Erlent

Aki-Matilda Høegh-Dam sækist eftir for­mennsku í Siumut

Atli Ísleifsson skrifar
HIn 26 ára Aki-Matilda Høegh-Dam var kjörin á danska þingið sem annar fulltrúa Grænlendinga í kosningum árið 2019 og aftur síðla árs 2022.
HIn 26 ára Aki-Matilda Høegh-Dam var kjörin á danska þingið sem annar fulltrúa Grænlendinga í kosningum árið 2019 og aftur síðla árs 2022. Facebook

Hin grænlenska Aki-Matilda Høegh-Dam, sem á sæti á danska þinginu fyrir hönd Grænlands, hefur tilkynnt um framboð sitt til formennsku í flokknum Siumut.

Sermitsiaq greinir frá þessu. Framundan er því formannsslagur en Kim Kielsen, fyrrverandi formaður og fyrrverandi forsætisráðherra, og Erik Jensen, núverandi formaður, hafa báðir tilkynnt um framboð til formennsku.

Siumut á aðild að stjórn Múte Bourup Egede, formanns Inuit Ataqatigiit, ásamt flokknum Naleraq.

Það eru svæðisstjórnir flokksins sem ákveða hver geti formlega boðið sig fram til formennsku í flokknum og miðstjórnar. Hin 26 ára Aki-Matilda Høegh-Dam segist sjálf hafa fengið fjölda áskorana um að bjóða sig fram til formennsku. Hún segist nú vilja gera það, fái hún grænt ljós frá svæðisstjórn.

Aki-Matilda Høegh-Dam var kjörin á danska þingið sem annar fulltrúa Grænlendinga árið 2019 og aftur 2022. Hún vakti nýverið athygli í Danmörku þegar hún neitaði að tala dönsku úr ræðustólnum í danska þinginu og sagðist einungis vilja tjá sig á grænlensku.

Høegh-Dam styður sjálfstæði Grænlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×