Þurfa að fara í „veiðiferð“ til að nálgast metan Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 11. júní 2023 16:18 Fyllt á metanbíl Þó nokkur fyrirtæki hafa aukið hlut metanbíla í flota sínum, þar á meðal eru Pósturinn og OR. „Við erum að kljást við það lúxusvandamál að það hefur aldrei verið selt meira af metan heldur en um þessar mundir. Eftirspurnin hefur vaxið umfram það sem við höfum getað framleitt,“ segir Gunnar Dofri Ólafsson upplýsingafulltrúi Sorpu. Vísi hefur fengið ábendingar frá nokkrum eigendum metanbíla sem segja metan hafa verið ófáanlegt undanfarna daga á þeim fjórum dælustöðvum sem eru til staðar á höfuðborgarsvæðinu. Dælustöðvar eru á N1 á Bíldshöfða, Orku-stöðinni við Miklubraut og á Olísstöðvunum í Mjódd og í Álfheimum. Inni á facebookhópnum Metanbílasamfélagið hafa komið upp umræður þar sem meðlimir benda á það sé allur gangur á því hvort metan sé fáanlegt eða ekki á hverri og einni dælustöð. „Tankurinn hálftómur í að verða viku“ Metanbílaeigendur sem Vísir ræddi við segja erfitt að geta ekki verið vissir um hvort metan sé tiltækt eða ekki hverju sinni. „Þetta kemur sér mjög illa. Ég nota metan bifreið í atvinnurekstri, er að reka blómabúðina Reykjavíkurblóm. Bifreiðin gengur aðallega á metani og tankurinn er búinn að vera hálftómur í að verða viku. Er sem betur fer með með lítinn bensíntank á bílnum líka, annars væri bíllinn ónothæfur. Maður heillaðist af metaninu á sínum tíma því það er tiltölulega ódýrt og á að vera umhverfisvænt. Svo það er ekki skemmtilegt að þurfa að keyra bílinn allt í einu á bensíni sem er bæði talsvert dýrara og skaðlegra umhverfinu, auk þess að þurfa að fylla tankinn á næstum hverjum degi,“ segir Haraldur G. Sigfússon. „Þetta snertir mig og okkur þannig að við þurfum að keyra á bensíni í staðinn. Mér finnst lágmark að við fáum daglega fréttir af stöðunni ef einhver vandamál með afgreiðsu metans rofnar. Ég held nú að það séu okkar söluaðillar sem ættu að sjá hag sinn í því að við fáum einhverjar fréttir af vandamálum ef þau eru,“ segir Kolbeinn Guðmundsson. „Ég er þrisvar búinn að fara í Mjóddina og koma að tómum metankofa. Sem notandi metanbíls er núverandi skortur sannarlega ógnvekjandi áskorun og hefur veruleg áhrif á daglegt líf okkar. Þetta snýst ekki aðeins um tímabundið þægindaáfall, heldur bendir það í átt að dýpri, kerfisbundnum málum. Eitt helsta vandamálið er skortur á skýrum og tímamlegum samskiptum frá birgjum og yfirvöldum. Við, sem neytendur, ættum ekki að þurfa að fara í veiðiferð, heimsækja margar eldsneytistöðvar aðeins til að komast að því að þær eru uppiskroppar með metan. Einfalt tilkynningakerfi eða netvettvangur sem veitir lifandi uppfærslur um framboðið gæti sparað okkur tíma, orku og óþarfa gremju,“ segir Ólafur Tröster. Sjá fram á aukna framleiðslu á næstunni Í samtali við Vísi áréttir Gunnar Dofri Ólafsson upplýsingafulltrúi Sorpu engu að síður að þessa stundina sé nægilegt magn af metanbirgðum hjá N1 á Bíldshöfða, Orku-stöðinni við Miklubraut og Olís í Mjódd - en ekki hjá Olís í Álfheimum. Í dag eru tveir stórir metanframleiðendur á Íslandi, Sorpa í Reykjavík og hins vegar Norðurorka á Akureyri. Á síðasta ári framleiddi Sorpa tvær miljónir rúmmetra metangass sem jafngildir orkunni í tveimur milljónum lítra af dísilolíu en á þessu ári er stefnt að því að koma framleiðslunni upp í fjórar milljónir rúmmetra til að svara eftirspurn. Gunnar Dofri segir eftirspurn eftir metan aldrei hafa verið meiri hérlendis.Vísir Aldrei framleitt meira af metani Gunnar Dofri segir eftirspurn eftir metan aldrei hafa verið meiri hérlendis. Upp hafi komið tilfelli þar sem setja hafi þurft afhendingu á metan til Sorphirðunnar í forgang fram yfir einstaka dælustöðvar. „Og það hefur aðeins hikstað á afhendingunni frá okkur til einstakra olíufélaga. Við erum að reyna að halda í við eftirspurnina en á sama tíma höfum við aldrei framleitt meira af metan heldur en nú. Við myndum vilja vera í þeirri stöðu að geta afhent eins mikið og fólk vill, en metan gas er auðvitað ekki það sama og eldsneyti sem kemur með skipum.