„Þetta er þvílík vanvirðing fyrir þessa stétt“ Bjarki Sigurðsson skrifar 7. júní 2023 19:31 Frá samskiptum mótmælenda við framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, Arnar Þór Sævarsson. Vísir/Vilhelm Fjölmenn mótmæli fóru fram við húsnæði Sambands íslenskra sveitarfélaga í morgun. Mótmælin voru skipulögð af foreldrum sem voru orðnir langþreyttir á deilu sambandsins við BSRB. Framkvæmdastjóri sambandsins mætti á mótmælin en orð hans til mótmælenda féllu í grýttan jarðveg. Mótmælin voru skipulögð af þremur mæðrum úr Hveragerði sem neyðast allar til að vera heima með börnin sín vegna verkfalla starfsmanna BSRB. Þær ákváðu að taka málin í eigin hendur en um tvö hundruð manns, ýmist starfsmenn í verkfalli og foreldrar, mættu með þeim að mótmæla. Kröfðust þær og aðrir gestir að Samband íslenskra sveitarfélaga áttaði sig á verðmæti starfsmannanna sem eru í verkfalli. „Ófaglærðir leikskólastarfsmenn mæta á hverjum degi með bros á vör og það forusta sem þeir gera er að mæta misjafnlega upplögðum börnum á leikskóla með brosi, kurteisi og hlýju. Þetta eru starfsmenn sem hugga börnin okkar, skipta á bleyjum, gefa þeim að borða, svæfa þau, kenna þeim muninn á réttu og röngu, kenna þeim litina, tölurnar, stafina. Þau þurrka tárin. Passa að þeim líði vel en fyrst og fremst eru þau til staðar,“ sagði Ester María Ragnarsdóttir er hún ávarpaði fundinn. „Hvað ertu með í laun?“ Arnar Þór Sævarsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga, mætti út af skrifstofu sinni til að fylgjast með mótmælunum. Átti hann í samræðum við skipuleggjendur mótmælanna en höfðu þær ekki miklar mætur á því sem framkvæmdastjórinn hafði að segja. „Það þýðir ekki alltaf að fela sig á bak við „Ég er sammála, ég er sammála,“ og „Við þurfum að semja, við þurfum að semja.“ Við erum foreldrar. Við erum mannfólk. Hvað ert þú með í laun?“ sagði Ester við Arnar. „Við þurfum bara að semja,“ svaraði Arnar. „Hvað ertu með í laun?“ spurði Ester aftur. „Við þurfum að klára samninga,“ svaraði Arnar. „Þetta er ekki flókið, svaraðu spurningunni. Hvað ertu með í laun? Þú ert með allt of mikið í laun og þetta er þvílík vanvirðing fyrir þessa stétt. Sveitarfélögin væru ekkert án þessa fólks. Við komumst ekki í vinnu. Ef við komumst ekki í vinnu þá bitnar það á fleirum,“ sagði Ester þegar Arnar sleppti því aftur að svara spurningu hennar. „Ég er sammála, við þurfum að klára að semja. Það er það sem við þurfum að gera. Málið er hjá ríkissáttasemjara,“ sagði Arnar. „Þá skaltu bara fara upp að semja,“ sagði Ester að lokum. „Ég skora á báða málsaðila að klára og semja og gera það sem hraðast,“ sagði Arnar svo við alla fundargesti. Ekki búið að boða til fundar Síðasti fundur samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga fór fram í gær en var honum slitið eftir klukkutíma viðræður. Formaður BSRB sagði í samtali við fréttastofu í gær að samninganefndirnar hafi í raun færst fjær hvorri annarri. Ekki er búið að boða til nýs fundar í deilunni. Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Sjá meira
Mótmælin voru skipulögð af þremur mæðrum úr Hveragerði sem neyðast allar til að vera heima með börnin sín vegna verkfalla starfsmanna BSRB. Þær ákváðu að taka málin í eigin hendur en um tvö hundruð manns, ýmist starfsmenn í verkfalli og foreldrar, mættu með þeim að mótmæla. Kröfðust þær og aðrir gestir að Samband íslenskra sveitarfélaga áttaði sig á verðmæti starfsmannanna sem eru í verkfalli. „Ófaglærðir leikskólastarfsmenn mæta á hverjum degi með bros á vör og það forusta sem þeir gera er að mæta misjafnlega upplögðum börnum á leikskóla með brosi, kurteisi og hlýju. Þetta eru starfsmenn sem hugga börnin okkar, skipta á bleyjum, gefa þeim að borða, svæfa þau, kenna þeim muninn á réttu og röngu, kenna þeim litina, tölurnar, stafina. Þau þurrka tárin. Passa að þeim líði vel en fyrst og fremst eru þau til staðar,“ sagði Ester María Ragnarsdóttir er hún ávarpaði fundinn. „Hvað ertu með í laun?“ Arnar Þór Sævarsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga, mætti út af skrifstofu sinni til að fylgjast með mótmælunum. Átti hann í samræðum við skipuleggjendur mótmælanna en höfðu þær ekki miklar mætur á því sem framkvæmdastjórinn hafði að segja. „Það þýðir ekki alltaf að fela sig á bak við „Ég er sammála, ég er sammála,“ og „Við þurfum að semja, við þurfum að semja.“ Við erum foreldrar. Við erum mannfólk. Hvað ert þú með í laun?“ sagði Ester við Arnar. „Við þurfum bara að semja,“ svaraði Arnar. „Hvað ertu með í laun?“ spurði Ester aftur. „Við þurfum að klára samninga,“ svaraði Arnar. „Þetta er ekki flókið, svaraðu spurningunni. Hvað ertu með í laun? Þú ert með allt of mikið í laun og þetta er þvílík vanvirðing fyrir þessa stétt. Sveitarfélögin væru ekkert án þessa fólks. Við komumst ekki í vinnu. Ef við komumst ekki í vinnu þá bitnar það á fleirum,“ sagði Ester þegar Arnar sleppti því aftur að svara spurningu hennar. „Ég er sammála, við þurfum að klára að semja. Það er það sem við þurfum að gera. Málið er hjá ríkissáttasemjara,“ sagði Arnar. „Þá skaltu bara fara upp að semja,“ sagði Ester að lokum. „Ég skora á báða málsaðila að klára og semja og gera það sem hraðast,“ sagði Arnar svo við alla fundargesti. Ekki búið að boða til fundar Síðasti fundur samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga fór fram í gær en var honum slitið eftir klukkutíma viðræður. Formaður BSRB sagði í samtali við fréttastofu í gær að samninganefndirnar hafi í raun færst fjær hvorri annarri. Ekki er búið að boða til nýs fundar í deilunni.
„Það þýðir ekki alltaf að fela sig á bak við „Ég er sammála, ég er sammála,“ og „Við þurfum að semja, við þurfum að semja.“ Við erum foreldrar. Við erum mannfólk. Hvað ert þú með í laun?“ sagði Ester við Arnar. „Við þurfum bara að semja,“ svaraði Arnar. „Hvað ertu með í laun?“ spurði Ester aftur. „Við þurfum að klára samninga,“ svaraði Arnar. „Þetta er ekki flókið, svaraðu spurningunni. Hvað ertu með í laun? Þú ert með allt of mikið í laun og þetta er þvílík vanvirðing fyrir þessa stétt. Sveitarfélögin væru ekkert án þessa fólks. Við komumst ekki í vinnu. Ef við komumst ekki í vinnu þá bitnar það á fleirum,“ sagði Ester þegar Arnar sleppti því aftur að svara spurningu hennar. „Ég er sammála, við þurfum að klára að semja. Það er það sem við þurfum að gera. Málið er hjá ríkissáttasemjara,“ sagði Arnar. „Þá skaltu bara fara upp að semja,“ sagði Ester að lokum. „Ég skora á báða málsaðila að klára og semja og gera það sem hraðast,“ sagði Arnar svo við alla fundargesti.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Sjá meira