Tannlækningar í Budapest — varúð! Einar Steingrímsson skrifar 1. júní 2023 09:01 Margir Íslendingar hafa leitað sér tannlækninga erlendis, enda oft miklu ódýrara en á Íslandi. Ég gerði það hjá Íslensku klíníkinni í Budapest (ÍK), og tel ástæðu til að segja frá reynslu minni af því, í þeirri von að forða öðrum frá þeim mistökum sem ég tel mig (og klíníkina) hafa gert. Hér í lokin set ég nokkrar ráðleggingar sem hefði komið sjálfum mér vel að hugleiða áður en ég fór í þessar aðgerðir. Þegar ég mætti á staðinn, í september í fyrra, fór ég í gegnum ítarlega skoðun tannlæknis, með röntgen- og þrívíddarmyndum. Ég hafði reiknað með að þurfa nokkra tannplanta og nokkrar krónur auk hugsanlega smærri viðgerða. Planið sem mér var kynnt eftir skoðunina var mun umfangsmeira, nefnilega að dregnar skyldu átta tennur, ég fengi sex tannplanta, þrjá í hvorn góm, og síðan krónur (og brýr) á allar tennur sem eftir yrðu, 24 talsins. Hér hefði ég átt að staldra við, því þótt tannlæknar mínir síðustu árin á undan hefðu talað um að einn endajaxl ætti að draga höfðu þeir aldrei nefnt að aðrar tennur þyrfti að fjarlægja. En þar sem ég taldi enga ástæðu til að efast um mat tannlækna ÍK, og fagnaði því að fá tannplanta í báða góma sem myndu minnka álag á aðrar tennur, ákvað ég að fylgja því plani sem lagt var til. Strax í upphafi urðu næstum alvarleg mistök, því þótt tannlæknirinn sem gerði planið hefði upphaflega talið að draga ætti fleiri tennur var því plani síðan breytt, því við nánari skoðun kom í ljós að ein þeirra tanna var í nógu góðu ásigkomulagi til að fá að vera. Það reyndist afdrifaríkur munur, því þetta var aftasta tönn sem fékk að lifa öðrum megin í efri góm, og án hennar hefði verið miklu minna hald í því sem eftir varð. Þegar kom að (fyrri) tanndrættinum var það annar tannlæknir sem framkvæmdi hann. Hann sagði að það ætti að draga fjórar tennur. Ég spurði hann þá hvaða tennur hann ætlaði að draga, og hann taldi þær upp, þar á meðal þá sem búið var að ákveða að ætti að fá að lifa, öfugt við fyrsta planið. Ég benti honum á að því hefði verið breytt. Hefði ég ekki lagt á minnið hvað átti að gera, og passað mig að spyrja áður en aðgerðin hófst, hefði þessi tönn verið dregin, sem hefði verið afar slæmt. Þegar búið var að draga þær tennur sem áttu að fara, og slípa niður tennur í efri góm sem síðar átti að setja krónur á, var sett bráðabirgðabrú yfir þær allar. Hún átti að endast í a.m.k. fjóra mánuði, því fyrr mátti ekki halda aðgerðum áfram; gómarnir þyrftu að jafna sig áður en tannplantar væru settir í kjálkabeinin. Bráðabirgðabrúin losnaði hins vegar í desember, rúmum þrem mánuðum síðar, í nokkrum pörtum. Ég var erlendis, en svo heppinn að ég fann strax tannlækni sem gat límt þetta aftur á sinn stað. Ég gerði mér ekki mikla rellu út af því, enda planið að fara skömmu síðar til Budapest í áframhaldandi aðgerðir. Þegar ég kom svo í janúar átti bara að setja upp tannplantana sex, og síðan bíða í sex mánuði eftir að greri kringum þá. En það fór á annan veg, því mér var tjáð að kjálkabeinið í efri góm hefði hopað svo að ekki væri hægt að setja í það tannplanta; beinið væri of veikburða til þess, og að vitað væri að svona hop ætti sér stundum stað. Í staðinn gæti ég fengið dýran "fastan" góm til að bæta fyrir þær tennur sem vantaði, þar á meðal tvær tennur sem dregnar höfðu verið með það fyrir augum að setja tannplanta í staðinn. Nokkru síðar sýndi ég tannlækni mínum á Íslandi röntgenmyndirnar sem teknar voru í Budapest í september áður en nokkuð hafði verið gert, og bað um álit á því hvaða tennur þyrfti að draga, miðað við það sem myndirnar sýndu, og hvað væri mögulegt að gera til að laga ástandið almennt. Ég sýndi tannlækninum sem sagt bara myndirnar sem teknar höfðu verið áður en hafist var handa, og sagði ekki frá því að neitt væri búið að gera. Hann sagði strax, án þess ég spyrði um það, að það væri mjög hæpið að hægt væri að setja tannplanta í efri góm, vegna þess hve kjálkabeinið væri þunnt. Þá rifjaðist líka upp fyrir mér það sem ég hafði, illu heilli, gleymt, að við þrívíddarskönnun í Skotlandi til að kanna möguleika á tannplöntum nokkrum árum áður var mér sagt að ekki væri víst að hægt yrði að setja tannplanta í efri góm, vegna þess hve beinið væri veikburða. Það virðist því ljóst að tannlæknar ÍK í Budapest hefðu átt að sjá að það væri a.m.k. alls ekki öruggt að hægt yrði að setja tannplanta í efri góm, eins og þó var planað. Hefði mér verið sagt það hefði ég aldrei fallist á að dregnar yrðu tennur sem ekki þurfti að draga, vitandi að þeim yrði hugsanlega fórnað til að setja í staðinn góm, en ekki tannplanta, því augljóslega er betra að vera með eigin tennur, þótt þær myndu e.t.v. ekki endast nema nokkur ár, en góm. Þarna tel ég að ÍK hafi brugðist illilega, með því að gera mér ekki grein fyrir því hver áhættan væri, og með því að bjóða bara upp á eitt, afar umfangsmikið plan, í stað þess að leggja upp fleiri möguleika, þ.á.m. að fara hægar í sakirnar, byrja á því sem ekki hefði í för með sér hættu á óafturkræfri veikingu, og sjá svo til með framhaldið. Það er rétt að endurtaka hér að tannlæknar mínir síðustu árin, bæði í Skotlandi og á Íslandi, höfðu aldrei talið ástæðu til að fjarlægja tvær þeirra tanna sem tannplantar áttu að koma í staðinn fyrir, sem ekki var svo hægt að setja. Áður en ég fór frá Budapest í janúar var svo gerð ný bráðabirgðabrú yfir tennurnar í efri góm, sem átti að halda þar til ég kæmi næst, sem átti að vera í fyrsta lagi fjórum mánuðum síðar. Innan við mánuði síðar losnaði þessi brú alveg, þótt ég hefði, eftir að hafa misst slíka brú í desember, farið mjög varlega með allt sem ég tuggði. Ég skrifaði ÍK tölvupóst, sagði frá þessu, og spurði hvað ég ætti að gera. Svarið sem ég fékk var stutt: SællSendi þetta á tannlækniTannlæknastofa Kópavogs hefur verið að líma bráðabirgða brýr en þær eru ekki í ábyrgð[undirskrift]" Með öðrum orðum, „þú gætir prófað að tala við tannlæknastofu í Kópavogi, en við tökum enga ábyrgð á þessari vinnu okkar, svo við ætlum ekkert að gera í málinu.“ Ég hef ekki reynt að kynna mér hvaða reglur gætu gilt í ESB-löndum um ábyrgð á tannlæknaverkum, en óháð því hvað stendur í smáa letrinu finnst mér þetta forkastanleg afstaða, bæði hvað varðar ábyrgðina og viðmótið gagnvart viðskiptavini sem lendir í vandræðum vegna þess sem erfitt er að sjá sem annað en alvarleg mistök. Þegar ég spurði af hverju planað hefði verið að láta mig vera með svona bráðabirgðabrú í allt að tíu mánuði, og í fjóra mánuði eftir janúarheimsóknina — þrátt fyrir þessa reynslu, og þá staðreynd að þegar brúin losnaði í desember fór með hluti af tönn sem gerði undirstöður brúarinnar ennþá veikari — var svarið að það væri sjaldgæft að svona bráðabirgðabrýr héldu ekki, það gerðist í 1-2% tilfella. Sé það rétt eru það furðulegir viðskiptahættir að taka ekki ábyrgð á vinnunni, þegar af því ætti að hljótast afar lítill aukakostnaður fyrir ÍK. Eins væri