Fótbolti

Fyrirliði Fiorentina fékk gat á hausinn eftir að glasi var kastað í hann

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Það blæddi hressilega úr Christiano Biraghi, fyrirliða Fiorentina, í leiknum gegn West Ham United.
Það blæddi hressilega úr Christiano Biraghi, fyrirliða Fiorentina, í leiknum gegn West Ham United. getty/Thomas Eisenhuth

Cristiano Biraghi, fyrirliði Fiorentina, fékk gat á hausinn eftir að stuðningsmenn West Ham United köstuðu glösum í hann á úrslitaleik Sambandsdeildar Evrópu í gær.

West Ham hafði betur, 1-2 og vann þar með sinn fyrsta titil í 43 ár. Jarrod Bowen skoraði sigurmarkið undir lok leiks.

Nokkrir stuðningsmenn West Ham urðu sér til skammar þegar þeir köstuðu bjórglösum í Biraghi þegar hann tók hornspyrnu í leiknum.

Biraghi fékk gat á hausinn og blóðið lak niður hálsinn á honum eins og sjá má á myndinni hér fyrir ofan. Hann gat þó haldið leik áfram eftir að gert hafði verið að sárum hans.

Eftir atvikið bað vallarþulur áhorfendur um að hætta að henda hlutum inn á völlinn. Nokkrir leikmenn West Ham biðluðu einnig til stuðningsmanna sinna að hætta þessu.

Declan Rice, fyrirliði West Ham, biður stuðningsmenn liðsins að hætta að kasta hlutum inn á völlinn.getty/Jay Barratt

West Ham fordæmdi seinna athæfi þessara stuðningsmanna og lofaði að setja þá í heimaleikjabann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×