Innlent

Ís­lendingur ákærður fyrir líkams­á­rás og rán í Dan­mörku

Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar
Fram kemur að Íslendingurinn hafi verið ákærður vegna brotsins. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint.
Fram kemur að Íslendingurinn hafi verið ákærður vegna brotsins. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint. Getty

33 ára Íslendingur var handtekinn vegna líkamsárásar og ráns í dönsku borginni Hróarskeldu þann 8. júní síðastliðinn.

Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglunnar á Mið- og Vestur Sjálandi.

Fram kemur að aðfaranótt 8.júní síðastliðinn hafi borist tilkynning til lögreglunnar frá 37 ára karlmanni sem kvaðst hafa orðið fyrir líkamsárás af hálfu ókunnugs karlamanns á opnu svæði í Ved Ringen hverfinu í Hróarskeldu.

Kvaðst maðurinn hafa verið á gangi í átt að lestarstöð borgarinnar þegar hann mætti árásarmanninum. Fram kemur að árásarmaðurinn hafi barið hann í höfuðið og sparkað í líkama hans áður en hann hvarf á brott, og tók hann derhúfu brotaþolans með sér.

Árásarmaðurinn fannst skömmu síðar skammt frá vettvangi og reyndist vera undir áhrif áfengis. Brotaþolinn var fluttur á slysadeild til aðhlynningar. 

Árásarmaðurinn var fluttur á lögreglustöð og gekkst undir skoðun læknis áður en hann var yfirheyrður. Var honum sleppt að lokunm yfirheyrslum. Hann hefur nú verið ákærður vegna brotsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×