„Þetta er að okkar mati möguleg eignaupptaka“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. júní 2023 11:52 Kolbrún Halldórsdóttir er formaður BHM. BHM Heildarsamtök launafólks skoða nú hvort tilefni sé til að höfða mál gegn ríkinu vegna skerðingar sem tekur gildi hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins um næstu mánaðamót. Kolbrún Halldórsdóttir, sem er nýtekin við sem formaður BHM, sagði í viðtali um málið í Bítinu í morgun þetta mál hafi lengi verið til umræðu og að fólk hefði vitað að skerðingar á lífeyri væru yfirvofandi meðal annars vegna hækkandi lífaldurs íslensku þjóðarinnar. „Þetta er bara mjög þungt og erfitt mál og varðar svo ótrúlega stóran hóp fólks,“ sagði Kolbrún. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var sagt frá Gísla B. Árnasyni, fyrrverandi rannsóknarlögreglumanni og lífeyrisþega, sem ætlaði sér ekki að taka skerðingunum þegjandi og hljóðalaust og hefur ákveðið að höfða mál gegn ríkinu. Hann fór á eftirlaun í desember 2022 og er einn af þeim sem lífeyrisþegum sem sér nú fram á 4,1 prósenta skerðingu. Hlusta má á viðtalið við Kolbrúnu Halldórsdóttur, formann BHM í heild sinni að neðan. Um næstu mánaðamót kemur til framkvæmda skerðing á lífeyrisréttindum sjóðsfélaga LSR. Skerðingin nemur að meðaltali 9,9 prósentum. Sem dæmi þá nemur skerðingin rúmum 12 prósentum hjá sjóðsfélaga sem er 25 ára en 6,6 prósentum hjá sjóðsfélaga sem er sextugur. Með lagabreytingu 2017, sem þessi breyting hvílir á, var sett inn ríkisábyrgð fyrir allra elsta hópinn, þannig mun ekkert breytast hjá 83 prósent, það er að segja þeirra sem taka lífeyri í dag. Þrátt fyrir að lengi hafi verið vitað í hvað stefndi brá fólki þegar tilkynnt var um skerðingarnar sem verða að meðaltali 9,9 prósent. „Þetta er rosalegt. Þetta er alveg svakalegt og þetta er, að okkar mati, möguleg eignaupptaka,“ segir Kolbrún en allt frá því að LSR tilkynnti um að skerðingarnar kæmu til framkvæmda hafa fjölmargir velt fyrir sér hvort stéttarfélögin muni láta reyna á lögmæti fyrir dómstólum landsins. Höfðaði mál Kennarasamband Íslands höfðaði mál gegn ríkinu vegna lagabreytinga um lífeyrissjóði opinberra starfsmanna árið 2017 en Landsréttur vísaði því frá vegna þess að ekki var hægt að sýna fram á skaða því skerðingarnar höfðu þá ekki tekið gildi. Staðan mun, eins og gefur að skilja, breytast um næstu mánaðamót. Kolbrún var spurð hvort reynt verði lá lögmæti skerðingarinnar í ljósi þessara vendinga. „Nú erum við […] heildarsamtökin í samráði um að hvað gert verði og það er eitt af því sem er til skoðunar og tekin verður ákvörðun um.“ Málið keyrt í gegn Kolbrún var spurð hvort nóg hafi verið gert til að reyna að sporna gegn skerðingunum en hún svaraði því til að málið hafi verið keyrt í gegn. „Þótt öll heildarsamtök launafólks hafi sett hælana niður frá fyrsta degi þá er bara skriðþunginn í málinu þannig að þetta hefur bara verið keyrt áfram,“ segir Kolbrún. Lífeyrissjóðir Eldri borgarar Stéttarfélög Kjaramál Tengdar fréttir Ætlar að höfða mál gegn ríkinu vegna skerðingar á lífeyrisréttindum Lífeyrisþegi ætlar að höfða mál gegn ríkinu vegna skerðingar á lífeyrisréttindum sjóðfélaga Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins sem kemur til framkvæmda um næstu mánaðarmót. Formaður Kennarasambands Íslands segir nauðsynlegt að kanna hvort skerðingin standist lög. 5. júní 2023 21:31 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
„Þetta er bara mjög þungt og erfitt mál og varðar svo ótrúlega stóran hóp fólks,“ sagði Kolbrún. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var sagt frá Gísla B. Árnasyni, fyrrverandi rannsóknarlögreglumanni og lífeyrisþega, sem ætlaði sér ekki að taka skerðingunum þegjandi og hljóðalaust og hefur ákveðið að höfða mál gegn ríkinu. Hann fór á eftirlaun í desember 2022 og er einn af þeim sem lífeyrisþegum sem sér nú fram á 4,1 prósenta skerðingu. Hlusta má á viðtalið við Kolbrúnu Halldórsdóttur, formann BHM í heild sinni að neðan. Um næstu mánaðamót kemur til framkvæmda skerðing á lífeyrisréttindum sjóðsfélaga LSR. Skerðingin nemur að meðaltali 9,9 prósentum. Sem dæmi þá nemur skerðingin rúmum 12 prósentum hjá sjóðsfélaga sem er 25 ára en 6,6 prósentum hjá sjóðsfélaga sem er sextugur. Með lagabreytingu 2017, sem þessi breyting hvílir á, var sett inn ríkisábyrgð fyrir allra elsta hópinn, þannig mun ekkert breytast hjá 83 prósent, það er að segja þeirra sem taka lífeyri í dag. Þrátt fyrir að lengi hafi verið vitað í hvað stefndi brá fólki þegar tilkynnt var um skerðingarnar sem verða að meðaltali 9,9 prósent. „Þetta er rosalegt. Þetta er alveg svakalegt og þetta er, að okkar mati, möguleg eignaupptaka,“ segir Kolbrún en allt frá því að LSR tilkynnti um að skerðingarnar kæmu til framkvæmda hafa fjölmargir velt fyrir sér hvort stéttarfélögin muni láta reyna á lögmæti fyrir dómstólum landsins. Höfðaði mál Kennarasamband Íslands höfðaði mál gegn ríkinu vegna lagabreytinga um lífeyrissjóði opinberra starfsmanna árið 2017 en Landsréttur vísaði því frá vegna þess að ekki var hægt að sýna fram á skaða því skerðingarnar höfðu þá ekki tekið gildi. Staðan mun, eins og gefur að skilja, breytast um næstu mánaðamót. Kolbrún var spurð hvort reynt verði lá lögmæti skerðingarinnar í ljósi þessara vendinga. „Nú erum við […] heildarsamtökin í samráði um að hvað gert verði og það er eitt af því sem er til skoðunar og tekin verður ákvörðun um.“ Málið keyrt í gegn Kolbrún var spurð hvort nóg hafi verið gert til að reyna að sporna gegn skerðingunum en hún svaraði því til að málið hafi verið keyrt í gegn. „Þótt öll heildarsamtök launafólks hafi sett hælana niður frá fyrsta degi þá er bara skriðþunginn í málinu þannig að þetta hefur bara verið keyrt áfram,“ segir Kolbrún.
Lífeyrissjóðir Eldri borgarar Stéttarfélög Kjaramál Tengdar fréttir Ætlar að höfða mál gegn ríkinu vegna skerðingar á lífeyrisréttindum Lífeyrisþegi ætlar að höfða mál gegn ríkinu vegna skerðingar á lífeyrisréttindum sjóðfélaga Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins sem kemur til framkvæmda um næstu mánaðarmót. Formaður Kennarasambands Íslands segir nauðsynlegt að kanna hvort skerðingin standist lög. 5. júní 2023 21:31 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Ætlar að höfða mál gegn ríkinu vegna skerðingar á lífeyrisréttindum Lífeyrisþegi ætlar að höfða mál gegn ríkinu vegna skerðingar á lífeyrisréttindum sjóðfélaga Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins sem kemur til framkvæmda um næstu mánaðarmót. Formaður Kennarasambands Íslands segir nauðsynlegt að kanna hvort skerðingin standist lög. 5. júní 2023 21:31