Seldi fyrstu nektarmyndina sína til The Weeknd Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 2. júní 2023 07:01 Elli Egilsson er búsettur í Las Vegas en var með sýninguna SAMMÁLA ásamt föður sínum, Agli Eðvarðssyni, í Gallery Port. Vísir/Vilhelm Elli Egilsson er heillaður að kvenlíkamanum sem viðfangsefni í myndlistinni en fyrsta slíka málverkið sem hann seldi fór til ofurstjörnunnar The Weeknd. Elli er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst ásamt föður sínum, Agli Eðvarðssyni, en þeir stóðu saman fyrir sýningunni SAMMÁLA í Gallery Port. Hér má sjá þáttinn í heild sinni: „Ég elska viðbein, rifbein, axlir og hálsinn. Mér finnst rosa gaman að vinna með skugga í þessu,“ segir Elli Egilsson um kvenlíkama verk sín. Hangir í 70 milljón dollara glæsihýsi „Fyrsta málverkið sem ég seldi í þeirri seríu var þegar The Weeknd keypti af mér verk. Við erum búnir að vera félagar í mörg ár, alveg áður en hann varð svona svakalega stór. Við erum einn stór vinahópur.“ Verkið frá Ella hangir inni á skrifstofu heima hjá Weeknd, í 70 milljón dollara glæsihýsi hans í Beverly Hills. The Weeknd er að gefa út nýja sjónvarpsseríu sem ber heitið The Idol og er verkið hans Ella sýnilegt í seríunni og var þeim innblástur. Aðspurður hvort nektin hafi einhvern tíma verið óþægilegt viðfangsefni fyrir honum svarar Elli: „Nei en ég fór ágætlega mjúklega inn í þetta. Eins og þegar ég var að sýna þetta, ég þurfti að fá sjónarhorn og álit frá Maríu eiginkonu minni hvort þetta væri sexual fyrir henni. Á sama tíma veit hún allt ferlið mitt og afhverju ég var að gera þetta. Fyrir mér er þetta 100% bara fegurð.“ View this post on Instagram A post shared by (@elliegilsson) Fríða Nipple Hann segist ekki mála karlmenn þar sem karlmannslíkaminn heillar hann ekki á sama hátt. „Mig langaði bara að tjá það sem mér finnst fallegt. Mér finnst landslag fallegt, mér finnst árfarvegir fallegir, mér finnst snjór fallegur, mér finnst brjóst falleg, mér finnst axlir fallegar. Ég sé engan mun þarna á milli. Ég er alin upp við að fara í Vesturbæjarlaugina með ömmu og mömmu og þær voru berbrjósta. Og það ætti að vera svoleiðis í dag. Ég skýrði eitt verkið mitt Fríða Nipple, því mér finnst þetta svo absúrd dæmi að kvenmenn þurfi að hylja sig að ofan til að fara í sundlaug. Mér finnst þetta crazy.“ Hægt er að horfa á fleiri þætti af Kúnst hér. Þættirnir KÚNST með Dóru Júlíu rannsaka hinar ýmsu víddir listsköpunar, ólíka listmiðla og sköpunargleði hjá íslenskum samtíma listamönnum ásamt því að fá að skyggnast bak við tjöldin og heyra um persónulegt líf þeirra. Kúnst Myndlist Menning Hollywood Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Hér má sjá þáttinn í heild sinni: „Ég elska viðbein, rifbein, axlir og hálsinn. Mér finnst rosa gaman að vinna með skugga í þessu,“ segir Elli Egilsson um kvenlíkama verk sín. Hangir í 70 milljón dollara glæsihýsi „Fyrsta málverkið sem ég seldi í þeirri seríu var þegar The Weeknd keypti af mér verk. Við erum búnir að vera félagar í mörg ár, alveg áður en hann varð svona svakalega stór. Við erum einn stór vinahópur.“ Verkið frá Ella hangir inni á skrifstofu heima hjá Weeknd, í 70 milljón dollara glæsihýsi hans í Beverly Hills. The Weeknd er að gefa út nýja sjónvarpsseríu sem ber heitið The Idol og er verkið hans Ella sýnilegt í seríunni og var þeim innblástur. Aðspurður hvort nektin hafi einhvern tíma verið óþægilegt viðfangsefni fyrir honum svarar Elli: „Nei en ég fór ágætlega mjúklega inn í þetta. Eins og þegar ég var að sýna þetta, ég þurfti að fá sjónarhorn og álit frá Maríu eiginkonu minni hvort þetta væri sexual fyrir henni. Á sama tíma veit hún allt ferlið mitt og afhverju ég var að gera þetta. Fyrir mér er þetta 100% bara fegurð.“ View this post on Instagram A post shared by (@elliegilsson) Fríða Nipple Hann segist ekki mála karlmenn þar sem karlmannslíkaminn heillar hann ekki á sama hátt. „Mig langaði bara að tjá það sem mér finnst fallegt. Mér finnst landslag fallegt, mér finnst árfarvegir fallegir, mér finnst snjór fallegur, mér finnst brjóst falleg, mér finnst axlir fallegar. Ég sé engan mun þarna á milli. Ég er alin upp við að fara í Vesturbæjarlaugina með ömmu og mömmu og þær voru berbrjósta. Og það ætti að vera svoleiðis í dag. Ég skýrði eitt verkið mitt Fríða Nipple, því mér finnst þetta svo absúrd dæmi að kvenmenn þurfi að hylja sig að ofan til að fara í sundlaug. Mér finnst þetta crazy.“ Hægt er að horfa á fleiri þætti af Kúnst hér. Þættirnir KÚNST með Dóru Júlíu rannsaka hinar ýmsu víddir listsköpunar, ólíka listmiðla og sköpunargleði hjá íslenskum samtíma listamönnum ásamt því að fá að skyggnast bak við tjöldin og heyra um persónulegt líf þeirra.
Kúnst Myndlist Menning Hollywood Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira