Kári: Bærinn er allur á bakvið okkur Smári Jökull Jónsson skrifar 31. maí 2023 17:51 Kári Kristján Kristjánsson er spenntur fyrir oddaleik kvöldsins. Vísir Kári Kristján Kristjánsson segir eftirvæntingu ríkja hjá Eyjamönnum fyrir leikinn gegn Hakum nú á eftir. Rétt rúm klukkustund er í að flautað verði til leiks í oddaleik ÍBV og Hauka í Olís-deild karla í handknattleik. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport en upphitun hefst núna klukkan 18:00. Einar Kárason blaðamaður Vísis í Vestmannaeyjum hitti Kára Kristján Kristjánsson línumann ÍBV að máli á bryggjunni við Vestmannaeyjahöfn í dag. Kári segir eftirvæntingu ríkja á Heimaey. „Ég verð að viðurkenna að ég er drulluspenntur. Það er geggjað veður og fólkið klárt. Það er eftirvænting, ég segi ekki annað.“ Kári á von á hasar í leiknum í kvöld. „2-2 í einvíginu. við tökum fyrstu tvo leikina, flott hjá okkur. Þriðji leikurinn er vesen og í fjórða leiknum eru þeir bara miklu betri. Svo er fimmti leikurinn í kvöld og ég held að hann verði pínu sérstakur. Hár púls, allar klisjurnar í bókinni og ÍBV verður Íslandsmeistari,“ sagði Kári kokhraustur að vanda. Eyjamenn komust í 2-0 í einvíginu og þeir voru ekki margir sem bjuggust við þessari endurkomu Hauka sem unnu leik fjögur sannfærandi að Ásvöllum á mánudaginn. Kári er þó ekki á því að pressan sé á ÍBV. „Ég myndi nú eiginlega bara frekar spegla það. Vindurinn er svolítið í bakið á þeim með tvo í röð. Mér finnst við vera meira afslappaðri. Við vorum frekar trekktir í leiknum í fyrradag en ég held að lykillinn sé að finna gott spennustig.“ Hann segir ekkert óeðlilegt að fólk setji pressu á lið Eyjamanna. „Auðvitað finnur maður kitl í maganum, við vitum að þetta er leikur fimm og það verða allir að horfa. Bærinn er allur á bakvið okkur, húsið verður fullt og það er önnur helgi framundan þar sem við ætlum að skapa svolítið góða stemmningu. Sjómannadagurinn um helgina og við ætlum að taka það á lofti.“ Allt viðtalið við Kára má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Kára Kristján Kristjánsson Leikur ÍBV og Hauka hefst klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun Seinni bylgjunnar fyrir leikinn hefst klukkan 18:00. Olís-deild karla ÍBV Haukar Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
Rétt rúm klukkustund er í að flautað verði til leiks í oddaleik ÍBV og Hauka í Olís-deild karla í handknattleik. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport en upphitun hefst núna klukkan 18:00. Einar Kárason blaðamaður Vísis í Vestmannaeyjum hitti Kára Kristján Kristjánsson línumann ÍBV að máli á bryggjunni við Vestmannaeyjahöfn í dag. Kári segir eftirvæntingu ríkja á Heimaey. „Ég verð að viðurkenna að ég er drulluspenntur. Það er geggjað veður og fólkið klárt. Það er eftirvænting, ég segi ekki annað.“ Kári á von á hasar í leiknum í kvöld. „2-2 í einvíginu. við tökum fyrstu tvo leikina, flott hjá okkur. Þriðji leikurinn er vesen og í fjórða leiknum eru þeir bara miklu betri. Svo er fimmti leikurinn í kvöld og ég held að hann verði pínu sérstakur. Hár púls, allar klisjurnar í bókinni og ÍBV verður Íslandsmeistari,“ sagði Kári kokhraustur að vanda. Eyjamenn komust í 2-0 í einvíginu og þeir voru ekki margir sem bjuggust við þessari endurkomu Hauka sem unnu leik fjögur sannfærandi að Ásvöllum á mánudaginn. Kári er þó ekki á því að pressan sé á ÍBV. „Ég myndi nú eiginlega bara frekar spegla það. Vindurinn er svolítið í bakið á þeim með tvo í röð. Mér finnst við vera meira afslappaðri. Við vorum frekar trekktir í leiknum í fyrradag en ég held að lykillinn sé að finna gott spennustig.“ Hann segir ekkert óeðlilegt að fólk setji pressu á lið Eyjamanna. „Auðvitað finnur maður kitl í maganum, við vitum að þetta er leikur fimm og það verða allir að horfa. Bærinn er allur á bakvið okkur, húsið verður fullt og það er önnur helgi framundan þar sem við ætlum að skapa svolítið góða stemmningu. Sjómannadagurinn um helgina og við ætlum að taka það á lofti.“ Allt viðtalið við Kára má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Kára Kristján Kristjánsson Leikur ÍBV og Hauka hefst klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun Seinni bylgjunnar fyrir leikinn hefst klukkan 18:00.
Olís-deild karla ÍBV Haukar Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira