegurð Önundarfjarðar einkum Holtsfjöru að þakka. En fjaran er þakin gulleitum skeljasandi. „Heimsókn í Holtsfjöru á góðum sumardegi getur verið eins og að vera á Spáni. Trébryggjan í Holti er einnig einn mest myndaði staður á Vestfjörðum,“ segir á vefsíðu Markaðsstofunnar. Eiga ekki fjöruna Skemmst er frá því að segja að velferðarnefndin hafnaði beiðninni með vísan til þess að þetta væri ekki hluti af grunnþjónustu sem sveitarfélaginu beri að veita. Holtsfjara í Önundarfirði er vinsæll ferðamannastaður en ekki skilgreint útivistarsvæði samkvæmt Ísafjarðarbæ.Markaðsstofa Vestfjarða Í minnisblaði Ísafjarðarbæjar kemur fram að Ísafjarðarbær hafi enga formlega aðkomu að Holtsfjöru, enda ekki eigandi landsins sem fjaran tilheyrir. Þá sé engin aðstaða fyrir hendi, svo sem salerni, geymslur, sturtur eða búningsaðstaða. „Því fellur Holtsfjara ekki undir skilgreint útivistarsvæði,“ segir í minnisblaðinu. Einnig að Holtsfjara sé viðkvæmt varpsvæði fugla og aðgangur ekki leyfður í apríl, maí og fram í júnímánuð. „Ef frekari athugun á að fara fram í tengslum við erindið þarf að liggja fyrir formleg afstaða eigenda um nýtingu á Holtsfjöru og hvort ætlunin sé að útbúa einhvers konar útivistaraðstöðu,“ segir í minnisblaðinu. Ísafjarðarbær Málefni fatlaðs fólks Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Velferðarnefnd Ísafjarðarbæjar tók málið fyrir á fundi sínum þann 8. júní. Hafði sveitarfélaginu borist erindi frá einstaklingi um að þörf væri fyrir strandhjólastól í Holtsfjöru til þess að aðgengi yrði tryggt fyrir alla. Bent var á að Holtsfjara sé vinsælt útivistarsvæði fyrir íbúa Ísafjarðarbæjar og ferðafólk. Reykjavíkurborg hafi tryggt aðgengi fyrir fatlaða að Nauthólsvík með þessum hætti. Strandhjólastóll, með baki sem hægt er að halla og lyftanlegum fótstuðningi, kostar tæplega 970 þúsund krónur. Samkvæmt upplýsingum frá Markaðsstofu Vestfjarða er fegurð Önundarfjarðar einkum Holtsfjöru að þakka. En fjaran er þakin gulleitum skeljasandi. „Heimsókn í Holtsfjöru á góðum sumardegi getur verið eins og að vera á Spáni. Trébryggjan í Holti er einnig einn mest myndaði staður á Vestfjörðum,“ segir á vefsíðu Markaðsstofunnar. Eiga ekki fjöruna Skemmst er frá því að segja að velferðarnefndin hafnaði beiðninni með vísan til þess að þetta væri ekki hluti af grunnþjónustu sem sveitarfélaginu beri að veita. Holtsfjara í Önundarfirði er vinsæll ferðamannastaður en ekki skilgreint útivistarsvæði samkvæmt Ísafjarðarbæ.Markaðsstofa Vestfjarða Í minnisblaði Ísafjarðarbæjar kemur fram að Ísafjarðarbær hafi enga formlega aðkomu að Holtsfjöru, enda ekki eigandi landsins sem fjaran tilheyrir. Þá sé engin aðstaða fyrir hendi, svo sem salerni, geymslur, sturtur eða búningsaðstaða. „Því fellur Holtsfjara ekki undir skilgreint útivistarsvæði,“ segir í minnisblaðinu. Einnig að Holtsfjara sé viðkvæmt varpsvæði fugla og aðgangur ekki leyfður í apríl, maí og fram í júnímánuð. „Ef frekari athugun á að fara fram í tengslum við erindið þarf að liggja fyrir formleg afstaða eigenda um nýtingu á Holtsfjöru og hvort ætlunin sé að útbúa einhvers konar útivistaraðstöðu,“ segir í minnisblaðinu.
Ísafjarðarbær Málefni fatlaðs fólks Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira