Viðskipti innlent

Út­flutnings­banni á ís­lenskum upp­runa­á­byrgðum af­létt

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Landsneti var gefinn frestur til 1. október til þess að afhenda Evrópusambandi útgefenda upprunaábyrgða skýrslu um sinn hlut í málinu.
Landsneti var gefinn frestur til 1. október til þess að afhenda Evrópusambandi útgefenda upprunaábyrgða skýrslu um sinn hlut í málinu. Vísir/Vilhelm

Evrópusamtök útgefenda upprunaábyrgða (AIB) hafa frá og með morgundeginum aflétt útflutningsbanni á vottorðum vegna íslenskrar raforku, tæpum mánuði eftir að bannið var sett á.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum. Íslenskar orkusölur mega nú selja upprunavottanir á Íslandi á nýjan leik. 

Útflutningsbannið var sett á vegna gruns um að íslenskir stórnotendur raforku hafi brotið reglur um upprunaábyrgðir með því að segjast nýta græna raforku án þess að hafa keypt slíkar ábyrgðir. Vottorðin eru talin um 20 milljarða króna virði á ári. 

Samtökin gáfu Landsneti frest til 1. október til að skila inn skýrslu þar sem tvítalning vottorðanna er metin og hvernig brugðist skal við henni.


Tengdar fréttir

Stöðva út­flutning á upp­runa­á­byrgðum vegna mögu­legra brota

Grunur leikur á að íslenskir stórnotendur raforku hafi brotið reglur um upprunaábyrgðir með því að fullyrða að þeir nýti græna orku án þess að kaupa slíkar ábyrgðir. Útflutningur á upprunaábyrgðum frá Íslandi var stöðvaður í síðustu viku á meðan krafist er útbóta.

Ný græn orku­auð­lind

Enginn neyðist til að kaupa upprunaábyrgð grænnar raforku. Einn kaupir kannski slíka ábyrgð til að taka af öll tvímæli um að hann noti raforku sem unnin er úr endurnýjanlegum auðlindum; annar kaupir upprunaábyrgð af því að hann vill hvetja til enn frekari vinnslu grænnar orku.

Upp­runa­á­byrgðir lækka raf­orku­verð

Kostnaður við nýjar virkjanir hefur hækkað. Þá hækkun má rekja til ýmissa þátta, t.d. hefur orðið töluverð hækkun á aðföngum sem rekja má m.a. til covid-faraldursins og stríðsins í Úkraínu. Önnur ástæða er að hagkvæmustu virkjanakostir hafa þegar verið nýttir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×