Kári um Rúnar Kára: Ein bestu kaup ÍBV í handbolta og fótbolta fyrr og síðar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júní 2023 09:30 Rúnar Kárason fagnar Íslandsmeistaratitlinum með liðsfélögum sínum í leikslok í gærkvöldi. Vísir/Vilhelm Rúnar Kárason og Kári Kristján Kristjánsson voru báðir mættir til strákanna í Seinni bylgjunni eftir oddaleik ÍBV og Hauka í Vestmannaeyjum í gærkvöldi þar sem Eyjamenn tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn. Rúnar Kárason skoraði tíu mörk í leiknum og alls 47 mörk í úrslitaeinvíginu sem er nýtt markamet. Kári var öflugur á línunni en líka í leiðtogahlutverki hjá Eyjamönnum. Rúnar talaði mjög vel um Eyjuna en hann er nú á förum til Fram og kveður því með sögulegri frammistöðu og Íslandsmeistaratitli. Kári aus yfir hann hrósi eftir leikinn og var ánægður hvernig Rúnar kom sér inn í samfélagið í Eyjum. S2 Sport Við gerðum samning okkar á milli „Ég er svo ógeðslega glaður og feginn. Þetta er búið að vera svo erfitt. Við gerðum samning okkar á milli að skilja allt eftir á parketinu í kvöld og ég á ekki neitt eftir,“ sagði Rúnar Kárason. Kári Kristján átti hins vegar mun meira eftir og var til í að spila í klukkutíma í viðbót. „Hérna í dag var aldrei nein spurning, aldrei vafi í mínum huga, að bandalagið var að fara að vera meistari á heimavelli. Það er á hreinu Jóhann Gunnar,“ sagði Kári Kristján Kristjánsson. Rúnar ræddi um móttökurnar sem hann hefur fengið í Vestmannaeyjum og það að honum hafi tekist að enda feril sinn með ÍBV með Íslandsmeistaratitlinum. Búinn að dreyma um þetta „Þetta er það sem mig er búinn að dreyma um persónulega og okkur öllum að klára þetta tímabil með titli. Fyrir mig er það kannski meira móment en fyrir aðra en fyrir Kára er þetta risastórt því það er ekki eins og hann eigi hundrað ár eftir í bransanum. Ég hefði ekki getað skrifað betra handrit sjálfur. Hádramatískt og allt upp á tíu,“ sagði Rúnar. Hvað gerði það fyrir Eyjamenn að fá þessa kanónu til Eyja? „Þetta er lala sign eins og menn segja, ágætis peyi,“ sagði Kári í gríni og hélt svo áfram: Ég hafði heldur betur rangt fyrir mér „Það sem þarf að taka inn í reikninginn er að Rúnar kemur inn í samfélagið Vestmannaeyjar. Það er bara svo fallegt hvernig hann er búinn að mótast og komast inn í samfélagið okkar. Hann er að rífa dokafleka og er í kóngabláum iðnaði. Svo mætir hann og er besti leikmaðurinn á Íslandi,“ sagði Kári. „Ég hélt að Rúnar væri þessi til baka gaur og ætlaði bara að tékka sig inn og tékka sig út. Ég hafði heldur betur rangt fyrir mér. Rúnar Kárason er ein bestu kaup sem ÍBV hefur gert í handbolta og fótbolta fyrr og síðar,“ sagði Kári. Rúnar ræddi líka um markametið og hvernig Kári hjálpaði honum inn í hlutina í Eyjum. Það má sjá allt viðtalið við þá hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Viðtal við Kára Kristján og Rúnar Kára eftir oddaleikinn Olís-deild karla ÍBV Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Fleiri fréttir „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Sjá meira
Rúnar Kárason skoraði tíu mörk í leiknum og alls 47 mörk í úrslitaeinvíginu sem er nýtt markamet. Kári var öflugur á línunni en líka í leiðtogahlutverki hjá Eyjamönnum. Rúnar talaði mjög vel um Eyjuna en hann er nú á förum til Fram og kveður því með sögulegri frammistöðu og Íslandsmeistaratitli. Kári aus yfir hann hrósi eftir leikinn og var ánægður hvernig Rúnar kom sér inn í samfélagið í Eyjum. S2 Sport Við gerðum samning okkar á milli „Ég er svo ógeðslega glaður og feginn. Þetta er búið að vera svo erfitt. Við gerðum samning okkar á milli að skilja allt eftir á parketinu í kvöld og ég á ekki neitt eftir,“ sagði Rúnar Kárason. Kári Kristján átti hins vegar mun meira eftir og var til í að spila í klukkutíma í viðbót. „Hérna í dag var aldrei nein spurning, aldrei vafi í mínum huga, að bandalagið var að fara að vera meistari á heimavelli. Það er á hreinu Jóhann Gunnar,“ sagði Kári Kristján Kristjánsson. Rúnar ræddi um móttökurnar sem hann hefur fengið í Vestmannaeyjum og það að honum hafi tekist að enda feril sinn með ÍBV með Íslandsmeistaratitlinum. Búinn að dreyma um þetta „Þetta er það sem mig er búinn að dreyma um persónulega og okkur öllum að klára þetta tímabil með titli. Fyrir mig er það kannski meira móment en fyrir aðra en fyrir Kára er þetta risastórt því það er ekki eins og hann eigi hundrað ár eftir í bransanum. Ég hefði ekki getað skrifað betra handrit sjálfur. Hádramatískt og allt upp á tíu,“ sagði Rúnar. Hvað gerði það fyrir Eyjamenn að fá þessa kanónu til Eyja? „Þetta er lala sign eins og menn segja, ágætis peyi,“ sagði Kári í gríni og hélt svo áfram: Ég hafði heldur betur rangt fyrir mér „Það sem þarf að taka inn í reikninginn er að Rúnar kemur inn í samfélagið Vestmannaeyjar. Það er bara svo fallegt hvernig hann er búinn að mótast og komast inn í samfélagið okkar. Hann er að rífa dokafleka og er í kóngabláum iðnaði. Svo mætir hann og er besti leikmaðurinn á Íslandi,“ sagði Kári. „Ég hélt að Rúnar væri þessi til baka gaur og ætlaði bara að tékka sig inn og tékka sig út. Ég hafði heldur betur rangt fyrir mér. Rúnar Kárason er ein bestu kaup sem ÍBV hefur gert í handbolta og fótbolta fyrr og síðar,“ sagði Kári. Rúnar ræddi líka um markametið og hvernig Kári hjálpaði honum inn í hlutina í Eyjum. Það má sjá allt viðtalið við þá hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Viðtal við Kára Kristján og Rúnar Kára eftir oddaleikinn
Olís-deild karla ÍBV Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Fleiri fréttir „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Sjá meira