Sjö prósenta hagvöxtur á fyrsta ársfjórðungi Kristinn Haukur Guðnason skrifar 31. maí 2023 09:33 Ekkert lát er á einkaneyslu og ferðaþjónustan drífur hana áfram. Vísir/Vilhelm Landsframleiðsla jókst um sjö prósent að raungildi á fyrsta ársfjórðungi miðað við sama tíma bili í fyrra. Útflutningur jókst um nærri ellefu prósent. Þetta kemur í nýjum tölum Hagstofunnar. Segir þar að einkaneysla hafi aukist um 4,9 prósent og samneyslan um 1,7 prósent. Fjármunamyndun dróst hins vegar lítillega saman, eða um 0,1 prósent. „Utanríkisviðskipti skiluðu jákvæðu framlagi til hagvaxtar en útflutningur jókst um 10,8 % að raungildi, að mestu leyti vegna vaxandi tekna af útfluttri þjónustu,“ segir í tilkynningu Hagstofunnar. „Á innflutningshlið mælist hóflegur vöxtur en jöfnuður vöru- og þjónustuviðskipta mælist -2,5% af vergri landsframleiðslu ársfjórðungsins.“ Ekkert lát á einkaneyslu Ekkert lát er á einkaneyslunni. Eru það einkum ferðatengdir liðir sem standa að baki aukningunni. Þessi kröftuga neysla og umtalsverðar verðhækkanir eru að mati Hagstofunnar vísbending um að heimilin séu að ganga á sparnað til að láta enda ná saman. Tölur um ráðstöfunartekjur heimilanna verða birtar um miðjan júní og viku fyrr niðurstöður um fjármál hins opinbera. 24 milljarða halli Útflutningstekjur hafa vaxið hratt, bæði á undanförnum misserum og síðasta ársfjórðungi. Eru það einkum auknar útflutningstekjur í tengslum við ferðaþjónustu sem standa að baki þróuninni. Jókst þjónustuútflutningur um 24,7 prósent en vöruútflutningur aðeins um 1,1 prósent miðað við fast verðlag. Vöruinnflutningur dróst saman um 0,2 prósent en þjónustu innflutningur um 12,4 prósent. Samanlagður halli af vöru og þjónustuviðskiptum er 24,2 milljarðar á þessu þriggja mánaða tímabili. Halli á vöruviðskiptum nam 45,7 milljörðum en þjónustujöfnuður var jákvæður upp á 21,4 milljarða. Fleiri vinna Birgðir jukust um 38,5 milljarða, aðallega vegna sjávarafurða. Olíubirgðir minnkuðu um nærri 800 milljón króna. Vinnustundum fjölgaði um 5,6 prósent miðað við sama tímabil í fyrra og starfandi einstaklingum um 5,5 prósent. „Sé litið til einstakra atvinnugreina kemur í ljós að áberandi mest fjölgun vinnustunda var í byggingarstarfsemi og verslunar-, samgöngum og veitingargreinum á meðan minnst fjölgun vinnustunda var hjá hinu opinbera,“ segir í tilkynningu Hagstofunnar. Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Byggingariðnaður Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Þetta kemur í nýjum tölum Hagstofunnar. Segir þar að einkaneysla hafi aukist um 4,9 prósent og samneyslan um 1,7 prósent. Fjármunamyndun dróst hins vegar lítillega saman, eða um 0,1 prósent. „Utanríkisviðskipti skiluðu jákvæðu framlagi til hagvaxtar en útflutningur jókst um 10,8 % að raungildi, að mestu leyti vegna vaxandi tekna af útfluttri þjónustu,“ segir í tilkynningu Hagstofunnar. „Á innflutningshlið mælist hóflegur vöxtur en jöfnuður vöru- og þjónustuviðskipta mælist -2,5% af vergri landsframleiðslu ársfjórðungsins.“ Ekkert lát á einkaneyslu Ekkert lát er á einkaneyslunni. Eru það einkum ferðatengdir liðir sem standa að baki aukningunni. Þessi kröftuga neysla og umtalsverðar verðhækkanir eru að mati Hagstofunnar vísbending um að heimilin séu að ganga á sparnað til að láta enda ná saman. Tölur um ráðstöfunartekjur heimilanna verða birtar um miðjan júní og viku fyrr niðurstöður um fjármál hins opinbera. 24 milljarða halli Útflutningstekjur hafa vaxið hratt, bæði á undanförnum misserum og síðasta ársfjórðungi. Eru það einkum auknar útflutningstekjur í tengslum við ferðaþjónustu sem standa að baki þróuninni. Jókst þjónustuútflutningur um 24,7 prósent en vöruútflutningur aðeins um 1,1 prósent miðað við fast verðlag. Vöruinnflutningur dróst saman um 0,2 prósent en þjónustu innflutningur um 12,4 prósent. Samanlagður halli af vöru og þjónustuviðskiptum er 24,2 milljarðar á þessu þriggja mánaða tímabili. Halli á vöruviðskiptum nam 45,7 milljörðum en þjónustujöfnuður var jákvæður upp á 21,4 milljarða. Fleiri vinna Birgðir jukust um 38,5 milljarða, aðallega vegna sjávarafurða. Olíubirgðir minnkuðu um nærri 800 milljón króna. Vinnustundum fjölgaði um 5,6 prósent miðað við sama tímabil í fyrra og starfandi einstaklingum um 5,5 prósent. „Sé litið til einstakra atvinnugreina kemur í ljós að áberandi mest fjölgun vinnustunda var í byggingarstarfsemi og verslunar-, samgöngum og veitingargreinum á meðan minnst fjölgun vinnustunda var hjá hinu opinbera,“ segir í tilkynningu Hagstofunnar.
Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Byggingariðnaður Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira