Að vera sauðfjárbóndi er best í heimi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. júní 2023 20:31 Sigríður Heiðmundsdóttir, sauðfjárbóndi á Kaldbak á Rangárvöllum, sem segir best í heimi að vera sauðfjárbóndi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íslensku sauðkindinni er gert hátt undir höfði á eina Sauðfjársetri landsins, sem er í Sævangi við Steingrímsfjörð. Sauðfjárbóndi á Suðurlandi segir það að vera fjárbóndi sé það er bara best í heimi. Magnús Hlynur fræddi okkur um allt það helsta um sauðfjárrækt og stemminguna í kringum kindurnar í þætti sínum „Mig langar að vita“ á Stöð 2 í kvöld. Það er alltaf gaman að koma við á Sauðfjársetrinu á Ströndum í Sævangi en það er glæsilegt setur, sem fagnaði 20 ára afmæli á síðasta ári. En af hverju er verið að gera sauðkindinni svona hátt undir höfði á safninu ? „Okkur finnst hún bara eiga það skilið að henni sé gert hátt undir höfði. Á þessu svæði er mikill sauðfjárbúskapur, mikið af bændum og okkur fannst bara skemmtilegt og tilefni til að lyfta þeim aðeins upp og setja upp þessa sýningu um sauðfjárbúskapinn,“ segir Dagrún Ósk Jónsdóttir hjá Sauðfjársetrinu á Ströndum. Dagrún Ósk Jónsdóttir hjá Sauðfjársetrinu á Ströndum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Dagur sauðkindarinnar er alltaf haldinn hátíðlegur á Suðurlandi á haustin þar sem verið er að dæma féð. „Það að vera fjárbóndi, það er bara lífið, það er það besta. En þú verður sjálfsagt alltaf að hafa eitthvað annað til þess að lifa af en það að vera fjárbóndi er það er bara best í heimi,“ segir Sigríður Heiðmundsdóttir, sauðfjárbóndi á Kaldbak á Rangárvöllum. En eru kindurnar mismunandi karakterar eða? „Já, já, sumt er alveg snarvitlaust og maður ræður ekkert við það. Ég er að reyna að fara að minnka aðeins féð því eftir því sem maður eldist þá verð ég ekki eins kraftmikil, þess vegna verð ég að hafa féð minna,“ segir Sigríður. Það er fátt skemmtilegra en að fara í réttir á haustin þegar íslenska sauðkindin er annars vegar og góður söngur á eftir hjá fjallmönnum og gestum þeirra eins og er svo áberandi í Tungnaréttum í Bláskógabyggð, þar er alltaf sungið og sungið. Sungið í Tungnaréttum. Þrír bræður frá Kjóastöðum í Biskupstungum eru hér fremst á myndinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Í þætti kvöldsins, „Mig langar að vita“ var fjallað um íslensku sauðkindina frá ýmsum hliðum. Umsjónarmaður þáttanna er Magnús Hlynur Hreiðarsson.Magnús Hlynur Hreiðarsson Landbúnaður Rangárþing ytra Strandabyggð Mig langar að vita Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Sjá meira
Það er alltaf gaman að koma við á Sauðfjársetrinu á Ströndum í Sævangi en það er glæsilegt setur, sem fagnaði 20 ára afmæli á síðasta ári. En af hverju er verið að gera sauðkindinni svona hátt undir höfði á safninu ? „Okkur finnst hún bara eiga það skilið að henni sé gert hátt undir höfði. Á þessu svæði er mikill sauðfjárbúskapur, mikið af bændum og okkur fannst bara skemmtilegt og tilefni til að lyfta þeim aðeins upp og setja upp þessa sýningu um sauðfjárbúskapinn,“ segir Dagrún Ósk Jónsdóttir hjá Sauðfjársetrinu á Ströndum. Dagrún Ósk Jónsdóttir hjá Sauðfjársetrinu á Ströndum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Dagur sauðkindarinnar er alltaf haldinn hátíðlegur á Suðurlandi á haustin þar sem verið er að dæma féð. „Það að vera fjárbóndi, það er bara lífið, það er það besta. En þú verður sjálfsagt alltaf að hafa eitthvað annað til þess að lifa af en það að vera fjárbóndi er það er bara best í heimi,“ segir Sigríður Heiðmundsdóttir, sauðfjárbóndi á Kaldbak á Rangárvöllum. En eru kindurnar mismunandi karakterar eða? „Já, já, sumt er alveg snarvitlaust og maður ræður ekkert við það. Ég er að reyna að fara að minnka aðeins féð því eftir því sem maður eldist þá verð ég ekki eins kraftmikil, þess vegna verð ég að hafa féð minna,“ segir Sigríður. Það er fátt skemmtilegra en að fara í réttir á haustin þegar íslenska sauðkindin er annars vegar og góður söngur á eftir hjá fjallmönnum og gestum þeirra eins og er svo áberandi í Tungnaréttum í Bláskógabyggð, þar er alltaf sungið og sungið. Sungið í Tungnaréttum. Þrír bræður frá Kjóastöðum í Biskupstungum eru hér fremst á myndinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Í þætti kvöldsins, „Mig langar að vita“ var fjallað um íslensku sauðkindina frá ýmsum hliðum. Umsjónarmaður þáttanna er Magnús Hlynur Hreiðarsson.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Landbúnaður Rangárþing ytra Strandabyggð Mig langar að vita Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Sjá meira