„Stefna hátt og spila skemmtilegan körfubolta“ Atli Arason skrifar 3. júní 2023 00:32 Pétur Ingvarsson. vísir/skjáskot/s2 Pétur Ingvarsson, nýráðin þjálfari Keflavíkur, segir að markmið liðsins í vetur verður að spila skemmtilegan körfubolta ásamt því að berjast um alla þá titla sem í boði eru. „Ég væri ekki að ráða mig í þetta nema ég hefði trú á sjálfum mér og liðinu. Ég bý í Hafnarfirði og ég væri ekkert að keyra til Keflavíkur til að þjálfa lið sem hefur ekki áhuga á því að stefna hátt og spila skemmtilegan körfubolta. Þá gæti ég alveg eins gert það annars staðar,“ sagði Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, í samtali við Vísi. „Flestir sem fylgjast með körfubolta vita hver markmið Keflavík eru þannig séð. Ég þarf svo sem ekkert að segja neinum það. Það vita allir að Keflavík setur markið hátt. Mitt markmið er að búa til lið sem getur barist um alla titla, það er það sem ég er að stefna að.“ Pétur var ráðinn til starfa hjá Keflavík í gærkvöldi en er strax kominn á yfirsnúning. „Það eru varla komnir 24 tímar síðan ég skrifaði undir og það er strax nóg að gera. Við erum nánast með enga samningsbundna leikmenn svo það er í nógu að snúast,“ sagði Pétur, sem á verk fyrir höndum í leikmannamálum á næstu dögum en aðeins Halldór Garðar Hermannsson og Arnór Sveinsson eru samningsbundnir Keflavík eins og er. „Liðið er frekar autt eins og er, það gefur mér möguleika til að búa til mitt lið,“ sagði Pétur og bætti við. „Að sjálfsögðu erum við að reyna að fá einhverja leikmenn í hópinn en ef menn ætla að spila hraðan sóknarleik og góðan varnarleik þá getum við ekki bara sett hvern sem er á samning.“ Stuttur aðdragandi Pétur var ekki fyrsta val Keflavíkur en var ekki lengi að svara þegar kallið kom. Pétur Ingvarsson og Magnús Sverrir Þorsteinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur, handsala samninginn.Keflavík „Aðdragandinn af þessu starfi var eitthvað í kringum 48 tíma áður en ég ritaði undir. Þeir voru búnir að reyna að fá Finn [Frey Stefánsson, þjálfara Vals] lengi en svo þegar það gekk ekki upp þá leitaði Keflavík eitthvað annað og heyrðu í mér,“ svaraði Pétur aðspurður út í aðdragandann. Tenging leikstíls Péturs við Keflavíkurliðið er augljós að hans mati. „Það er þessi tenging, hraðinn hjá mér og hraðlestinn og eitthvað svona. Keflavík spilaði hraðan körfubolta í gamla daga og Breiðablik hefur spilað hraðan körfubolta síðustu ár, þannig þetta lág beinast við,“ sagði Pétur. Í fréttatilkynningu Keflvíkinga við ráðningu Péturs var einmitt ritað að verkefnið við að endurvekja Keflavíkurhraðlestina væri formlega hafið. Keflavíkurhraðlestin Aðspurður út í það hvað Pétur ætlaði að gera til að virkja Keflavíkurhraðlestina þá lág hann ekki á svörum. „Leikmenn þurfa að hlusta á mig og spila af krafti í 40 mínútur. Miðað við hvað ég hef verið að láta Breiðablik gera síðustu ár, þá var það lið kannski miklu líkara Keflavíkur hraðlestinni eins og hún var á árum frekar en Keflavík síðustu ár. Það þarf bara að breyta ákveðnum áherslum í æfingum og í leikjum,“ svaraði Pétur, sem ætlar að koma með ýmsar nýjar og ferskar áherslur í leik liðsins. „Við þurfum að vera fljótari í aðgerðir og fljótari í kerfi og inn í eitthvað sem getur gefið þér eitthvað, ásamt árásaragjarni vörn. Ýmsar aðgerðir sem tryggir manni hraðari leik,“ sagði hann. Pingvars boltinn Leikstíll Péturs, stundum kenndur við Pingvars bolta, hraður sóknarleikur og lítill varnarleikur mun taka einhverjum breytingum frá því sem sást hjá Breiðablik. „Vonandi náum við að gera sóknarleikinn eins vel ásamt því að bæta varnarleikinn töluvert frá því sem var þá.“ „Ég er búinn að þjálfa körfubolta í 27 ár og það er ekki eins og ég sé að reyna að láta menn spila enga vörn, ekkert frekar en að lið sem skorar fá stig sé að reyna að spila enga sókn. Menn þurfa bara að reyna sitt besta miðað við þann efnivið sem menn hafa á hverjum tíma. Þetta lág vel við hjá Breiðablik á sínum tíma, ef við ætluðum að ná einhverjum árangri þar, þá urðum við að gera eitthvað öðruvísi en allir aðrir,“ sagði Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur að lokum. Í fyrramálið mun seinni hluti viðtalsins birtast þar sem Pétur fer meðal annars ítarlega yfir leikmannamál hjá Keflavík . Subway-deild karla Keflavík ÍF Tengdar fréttir Pétur kveður Blika og tekur við Keflavík Pétur Ingvarsson hefur verið ráðinn nýr þjálfari Keflavíkur og mun því stýra liðinu í Subway-deild karla í körfubolta á næstu leiktíð. 1. júní 2023 19:10 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Sjá meira
„Ég væri ekki að ráða mig í þetta nema ég hefði trú á sjálfum mér og liðinu. Ég bý í Hafnarfirði og ég væri ekkert að keyra til Keflavíkur til að þjálfa lið sem hefur ekki áhuga á því að stefna hátt og spila skemmtilegan körfubolta. Þá gæti ég alveg eins gert það annars staðar,“ sagði Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, í samtali við Vísi. „Flestir sem fylgjast með körfubolta vita hver markmið Keflavík eru þannig séð. Ég þarf svo sem ekkert að segja neinum það. Það vita allir að Keflavík setur markið hátt. Mitt markmið er að búa til lið sem getur barist um alla titla, það er það sem ég er að stefna að.“ Pétur var ráðinn til starfa hjá Keflavík í gærkvöldi en er strax kominn á yfirsnúning. „Það eru varla komnir 24 tímar síðan ég skrifaði undir og það er strax nóg að gera. Við erum nánast með enga samningsbundna leikmenn svo það er í nógu að snúast,“ sagði Pétur, sem á verk fyrir höndum í leikmannamálum á næstu dögum en aðeins Halldór Garðar Hermannsson og Arnór Sveinsson eru samningsbundnir Keflavík eins og er. „Liðið er frekar autt eins og er, það gefur mér möguleika til að búa til mitt lið,“ sagði Pétur og bætti við. „Að sjálfsögðu erum við að reyna að fá einhverja leikmenn í hópinn en ef menn ætla að spila hraðan sóknarleik og góðan varnarleik þá getum við ekki bara sett hvern sem er á samning.“ Stuttur aðdragandi Pétur var ekki fyrsta val Keflavíkur en var ekki lengi að svara þegar kallið kom. Pétur Ingvarsson og Magnús Sverrir Þorsteinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur, handsala samninginn.Keflavík „Aðdragandinn af þessu starfi var eitthvað í kringum 48 tíma áður en ég ritaði undir. Þeir voru búnir að reyna að fá Finn [Frey Stefánsson, þjálfara Vals] lengi en svo þegar það gekk ekki upp þá leitaði Keflavík eitthvað annað og heyrðu í mér,“ svaraði Pétur aðspurður út í aðdragandann. Tenging leikstíls Péturs við Keflavíkurliðið er augljós að hans mati. „Það er þessi tenging, hraðinn hjá mér og hraðlestinn og eitthvað svona. Keflavík spilaði hraðan körfubolta í gamla daga og Breiðablik hefur spilað hraðan körfubolta síðustu ár, þannig þetta lág beinast við,“ sagði Pétur. Í fréttatilkynningu Keflvíkinga við ráðningu Péturs var einmitt ritað að verkefnið við að endurvekja Keflavíkurhraðlestina væri formlega hafið. Keflavíkurhraðlestin Aðspurður út í það hvað Pétur ætlaði að gera til að virkja Keflavíkurhraðlestina þá lág hann ekki á svörum. „Leikmenn þurfa að hlusta á mig og spila af krafti í 40 mínútur. Miðað við hvað ég hef verið að láta Breiðablik gera síðustu ár, þá var það lið kannski miklu líkara Keflavíkur hraðlestinni eins og hún var á árum frekar en Keflavík síðustu ár. Það þarf bara að breyta ákveðnum áherslum í æfingum og í leikjum,“ svaraði Pétur, sem ætlar að koma með ýmsar nýjar og ferskar áherslur í leik liðsins. „Við þurfum að vera fljótari í aðgerðir og fljótari í kerfi og inn í eitthvað sem getur gefið þér eitthvað, ásamt árásaragjarni vörn. Ýmsar aðgerðir sem tryggir manni hraðari leik,“ sagði hann. Pingvars boltinn Leikstíll Péturs, stundum kenndur við Pingvars bolta, hraður sóknarleikur og lítill varnarleikur mun taka einhverjum breytingum frá því sem sást hjá Breiðablik. „Vonandi náum við að gera sóknarleikinn eins vel ásamt því að bæta varnarleikinn töluvert frá því sem var þá.“ „Ég er búinn að þjálfa körfubolta í 27 ár og það er ekki eins og ég sé að reyna að láta menn spila enga vörn, ekkert frekar en að lið sem skorar fá stig sé að reyna að spila enga sókn. Menn þurfa bara að reyna sitt besta miðað við þann efnivið sem menn hafa á hverjum tíma. Þetta lág vel við hjá Breiðablik á sínum tíma, ef við ætluðum að ná einhverjum árangri þar, þá urðum við að gera eitthvað öðruvísi en allir aðrir,“ sagði Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur að lokum. Í fyrramálið mun seinni hluti viðtalsins birtast þar sem Pétur fer meðal annars ítarlega yfir leikmannamál hjá Keflavík .
Subway-deild karla Keflavík ÍF Tengdar fréttir Pétur kveður Blika og tekur við Keflavík Pétur Ingvarsson hefur verið ráðinn nýr þjálfari Keflavíkur og mun því stýra liðinu í Subway-deild karla í körfubolta á næstu leiktíð. 1. júní 2023 19:10 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Sjá meira
Pétur kveður Blika og tekur við Keflavík Pétur Ingvarsson hefur verið ráðinn nýr þjálfari Keflavíkur og mun því stýra liðinu í Subway-deild karla í körfubolta á næstu leiktíð. 1. júní 2023 19:10