UEFA aftur gagnrýnt vegna miðamála og aðstæðna í kringum úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. júní 2023 07:01 Þessir áhorfendur virðast hafa skemmt sér vel en það átti ekki við um alla. Brendan Moran/Getty Images Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, sætir nú gagnrýni vegna hvernig staðið var að málum í kringum úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu karla megin. Er þetta annað árið í röð sem það gerist. Manchester City varð um helgina Evrópumeistari í fyrsta sinn eftir 1-0 sigur á Inter frá Mílanó. Leikurinn fór fram á Atatürk-Ólympíuvellinum í Istanbúl í Tyrklandi. Á leikdegi fóru að berast fregnir af því að stuðningsfólk væri strandað á leið sinni á leikinn, að fólk kæmist ekki inn á völlinn þrátt fyrir að vera með gildan miða og því um líkt. Sama var upp á teningnum þegar Liverpool og Real Madríd mættust í París. Þá greip lögreglan til þeirra ráða að skjóta táragasi á fólk og hlaut hún mikla gagnrýni fyrir sem og UEFA. The Independent greinir frá því að UEFA sæti nú mikilli gagnrýni þar sem „hættulegt kaos“ myndaðist í aðdraganda leiksins. Stuðningfólk beggja liða segir að aðstæðurnar hafi ekki verið eins og best verði á kosið og öryggi þeirra hafi ekki verið tryggt. Stuðningsfólk þurfti að ferðast í smárútu í allt að þrjá tíma án vatns og án þess að komast á klósettið. Lítil sem engin aðstoð eftir leik fyrir eldra fólk eða fólk í hjólastól. Enduðu flest á að þurfa að taka leigubíla sem rukkuðu 30 þúsund íslenskar krónur. Aðeins tveir sölubásar fyrir heila stúku af áhorfendum. Fólk beið í allt að tvo tíma eftir að geta keypt vatn. Minna en 20 klósett á sérstöku áhorfendasvæði þar sem allt að 20 þúsund manns voru. Skipuleggjendur hafa verið gagnrýndir fyrir að halda leik sem þennan á leikvangi sem er jafn illa í stakk búinn við slíkum fjölda eins og raun bar vitni. Völlurinn er staðsettur rúmlega 20 kílómetra frá miðbæ Istanbúl. Situation in Istanbul. 4+ hours until kick-off #UCLFinal pic.twitter.com/DowVOjIEOu— Adriano Del Monte (@adriandelmonte) June 10, 2023 Það var snemma ljóst að mikill flöskuháls myndi myndast þar sem aðeins eru í raun tvær götur sem liggja að vellinum. Báðar leiðir fylltust heilum sex tímum fyrir leik og skildi það fólk eftir strandað á götunni. Þá er lestarkerfi svæðisins í nýrra lagi og í engan veginn undir það búið að þjóna slíkum fjölda og mætti á leikinn. UEFA hefur verið gagnrýnt fyrir að skoða aðstæður ekki betur þar sem úrslitaleikur Meistaradeildarinnar átti að fara fram í Istanbúl bæði 2020 og svo 2021 en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu karla megin á næstu leiktíð fer fram á Wembley í Lundúnum þann 1. júní. Það er ljóst að pressan verður mikil á UEFA að sá leikur fari fram án allra vandræða. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Sjá meira
Manchester City varð um helgina Evrópumeistari í fyrsta sinn eftir 1-0 sigur á Inter frá Mílanó. Leikurinn fór fram á Atatürk-Ólympíuvellinum í Istanbúl í Tyrklandi. Á leikdegi fóru að berast fregnir af því að stuðningsfólk væri strandað á leið sinni á leikinn, að fólk kæmist ekki inn á völlinn þrátt fyrir að vera með gildan miða og því um líkt. Sama var upp á teningnum þegar Liverpool og Real Madríd mættust í París. Þá greip lögreglan til þeirra ráða að skjóta táragasi á fólk og hlaut hún mikla gagnrýni fyrir sem og UEFA. The Independent greinir frá því að UEFA sæti nú mikilli gagnrýni þar sem „hættulegt kaos“ myndaðist í aðdraganda leiksins. Stuðningfólk beggja liða segir að aðstæðurnar hafi ekki verið eins og best verði á kosið og öryggi þeirra hafi ekki verið tryggt. Stuðningsfólk þurfti að ferðast í smárútu í allt að þrjá tíma án vatns og án þess að komast á klósettið. Lítil sem engin aðstoð eftir leik fyrir eldra fólk eða fólk í hjólastól. Enduðu flest á að þurfa að taka leigubíla sem rukkuðu 30 þúsund íslenskar krónur. Aðeins tveir sölubásar fyrir heila stúku af áhorfendum. Fólk beið í allt að tvo tíma eftir að geta keypt vatn. Minna en 20 klósett á sérstöku áhorfendasvæði þar sem allt að 20 þúsund manns voru. Skipuleggjendur hafa verið gagnrýndir fyrir að halda leik sem þennan á leikvangi sem er jafn illa í stakk búinn við slíkum fjölda eins og raun bar vitni. Völlurinn er staðsettur rúmlega 20 kílómetra frá miðbæ Istanbúl. Situation in Istanbul. 4+ hours until kick-off #UCLFinal pic.twitter.com/DowVOjIEOu— Adriano Del Monte (@adriandelmonte) June 10, 2023 Það var snemma ljóst að mikill flöskuháls myndi myndast þar sem aðeins eru í raun tvær götur sem liggja að vellinum. Báðar leiðir fylltust heilum sex tímum fyrir leik og skildi það fólk eftir strandað á götunni. Þá er lestarkerfi svæðisins í nýrra lagi og í engan veginn undir það búið að þjóna slíkum fjölda og mætti á leikinn. UEFA hefur verið gagnrýnt fyrir að skoða aðstæður ekki betur þar sem úrslitaleikur Meistaradeildarinnar átti að fara fram í Istanbúl bæði 2020 og svo 2021 en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu karla megin á næstu leiktíð fer fram á Wembley í Lundúnum þann 1. júní. Það er ljóst að pressan verður mikil á UEFA að sá leikur fari fram án allra vandræða.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Sjá meira