Fótbolti

Sjö Evrópu­meistarar í liði ársins | Rodri leik­maður ársins

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Rodri var magnaður með Manchester City í Meistaradeildinni.
Rodri var magnaður með Manchester City í Meistaradeildinni. EPA-EFE/GEORGI LICOVSKI

Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur opinberað lið ársins í Meistaradeild Evrópu. Þá var tilkynnt hver hefði verið valinn bestur sem og besti ungi leikmaðurinn. Það kemur ekki á óvart að Evrópumeistarar Manchester City á flesta leikmenn í liði ársins.

Manchester City varð á dögunum Evrópumeistari í fyrsta sinn eftir sigur á Inter frá Mílanó í úrslitum. Spænski miðjumaðurinn Rodri skoraði sigurmark leiksins og það vill svo til að hann var besti leikmaður keppninnar að mati nefndar á vegum UEFA.

Rodri er einn af sjö leikmönnum Man City sem voru valdir í lið ársins. Hinir eru Kyle Walker, Rúben Dias, John Stones, Kevin de Bruyne, Bernardo Silva og Erling Braut Håland.

Real Madríd átti tvo leikmenn í liði ársins, markvörðinn Thibaut Courtois og framherjann Vinicíus Junior. Þá átti Inter frá Mílanó tvo leikmenn, miðvörðinn Alessandro Bastoni og [væng]bakvörðinn Federico Dimarco.

Ungi leikmaður ársins komst ekki í lið ársins en Khvicha Kvaratskhelia, framherji Napoli, hlaut nafnbótina þessu sinni. Hann skoraði 2 mörk og gaf 4 stoðsendingar í 9 Meistaradeildarleikjum.

Khvicha Kvaratskhelia vakti mikla athygli á nýafstaðinni leiktíð.Giuseppe Maffia/Getty Images

Tengdar fréttir

Manchester City Evrópumeistari 2023

Manchester City er Evrópumeistari í fyrsta sinn eftir 1-0 sigur á Inter frá Mílanó í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Man City varð þar með annað lið í sögu Englands til að vinna þrennuna.

Marka­skorarinn Rodri: „Draumur að rætast“

Spænski miðjumaðurinn Rodri tryggði Manchester City 1-0 sigur á Inter í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Hann átti erfitt með að lýsa tilfinningunni þegar hann ræddi við blaðamenn að leik loknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×