Fernando Torres hámaði í sig súpu í Friðheimum Árni Sæberg skrifar 9. júní 2023 18:28 Tryggvi Örn ásamt sjálfum Fernando Torres. Aðsend Knattspyrnugoðsögnin Fernando Torres er á ferð um landið. Liverpoolmaður sem dýrkar hann og dáir hitti kappann í dag en beið með að nálgast hann þangað til hann var búinn að borða. Tryggvi Örn Gunnarsson, starfsmaður í þróun hjá Kerecis, var ásamt nokkrum vinnufélögum sínum í gróður- og veitingahúsinu Friðheimum í Reykholti þegar hann kom auga á einn af sínum uppáhaldsliverpoolleikmönnum, sjálfan Fernando Torres. Tryggvi Örn segist hafa ákveðið að bíða þangað til kappinn kláraði að borða áður en hann gaf sig á tal við hann. „Hann var svo lengi að borða. Hann borðaði skál eftir skál [af tómatsúpu] og var með fullt borð af mat,“ segir Tryggvi Örn í smtali við Vísi. Þegar hann svo loksins vatt sér að Torres þóttist kappinn ekkert kannast við að vera þekktur, sennilega í von um að ekki myndi myndast röð af vongóðum Púlurum í leit að mynd. Á endanum samþykkti hann þó að stilla sér upp við hlið Tryggva Arnar. Torres gerði garðinn helst frægan með Liverpool en fór síðan til Chelsea, ákvörðun sem margir Púlarar hafa ekki enn fyrirgefið honum. Tryggvi Örn segist þó ekki erfa félagskiptin við Torres, enda hafi hann lítið getað fyrir þá bláklæddu. „Ég hefði samt viljað að fimmtíu milljónunum [punda] hefði verið varið í einhvern annan en Andy Carroll,“ segir Tryggvi Örn. Torres lauk ferlinum svo í Japan þar sem hann lék með Sagan Tosu í eitt ár. Nú starfar hann sem þjálfari U-19 liðs Atletico Madrid í heimalandinu, þar sem hann hóf ferilinn. Íslandsvinir Ferðamennska á Íslandi Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Fleiri fréttir Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Sjá meira
Tryggvi Örn Gunnarsson, starfsmaður í þróun hjá Kerecis, var ásamt nokkrum vinnufélögum sínum í gróður- og veitingahúsinu Friðheimum í Reykholti þegar hann kom auga á einn af sínum uppáhaldsliverpoolleikmönnum, sjálfan Fernando Torres. Tryggvi Örn segist hafa ákveðið að bíða þangað til kappinn kláraði að borða áður en hann gaf sig á tal við hann. „Hann var svo lengi að borða. Hann borðaði skál eftir skál [af tómatsúpu] og var með fullt borð af mat,“ segir Tryggvi Örn í smtali við Vísi. Þegar hann svo loksins vatt sér að Torres þóttist kappinn ekkert kannast við að vera þekktur, sennilega í von um að ekki myndi myndast röð af vongóðum Púlurum í leit að mynd. Á endanum samþykkti hann þó að stilla sér upp við hlið Tryggva Arnar. Torres gerði garðinn helst frægan með Liverpool en fór síðan til Chelsea, ákvörðun sem margir Púlarar hafa ekki enn fyrirgefið honum. Tryggvi Örn segist þó ekki erfa félagskiptin við Torres, enda hafi hann lítið getað fyrir þá bláklæddu. „Ég hefði samt viljað að fimmtíu milljónunum [punda] hefði verið varið í einhvern annan en Andy Carroll,“ segir Tryggvi Örn. Torres lauk ferlinum svo í Japan þar sem hann lék með Sagan Tosu í eitt ár. Nú starfar hann sem þjálfari U-19 liðs Atletico Madrid í heimalandinu, þar sem hann hóf ferilinn.
Íslandsvinir Ferðamennska á Íslandi Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Fleiri fréttir Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Sjá meira