“ Þá tekur Gunnar Dofri fram að Sorpa sjái fram á aukna framleiðslu á næstu vikum og mánuðum. Á næstunni erum við að fara að bora gassöfnunarholur í urðunarhauginn okkar og þá mun söfnunin og framleiðslan koma til með að aukast.“ Samgöngur Umhverfismál Reykjavík Vistvænir bílar Bílar Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Vísi hefur fengið ábendingar frá nokkrum eigendum metanbíla sem segja metan hafa verið ófáanlegt undanfarna daga á þeim fjórum dælustöðvum sem eru til staðar á höfuðborgarsvæðinu. Dælustöðvar eru á N1 á Bíldshöfða, Orku-stöðinni við Miklubraut og á Olísstöðvunum í Mjódd og í Álfheimum. Inni á facebookhópnum Metanbílasamfélagið hafa komið upp umræður þar sem meðlimir benda á það sé allur gangur á því hvort metan sé fáanlegt eða ekki á hverri og einni dælustöð. „Tankurinn hálftómur í að verða viku“ Metanbílaeigendur sem Vísir ræddi við segja erfitt að geta ekki verið vissir um hvort metan sé tiltækt eða ekki hverju sinni. „Þetta kemur sér mjög illa. Ég nota metan bifreið í atvinnurekstri, er að reka blómabúðina Reykjavíkurblóm. Bifreiðin gengur aðallega á metani og tankurinn er búinn að vera hálftómur í að verða viku. Er sem betur fer með með lítinn bensíntank á bílnum líka, annars væri bíllinn ónothæfur. Maður heillaðist af metaninu á sínum tíma því það er tiltölulega ódýrt og á að vera umhverfisvænt. Svo það er ekki skemmtilegt að þurfa að keyra bílinn allt í einu á bensíni sem er bæði talsvert dýrara og skaðlegra umhverfinu, auk þess að þurfa að fylla tankinn á næstum hverjum degi,“ segir Haraldur G. Sigfússon. „Þetta snertir mig og okkur þannig að við þurfum að keyra á bensíni í staðinn. Mér finnst lágmark að við fáum daglega fréttir af stöðunni ef einhver vandamál með afgreiðsu metans rofnar. Ég held nú að það séu okkar söluaðillar sem ættu að sjá hag sinn í því að við fáum einhverjar fréttir af vandamálum ef þau eru,“ segir Kolbeinn Guðmundsson. „Ég er þrisvar búinn að fara í Mjóddina og koma að tómum metankofa. Sem notandi metanbíls er núverandi skortur sannarlega ógnvekjandi áskorun og hefur veruleg áhrif á daglegt líf okkar. Þetta snýst ekki aðeins um tímabundið þægindaáfall, heldur bendir það í átt að dýpri, kerfisbundnum málum. Eitt helsta vandamálið er skortur á skýrum og tímamlegum samskiptum frá birgjum og yfirvöldum. Við, sem neytendur, ættum ekki að þurfa að fara í veiðiferð, heimsækja margar eldsneytistöðvar aðeins til að komast að því að þær eru uppiskroppar með metan. Einfalt tilkynningakerfi eða netvettvangur sem veitir lifandi uppfærslur um framboðið gæti sparað okkur tíma, orku og óþarfa gremju,“ segir Ólafur Tröster. Sjá fram á aukna framleiðslu á næstunni Í samtali við Vísi áréttir Gunnar Dofri Ólafsson upplýsingafulltrúi Sorpu engu að síður að þessa stundina sé nægilegt magn af metanbirgðum hjá N1 á Bíldshöfða, Orku-stöðinni við Miklubraut og Olís í Mjódd - en ekki hjá Olís í Álfheimum. Í dag eru tveir stórir metanframleiðendur á Íslandi, Sorpa í Reykjavík og hins vegar Norðurorka á Akureyri. Á síðasta ári framleiddi Sorpa tvær miljónir rúmmetra metangass sem jafngildir orkunni í tveimur milljónum lítra af dísilolíu en á þessu ári er stefnt að því að koma framleiðslunni upp í fjórar milljónir rúmmetra til að svara eftirspurn. Gunnar Dofri segir eftirspurn eftir metan aldrei hafa verið meiri hérlendis.Vísir Aldrei framleitt meira af metani Gunnar Dofri segir eftirspurn eftir metan aldrei hafa verið meiri hérlendis. Upp hafi komið tilfelli þar sem setja hafi þurft afhendingu á metan til Sorphirðunnar í forgang fram yfir einstaka dælustöðvar. „Og það hefur aðeins hikstað á afhendingunni frá okkur til einstakra olíufélaga. Við erum að reyna að halda í við eftirspurnina en á sama tíma höfum við aldrei framleitt meira af metan heldur en nú. Við myndum vilja vera í þeirri stöðu að geta afhent eins mikið og fólk vill, en metan gas er auðvitað ekki það sama og eldsneyti sem kemur með skipum.“ Þá tekur Gunnar Dofri fram að Sorpa sjái fram á aukna framleiðslu á næstu vikum og mánuðum. Á næstunni erum við að fara að bora gassöfnunarholur í urðunarhauginn okkar og þá mun söfnunin og framleiðslan koma til með að aukast.“
Samgöngur Umhverfismál Reykjavík Vistvænir bílar Bílar Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira