Frakkar hylla „bakpokahetju“ fyrir að bjarga börnum Samúel Karl Ólason skrifar 9. júní 2023 14:51 Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hitti í dag Henri, sem stendur beint á móti forsetanum, og hefur verið hylltur sem hetja. Á hægri hönd hans er svo Youssouf, sem særðist lítillega en hann reyndi að stöðva árásarmanninn. AP/Denis Balibouse Maður sem var í pílagrímsferð í Annecy í Frakklandi hefur verið hylltur sem hetja eftir að hann barðist gegn manni sem stakk fjögur börn og tvo eldri menn í almenningsgarði í borginni í gær. Maðurinn heitir Henri, er 24 ára gamall og hefur verið lýst sem „bakpokahetju“. Hann var nærri garðinum í Annecy í gær þar sem árásin var gerð og sagðist hafa séð manninn ráðast á börn í barnavagni á meðan móðir þeirra reyndi að skýla þeim. Henri stökk til og veittist að árásarmanninum og er hann sagður hafa komið í veg fyrir að fleiri börn voru stungin. Í frétt Le Parisien segir að Henri hafi rekið árásarmanninn frá garðinum og haldið honum uppteknum þar til lögregluþjóna bar að garði. Þeir skutu árásarmanninn í fótinn og handtóku hann. „Ég fór eftir eðlisávísun minni, ég brást við eins og hvaða Frakki sem er hefði gert,“ sagði Henri. „Ég gerði það sem ég gat til að verja þá sem minna mega sín.“ Henri er í pílagrímsferð um Frakkland. Hann lagði gangandi af stað þann 25. mars og ætlar að ganga milli dómkirkja í Frakklandi. Hann telur tilviljun ekki hafa ráðið því að hann hafi verið við garðinn í Annecy. Í spilaranum hér að neðan má sjá viðtal við Henri, sem er á frönsku, en yfir viðtalinu er sýnt myndefni af því þegar hann tókst á við árásarmanninn í Annecy. Henri, le «héros au sac à dos» : «J'ai agi instinctivement. Pour moi, c'était impensable de rester à rien faire» dans #HDPros pic.twitter.com/0F5fZjtxYe— CNEWS (@CNEWS) June 9, 2023 Tvö af börnunum fjórum sem árásarmaðurinn stakk eru enn í alvarlegu ástandi. Eitt barnanna er frá Bretlandi og annað frá Hollandi en yngsta barnið er 22 mánaða gamalt og það elsta er þriggja ára. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, heimsótti Annecy í dag og fór meðal annars á sjúkrahús þar sem hann hitti börnin særðu, samkvæmt frétt France24. Vita enn ekki tilefnið Tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir en árásarmaðurinn 31 eins árs gamall Sýrlendingur sem, heitir Abdalmasih H, og hefur stöðu flóttamanns í Svíþjóð. Hann skildi nýverið við konu í Svíþjóð en þar hafði hann búið í um tíu ár. Hann hafði einnig sótt um hæli í Sviss, Ítalíu og Frakklandi. Árásarmaðurinn er sagður hafa öskrað: „Í nafni Jesú Krists,“ er hann var í garðinum og var hann með kross um hálsinn. Hnífurinn sem hann notaði var um tíu sentímetra langur. France24 hefur eftir saksóknara frá Annecy að ekki sé talið að maðurinn hafi ætlað sér að fremja hryðjuverk og að árásarmaðurinn hafi ekki verið undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Anthony Le Tallec, fyrrverandi fótboltamaður sem spilaði meðal annars fyrir Liverpool, var að hlaupa í garðinum þegar árásin var gerð. Hann sagði fjölmiðlum að árásarmaðurinn hefði reynt að ráðast á alla. Le Tallec hljóp undan árásarmanninum og segir að þá hafi hann ráðist á eldri mann og konu og stungið manninn. Hér að neðan má sjá frekara myndefni frá Annecy. Frakkland Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Hann var nærri garðinum í Annecy í gær þar sem árásin var gerð og sagðist hafa séð manninn ráðast á börn í barnavagni á meðan móðir þeirra reyndi að skýla þeim. Henri stökk til og veittist að árásarmanninum og er hann sagður hafa komið í veg fyrir að fleiri börn voru stungin. Í frétt Le Parisien segir að Henri hafi rekið árásarmanninn frá garðinum og haldið honum uppteknum þar til lögregluþjóna bar að garði. Þeir skutu árásarmanninn í fótinn og handtóku hann. „Ég fór eftir eðlisávísun minni, ég brást við eins og hvaða Frakki sem er hefði gert,“ sagði Henri. „Ég gerði það sem ég gat til að verja þá sem minna mega sín.“ Henri er í pílagrímsferð um Frakkland. Hann lagði gangandi af stað þann 25. mars og ætlar að ganga milli dómkirkja í Frakklandi. Hann telur tilviljun ekki hafa ráðið því að hann hafi verið við garðinn í Annecy. Í spilaranum hér að neðan má sjá viðtal við Henri, sem er á frönsku, en yfir viðtalinu er sýnt myndefni af því þegar hann tókst á við árásarmanninn í Annecy. Henri, le «héros au sac à dos» : «J'ai agi instinctivement. Pour moi, c'était impensable de rester à rien faire» dans #HDPros pic.twitter.com/0F5fZjtxYe— CNEWS (@CNEWS) June 9, 2023 Tvö af börnunum fjórum sem árásarmaðurinn stakk eru enn í alvarlegu ástandi. Eitt barnanna er frá Bretlandi og annað frá Hollandi en yngsta barnið er 22 mánaða gamalt og það elsta er þriggja ára. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, heimsótti Annecy í dag og fór meðal annars á sjúkrahús þar sem hann hitti börnin særðu, samkvæmt frétt France24. Vita enn ekki tilefnið Tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir en árásarmaðurinn 31 eins árs gamall Sýrlendingur sem, heitir Abdalmasih H, og hefur stöðu flóttamanns í Svíþjóð. Hann skildi nýverið við konu í Svíþjóð en þar hafði hann búið í um tíu ár. Hann hafði einnig sótt um hæli í Sviss, Ítalíu og Frakklandi. Árásarmaðurinn er sagður hafa öskrað: „Í nafni Jesú Krists,“ er hann var í garðinum og var hann með kross um hálsinn. Hnífurinn sem hann notaði var um tíu sentímetra langur. France24 hefur eftir saksóknara frá Annecy að ekki sé talið að maðurinn hafi ætlað sér að fremja hryðjuverk og að árásarmaðurinn hafi ekki verið undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Anthony Le Tallec, fyrrverandi fótboltamaður sem spilaði meðal annars fyrir Liverpool, var að hlaupa í garðinum þegar árásin var gerð. Hann sagði fjölmiðlum að árásarmaðurinn hefði reynt að ráðast á alla. Le Tallec hljóp undan árásarmanninum og segir að þá hafi hann ráðist á eldri mann og konu og stungið manninn. Hér að neðan má sjá frekara myndefni frá Annecy.
Frakkland Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira