Innlent

Bein út­sending: 200 þúsund tonn af tæki­færum

Atli Ísleifsson skrifar
Guðlaugur Þór Þórðarson er umhverfis- orku- og loftslagsráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson er umhverfis- orku- og loftslagsráðherra. Vísir/Vilhelm

Starfshópur sem falið var að leggja fram tillögur um hvernig flýta megi innleiðingu hringrásarhagkerfis mun kynna niðurstöður sínar á fundi sem hefst klukkan 15.

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, skipaði starfshópinn síðasta haust.

Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins segir að starfshópurinn hafi skilað ráðherra tillögum sínum „200 þúsund tonn af tækifærum“ um aðgerðir til koma verkefnum sem tengjast hringrásarhagkerfinu af stað.

„Heiti kynningarinnar vísar til þess að við vinnu sína kortlagði hópurinn um 200 þúsund tonn úrgangi sem hefur hingað til verið urðaður, en sem breyta má í verðmæti og draga þannig úr sóun.“

Hægt verður að fylgjast með kynningunni í spilaranum að neðan. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×