skynsamlegt fyrir klíníkina að vera einfaldlega með samninga við íslenska tannlækna um að taka slíkar viðgerðir að sér fyrir þann fjölda viðskiptavina frá Íslandi sem sækir til þeirra. Það kostaði mig á endanum yfir 70.000 ISK að láta endurlíma þessar brýr (sem þurfti að gera þrisvar, því ég hafði ekki fengið ábendinguna um Kópavog fyrr en eftir að ég var búinn að fara til annars tannlæknis sem notaði bráðabirgðalím, enda fékk ég ekki að vita fyrr en þrem dögum síðar að tannlæknir ÍK ráðlagði að nota varanlegra lím). Það er líka athyglisvert að endurlímingin í Kópavogi entist í rúma tvo mánuði, meira en tvöfalt lengur en upphaflega límingin hjá ÍK í janúar. Fyrir utan það sem ég tel hafa verið afar alvarleg mistök, að draga tennur sem hætta var á að ekki yrði hægt að setja tannplanta í staðinn fyrir, þá finnst mér vægast sagt furðulegt að ætla að hafa bráðabirgðabrú yfir margar tennur í allt að tíu mánuði, frekar en að bjóða a.m.k. upp á að ganga frá krónum á þær tennur miklu fyrr. Auk ofangreinds var líka ráðlagt í upphafi að ég fengi lausa góma til að nota þar til allt væri frágengið. Þeir kostuðu rúmlega 150 þúsund krónur og pössuðu illa, enda var vegna bólgu eftir tannúrdrátt ekki hægt að stilla þá nákvæmlega af. Síðar, þegar ég spurði tannlækninn, var mér sagt að það væri alls ekki nauðsynlegt að nota þessa góma. Hefði ég vitað það hefði ég aldrei fallist á að taka þá, enda fannst mér engin þörf fyrir þá. Í plönunum sem mér voru kynnt var alltaf talað um stakar krónur á hverja tönn. Það var ekki fyrr en síðasta aðgerðalotan var hafin sem mér varð ljóst að setja átti heila brú yfir allar tennur í efri góm, og þrjár þriggja tanna brýr í neðri góm. Ég hef enga ástæðu til að ætla að þetta hafi ekki verið besta lausnin, en það er villandi að kynna það ekki frá upphafi, auk þess sem ég hefði ekki getað fengið ráðgjöf annarra tannlækna um þetta á réttum forsendum, hefði ég leitað álits á planinu. Annað sem ég er ósáttur við er verðlagningin á svona umfangsmiklum aðgerðum sem planaðar eru, í mínu tilfelli meðal annars að setja krónur á 20 tennur. Það kostar augljóslega miklu minni vinnu per tönn að setja fimm eða tíu krónur í sömu manneskjuna en að setja eina krónu í fimm eða tíu manns. Það kostar líka miklu minni vinnu að draga fimm tennur á einu bretti úr einni manneskju en eina tönn úr fimm manns, og sama gildir um að setja marga tannplanta í eina manneskju samanborið við einn í margar. En þegar ég spurði hvort ekki fengist magnafsláttur á svona umfangsmiklum aðgerðum var svarið þvert nei. Meira að segja er rukkað fyrir heila brú yfir allar tennur í efri góm eins og um væri að ræða staka krónu á hverja tönn sem þar er undir. Þannig er ljóst að þeir viðskiptavinir sem kaupa umfangsmestu og dýrustu aðgerðapakkana, oft upp á fleiri milljónir, borga hlutfallslega miklu meira fyrir vinnuna við hverja tönn en þau sem bara þurfa fáar aðgerðir. Það er furðulegir viðskiptahættir. Það sem ég tel að þyrfti að bæta er eftirfarandi; tannlæknar ÍK eru jú sérfræðingarnir sem eiga að geta veitt ítarlega ráðgjöf, en erfitt fyrir viðskiptavini að gera sér grein fyrir hvað sé nauðsynlegt og hvað mögulegt: Að gera viðskiptavinum grein fyrir ef ekki er öruggt að hægt verði að framfylgja þeim plönum sem gerð verða, alveg sérstaklega ef þau fela í sér úrdrátt á tönnum sem ekki er nauðsynlegt að draga. Að bjóða upp á fleiri plön en eitt þegar um umfangsmiklar aðgerðir er að ræða; það virðist ósennilegt að þegar lagðar eru til aðgerðir á tíu tönnum eða fleiri sé bara ein skynsamleg leið að því marki. Að gera vandlega grein fyrir því að bráðabirgðaviðgerðir sem ekki er tekin ábyrgð á geti leitt til meiriháttar vandræða og óþæginda, og engrar aðstoðar sé að vænta frá ÍK í þeim efnum. Að gefa magnafslátt af verkum sem augljóslega kosta klíníkina miklu minni vinnu hlutfallslega en minni háttar aðgerðir. Þeim sem hyggja á tannlækningar erlendis myndi ég ráðleggja þrennt: Að leita ráðgjafar hjá fleiri en einni stofu áður en farið er í viðamiklar aðgerðir. Mér skilst að m.a.s. í Budapest séu fleiri stofur sem bjóði upp á ókeypis fyrstu skoðun og aðgerðaplan. Að fá líka ráðgjöf áður hjá tannlækni heima sem þekkir vel tannheilsu viðkomandi, ekki síst varðandi hvaða tennur þurfi að draga, hverjar væri skynsamlegt að draga og hverjar er ástæðulaust að draga, og hvaða möguleikar séu á tannplöntum í ljósi ástands kjálkabeina. Að spyrja hvort ekki séu mögulegar fleiri en ein leið, og alveg sérstaklega hvort hægt væri að gera hlutina í nokkrum áföngum (án þess þurfi að treysta á bráðabirgðalausnir á milli) ef lagðar eru til umfangsmiklar aðgerðir. Ég hef enga ástæðu til að efast um gæði þeirra verka sem unnin eru hjá ÍK (fyrir utan þetta með bráðabirgðabrúna), svo vel má vera að klíníkin sé góður kostur fyrir fólk sem ekki þarf á mjög umfangsmiklum aðgerðum að halda. Hins vegar er ég sem sagt ekki sáttur við hvernig staðið var að í mínu tilfelli, mjög óánægður með viðmótið sem sýnt var þegar bráðabirgðabrúin losnaði, og mjög ósáttur við að sitja uppi með dýran góm í stað þess að vera enn með tvær tennur sem ekki hefði þurft að draga. Höfundur er stærðfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tannheilsa Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Sjá meira
Margir Íslendingar hafa leitað sér tannlækninga erlendis, enda oft miklu ódýrara en á Íslandi. Ég gerði það hjá Íslensku klíníkinni í Budapest (ÍK), og tel ástæðu til að segja frá reynslu minni af því, í þeirri von að forða öðrum frá þeim mistökum sem ég tel mig (og klíníkina) hafa gert. Hér í lokin set ég nokkrar ráðleggingar sem hefði komið sjálfum mér vel að hugleiða áður en ég fór í þessar aðgerðir. Þegar ég mætti á staðinn, í september í fyrra, fór ég í gegnum ítarlega skoðun tannlæknis, með röntgen- og þrívíddarmyndum. Ég hafði reiknað með að þurfa nokkra tannplanta og nokkrar krónur auk hugsanlega smærri viðgerða. Planið sem mér var kynnt eftir skoðunina var mun umfangsmeira, nefnilega að dregnar skyldu átta tennur, ég fengi sex tannplanta, þrjá í hvorn góm, og síðan krónur (og brýr) á allar tennur sem eftir yrðu, 24 talsins. Hér hefði ég átt að staldra við, því þótt tannlæknar mínir síðustu árin á undan hefðu talað um að einn endajaxl ætti að draga höfðu þeir aldrei nefnt að aðrar tennur þyrfti að fjarlægja. En þar sem ég taldi enga ástæðu til að efast um mat tannlækna ÍK, og fagnaði því að fá tannplanta í báða góma sem myndu minnka álag á aðrar tennur, ákvað ég að fylgja því plani sem lagt var til. Strax í upphafi urðu næstum alvarleg mistök, því þótt tannlæknirinn sem gerði planið hefði upphaflega talið að draga ætti fleiri tennur var því plani síðan breytt, því við nánari skoðun kom í ljós að ein þeirra tanna var í nógu góðu ásigkomulagi til að fá að vera. Það reyndist afdrifaríkur munur, því þetta var aftasta tönn sem fékk að lifa öðrum megin í efri góm, og án hennar hefði verið miklu minna hald í því sem eftir varð. Þegar kom að (fyrri) tanndrættinum var það annar tannlæknir sem framkvæmdi hann. Hann sagði að það ætti að draga fjórar tennur. Ég spurði hann þá hvaða tennur hann ætlaði að draga, og hann taldi þær upp, þar á meðal þá sem búið var að ákveða að ætti að fá að lifa, öfugt við fyrsta planið. Ég benti honum á að því hefði verið breytt. Hefði ég ekki lagt á minnið hvað átti að gera, og passað mig að spyrja áður en aðgerðin hófst, hefði þessi tönn verið dregin, sem hefði verið afar slæmt. Þegar búið var að draga þær tennur sem áttu að fara, og slípa niður tennur í efri góm sem síðar átti að setja krónur á, var sett bráðabirgðabrú yfir þær allar. Hún átti að endast í a.m.k. fjóra mánuði, því fyrr mátti ekki halda aðgerðum áfram; gómarnir þyrftu að jafna sig áður en tannplantar væru settir í kjálkabeinin. Bráðabirgðabrúin losnaði hins vegar í desember, rúmum þrem mánuðum síðar, í nokkrum pörtum. Ég var erlendis, en svo heppinn að ég fann strax tannlækni sem gat límt þetta aftur á sinn stað. Ég gerði mér ekki mikla rellu út af því, enda planið að fara skömmu síðar til Budapest í áframhaldandi aðgerðir. Þegar ég kom svo í janúar átti bara að setja upp tannplantana sex, og síðan bíða í sex mánuði eftir að greri kringum þá. En það fór á annan veg, því mér var tjáð að kjálkabeinið í efri góm hefði hopað svo að ekki væri hægt að setja í það tannplanta; beinið væri of veikburða til þess, og að vitað væri að svona hop ætti sér stundum stað. Í staðinn gæti ég fengið dýran "fastan" góm til að bæta fyrir þær tennur sem vantaði, þar á meðal tvær tennur sem dregnar höfðu verið með það fyrir augum að setja tannplanta í staðinn. Nokkru síðar sýndi ég tannlækni mínum á Íslandi röntgenmyndirnar sem teknar voru í Budapest í september áður en nokkuð hafði verið gert, og bað um álit á því hvaða tennur þyrfti að draga, miðað við það sem myndirnar sýndu, og hvað væri mögulegt að gera til að laga ástandið almennt. Ég sýndi tannlækninum sem sagt bara myndirnar sem teknar höfðu verið áður en hafist var handa, og sagði ekki frá því að neitt væri búið að gera. Hann sagði strax, án þess ég spyrði um það, að það væri mjög hæpið að hægt væri að setja tannplanta í efri góm, vegna þess hve kjálkabeinið væri þunnt. Þá rifjaðist líka upp fyrir mér það sem ég hafði, illu heilli, gleymt, að við þrívíddarskönnun í Skotlandi til að kanna möguleika á tannplöntum nokkrum árum áður var mér sagt að ekki væri víst að hægt yrði að setja tannplanta í efri góm, vegna þess hve beinið væri veikburða. Það virðist því ljóst að tannlæknar ÍK í Budapest hefðu átt að sjá að það væri a.m.k. alls ekki öruggt að hægt yrði að setja tannplanta í efri góm, eins og þó var planað. Hefði mér verið sagt það hefði ég aldrei fallist á að dregnar yrðu tennur sem ekki þurfti að draga, vitandi að þeim yrði hugsanlega fórnað til að setja í staðinn góm, en ekki tannplanta, því augljóslega er betra að vera með eigin tennur, þótt þær myndu e.t.v. ekki endast nema nokkur ár, en góm. Þarna tel ég að ÍK hafi brugðist illilega, með því að gera mér ekki grein fyrir því hver áhættan væri, og með því að bjóða bara upp á eitt, afar umfangsmikið plan, í stað þess að leggja upp fleiri möguleika, þ.á.m. að fara hægar í sakirnar, byrja á því sem ekki hefði í för með sér hættu á óafturkræfri veikingu, og sjá svo til með framhaldið. Það er rétt að endurtaka hér að tannlæknar mínir síðustu árin, bæði í Skotlandi og á Íslandi, höfðu aldrei talið ástæðu til að fjarlægja tvær þeirra tanna sem tannplantar áttu að koma í staðinn fyrir, sem ekki var svo hægt að setja. Áður en ég fór frá Budapest í janúar var svo gerð ný bráðabirgðabrú yfir tennurnar í efri góm, sem átti að halda þar til ég kæmi næst, sem átti að vera í fyrsta lagi fjórum mánuðum síðar. Innan við mánuði síðar losnaði þessi brú alveg, þótt ég hefði, eftir að hafa misst slíka brú í desember, farið mjög varlega með allt sem ég tuggði. Ég skrifaði ÍK tölvupóst, sagði frá þessu, og spurði hvað ég ætti að gera. Svarið sem ég fékk var stutt: SællSendi þetta á tannlækniTannlæknastofa Kópavogs hefur verið að líma bráðabirgða brýr en þær eru ekki í ábyrgð[undirskrift]" Með öðrum orðum, „þú gætir prófað að tala við tannlæknastofu í Kópavogi, en við tökum enga ábyrgð á þessari vinnu okkar, svo við ætlum ekkert að gera í málinu.“ Ég hef ekki reynt að kynna mér hvaða reglur gætu gilt í ESB-löndum um ábyrgð á tannlæknaverkum, en óháð því hvað stendur í smáa letrinu finnst mér þetta forkastanleg afstaða, bæði hvað varðar ábyrgðina og viðmótið gagnvart viðskiptavini sem lendir í vandræðum vegna þess sem erfitt er að sjá sem annað en alvarleg mistök. Þegar ég spurði af hverju planað hefði verið að láta mig vera með svona bráðabirgðabrú í allt að tíu mánuði, og í fjóra mánuði eftir janúarheimsóknina — þrátt fyrir þessa reynslu, og þá staðreynd að þegar brúin losnaði í desember fór með hluti af tönn sem gerði undirstöður brúarinnar ennþá veikari — var svarið að það væri sjaldgæft að svona bráðabirgðabrýr héldu ekki, það gerðist í 1-2% tilfella. Sé það rétt eru það furðulegir viðskiptahættir að taka ekki ábyrgð á vinnunni, þegar af því ætti að hljótast afar lítill aukakostnaður fyrir ÍK. Eins væri skynsamlegt fyrir klíníkina að vera einfaldlega með samninga við íslenska tannlækna um að taka slíkar viðgerðir að sér fyrir þann fjölda viðskiptavina frá Íslandi sem sækir til þeirra. Það kostaði mig á endanum yfir 70.000 ISK að láta endurlíma þessar brýr (sem þurfti að gera þrisvar, því ég hafði ekki fengið ábendinguna um Kópavog fyrr en eftir að ég var búinn að fara til annars tannlæknis sem notaði bráðabirgðalím, enda fékk ég ekki að vita fyrr en þrem dögum síðar að tannlæknir ÍK ráðlagði að nota varanlegra lím). Það er líka athyglisvert að endurlímingin í Kópavogi entist í rúma tvo mánuði, meira en tvöfalt lengur en upphaflega límingin hjá ÍK í janúar. Fyrir utan það sem ég tel hafa verið afar alvarleg mistök, að draga tennur sem hætta var á að ekki yrði hægt að setja tannplanta í staðinn fyrir, þá finnst mér vægast sagt furðulegt að ætla að hafa bráðabirgðabrú yfir margar tennur í allt að tíu mánuði, frekar en að bjóða a.m.k. upp á að ganga frá krónum á þær tennur miklu fyrr. Auk ofangreinds var líka ráðlagt í upphafi að ég fengi lausa góma til að nota þar til allt væri frágengið. Þeir kostuðu rúmlega 150 þúsund krónur og pössuðu illa, enda var vegna bólgu eftir tannúrdrátt ekki hægt að stilla þá nákvæmlega af. Síðar, þegar ég spurði tannlækninn, var mér sagt að það væri alls ekki nauðsynlegt að nota þessa góma. Hefði ég vitað það hefði ég aldrei fallist á að taka þá, enda fannst mér engin þörf fyrir þá. Í plönunum sem mér voru kynnt var alltaf talað um stakar krónur á hverja tönn. Það var ekki fyrr en síðasta aðgerðalotan var hafin sem mér varð ljóst að setja átti heila brú yfir allar tennur í efri góm, og þrjár þriggja tanna brýr í neðri góm. Ég hef enga ástæðu til að ætla að þetta hafi ekki verið besta lausnin, en það er villandi að kynna það ekki frá upphafi, auk þess sem ég hefði ekki getað fengið ráðgjöf annarra tannlækna um þetta á réttum forsendum, hefði ég leitað álits á planinu. Annað sem ég er ósáttur við er verðlagningin á svona umfangsmiklum aðgerðum sem planaðar eru, í mínu tilfelli meðal annars að setja krónur á 20 tennur. Það kostar augljóslega miklu minni vinnu per tönn að setja fimm eða tíu krónur í sömu manneskjuna en að setja eina krónu í fimm eða tíu manns. Það kostar líka miklu minni vinnu að draga fimm tennur á einu bretti úr einni manneskju en eina tönn úr fimm manns, og sama gildir um að setja marga tannplanta í eina manneskju samanborið við einn í margar. En þegar ég spurði hvort ekki fengist magnafsláttur á svona umfangsmiklum aðgerðum var svarið þvert nei. Meira að segja er rukkað fyrir heila brú yfir allar tennur í efri góm eins og um væri að ræða staka krónu á hverja tönn sem þar er undir. Þannig er ljóst að þeir viðskiptavinir sem kaupa umfangsmestu og dýrustu aðgerðapakkana, oft upp á fleiri milljónir, borga hlutfallslega miklu meira fyrir vinnuna við hverja tönn en þau sem bara þurfa fáar aðgerðir. Það er furðulegir viðskiptahættir. Það sem ég tel að þyrfti að bæta er eftirfarandi; tannlæknar ÍK eru jú sérfræðingarnir sem eiga að geta veitt ítarlega ráðgjöf, en erfitt fyrir viðskiptavini að gera sér grein fyrir hvað sé nauðsynlegt og hvað mögulegt: Að gera viðskiptavinum grein fyrir ef ekki er öruggt að hægt verði að framfylgja þeim plönum sem gerð verða, alveg sérstaklega ef þau fela í sér úrdrátt á tönnum sem ekki er nauðsynlegt að draga. Að bjóða upp á fleiri plön en eitt þegar um umfangsmiklar aðgerðir er að ræða; það virðist ósennilegt að þegar lagðar eru til aðgerðir á tíu tönnum eða fleiri sé bara ein skynsamleg leið að því marki. Að gera vandlega grein fyrir því að bráðabirgðaviðgerðir sem ekki er tekin ábyrgð á geti leitt til meiriháttar vandræða og óþæginda, og engrar aðstoðar sé að vænta frá ÍK í þeim efnum. Að gefa magnafslátt af verkum sem augljóslega kosta klíníkina miklu minni vinnu hlutfallslega en minni háttar aðgerðir. Þeim sem hyggja á tannlækningar erlendis myndi ég ráðleggja þrennt: Að leita ráðgjafar hjá fleiri en einni stofu áður en farið er í viðamiklar aðgerðir. Mér skilst að m.a.s. í Budapest séu fleiri stofur sem bjóði upp á ókeypis fyrstu skoðun og aðgerðaplan. Að fá líka ráðgjöf áður hjá tannlækni heima sem þekkir vel tannheilsu viðkomandi, ekki síst varðandi hvaða tennur þurfi að draga, hverjar væri skynsamlegt að draga og hverjar er ástæðulaust að draga, og hvaða möguleikar séu á tannplöntum í ljósi ástands kjálkabeina. Að spyrja hvort ekki séu mögulegar fleiri en ein leið, og alveg sérstaklega hvort hægt væri að gera hlutina í nokkrum áföngum (án þess þurfi að treysta á bráðabirgðalausnir á milli) ef lagðar eru til umfangsmiklar aðgerðir. Ég hef enga ástæðu til að efast um gæði þeirra verka sem unnin eru hjá ÍK (fyrir utan þetta með bráðabirgðabrúna), svo vel má vera að klíníkin sé góður kostur fyrir fólk sem ekki þarf á mjög umfangsmiklum aðgerðum að halda. Hins vegar er ég sem sagt ekki sáttur við hvernig staðið var að í mínu tilfelli, mjög óánægður með viðmótið sem sýnt var þegar bráðabirgðabrúin losnaði, og mjög ósáttur við að sitja uppi með dýran góm í stað þess að vera enn með tvær tennur sem ekki hefði þurft að draga. Höfundur er stærðfræðingur.
Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun