Fótbolti

Góður útisigur Twente í umspilinu

Smári Jökull Jónsson skrifar
Alfons kom ekkert við sögu í dag.
Alfons kom ekkert við sögu í dag. Twente

Twente vann góðan útisigur á Herenveen þegar liðin mættust í fyrri umspilsleik sínum um sæti í Evrópukeppni á næsta ári.

Twente hafnaði í fimmta sæti deildarinnar en Herenveen í því áttunda. Leikurinn í kvöld var fyrri leikur liðanna en liðin mætast á ný á sunnudag.

Twente mun vera í fínni stöðu fyrir heimaleikinn á sunnudag því liðið vann góðan 2-1 útisigur í dag. Vaclav Cerny og Manfred Ugalde skoruðu mörk liðsins í sitt hvorum hálfleiknum en sigurmark Ugalde kom í uppbótartíma.

Alfons Sampsted kom ekkert við sögu hjá Twente í leiknum og sat á varamannabekk liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×