Lögmaður beinir spjótum að Páleyju í kjölfar sýknudóms Kristinn Haukur Guðnason skrifar 8. júní 2023 23:13 Hólmgeir segist efast um að sams konar ákæra hefði litið dagsins ljós hjá lögreglustjórum annars staðar á landinu. Lögmaður konu sem sýknuð var fyrir umsáturseinelti gegn Örnu McClure, lögfræðingi Samherja, segist efast um að slík ákæra hefði birst annars staðar á landinu. Málið sé dapurt í alla staði. Hólmgeir Elías Flosason, lögmaður konu sem var ákærð fyrir umsáturseinelti gagnvart Örnu McClure, segir Héraðsdóm Norðurlands eystra hafa staðið í fæturna og komist að því augljósa í dómi sem féll um miðjan maí. Vísir greindi frá dóminum fyrr í kvöld. Fyrrverandi eiginkona Páls Steingrímssonar, skipstjóra Samherja, var sýknuð í öllum kæruliðum. En hún var meðal annars sökuð um að hafa hringt í Örnu og sakað hana um framhjáhald með Páli, hringt dyrasíma á heimili Örnu en ekki gert vart við sig þegar svarað var og að hafa sett útprentaðar fjölmiðlaumfjallanir um samskipti Örnu og fleiri við Pál í póstkassa hjá fólki tengdu Örnu. Var konan sökuð um að hafa brotið 232. grein hegningarlaga, lið a, sem fjallar um umsáturseinelti. Dapurt mál í alla staði „Ákvæði 232. gr. a. almennra hegningarlaga um umsáturseinelti er ekki ætlað að vernda fólk fyrir einhverju sem er leiðinlegt og óþægilegt, óháð því hver á í hlut,“ segir Hólmgeir Elías á Facebook síðu sinni í kvöld. Beinir hann spjótum sínum að Páleyju Bergþórsdóttur, lögreglustjóra á Norðurlandi eystra. „Einstaklega dapurt mál í alla staði, en ég efa það að samskonar ákæra hefði litið dagsins ljós hjá lögreglustjórum annars staðar á landinu,“ segir Hólmgeir Elías. Dómsmál Lögreglan Tengdar fréttir Sýknuð af því að beita Örnu McClure umsáturseinelti Fyrrverandi eiginkona Páls Steingrímssonar skipstjóra Samherja var í síðasta mánuði sýknuð af því að hafa beitt Örnu McClure, lögfræðingi Samherja, umsáturseinelti. Einkaréttarkröfu Örnu gegn henni var vísað frá dómi. 8. júní 2023 18:27 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Sjá meira
Hólmgeir Elías Flosason, lögmaður konu sem var ákærð fyrir umsáturseinelti gagnvart Örnu McClure, segir Héraðsdóm Norðurlands eystra hafa staðið í fæturna og komist að því augljósa í dómi sem féll um miðjan maí. Vísir greindi frá dóminum fyrr í kvöld. Fyrrverandi eiginkona Páls Steingrímssonar, skipstjóra Samherja, var sýknuð í öllum kæruliðum. En hún var meðal annars sökuð um að hafa hringt í Örnu og sakað hana um framhjáhald með Páli, hringt dyrasíma á heimili Örnu en ekki gert vart við sig þegar svarað var og að hafa sett útprentaðar fjölmiðlaumfjallanir um samskipti Örnu og fleiri við Pál í póstkassa hjá fólki tengdu Örnu. Var konan sökuð um að hafa brotið 232. grein hegningarlaga, lið a, sem fjallar um umsáturseinelti. Dapurt mál í alla staði „Ákvæði 232. gr. a. almennra hegningarlaga um umsáturseinelti er ekki ætlað að vernda fólk fyrir einhverju sem er leiðinlegt og óþægilegt, óháð því hver á í hlut,“ segir Hólmgeir Elías á Facebook síðu sinni í kvöld. Beinir hann spjótum sínum að Páleyju Bergþórsdóttur, lögreglustjóra á Norðurlandi eystra. „Einstaklega dapurt mál í alla staði, en ég efa það að samskonar ákæra hefði litið dagsins ljós hjá lögreglustjórum annars staðar á landinu,“ segir Hólmgeir Elías.
Dómsmál Lögreglan Tengdar fréttir Sýknuð af því að beita Örnu McClure umsáturseinelti Fyrrverandi eiginkona Páls Steingrímssonar skipstjóra Samherja var í síðasta mánuði sýknuð af því að hafa beitt Örnu McClure, lögfræðingi Samherja, umsáturseinelti. Einkaréttarkröfu Örnu gegn henni var vísað frá dómi. 8. júní 2023 18:27 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Sjá meira
Sýknuð af því að beita Örnu McClure umsáturseinelti Fyrrverandi eiginkona Páls Steingrímssonar skipstjóra Samherja var í síðasta mánuði sýknuð af því að hafa beitt Örnu McClure, lögfræðingi Samherja, umsáturseinelti. Einkaréttarkröfu Örnu gegn henni var vísað frá dómi. 8. júní 2023 18:27