Segir Haukana líklegri til að landa þeim stóra þrátt fyrir að ÍBV eigi heimaleik Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. maí 2023 23:31 Haukar geta stolið Íslandsmeistaratitlinum af ÍBV annað kvöld. vísir/hulda margrét Theodór Ingi Pálmason, Teddi Ponza, segir að þrátt fyrir að ÍBV eigi heimaleik er liðið mætir Haukum í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta annað kvöld þá telji hann Haukana líklegri til að landa þeim stóra. Eyjamenn höfðu farið taplausir í gegnum bæði átta liða- og undanúrslitin gegn Stjörnunni og FH og allt stefndi í að liðið myndi gera slíkt hið sama gegn Haukum í úrslitaeinvíginu. ÍBV vann fyrstu tvo leikina og liðið gat tryggt sér sinn þriðja Íslandsmeistaratitil með sigri á heimavelli fyrir framan trofulla höll á föstudagskvöldi. Kjöraðstæður fyrir gott partý. Haukarnir tóku sig hins vegar til og skemmdu partýið. Þeir unnu þriðja leik liðanna með sex marka mun og jöfnuðu svo metin í einvíginu með þriggja marka sigri á Ásvöllum í gær í leik þar sem Haukar höfðu í raun yfirhöndina frá fyrstu mínútu. Teddi segir það þó ekki endilega hafa komið sér á óvart að Haukarnir hafi jafnað metin í gær. „Nei, ekki eftir leik þrjú. En hvernig þetta er búið að þróast eftir leik eitt og tvö, já vissulega,“ sagði Teddi í síðasta þætti af Handkastinu. „Ég spáði því nú í símtalinu við þig fyrir leik númer fjögur að þetta myndi fara í framlengingu og að ÍBV myndi klára þetta þar. En hvernig þessi leikur þróaðist, jú það kom mér á óvart og hversu ótrúlega mikið tak Haukarnir virðast vera búnir að ná á ÍBV núna.“ „Mér finnst þetta bara vera að þróast þannig að þrátt fyrir að ÍBV sé á heimavelli með öllu því sem því fylgir - en ef við horfum á þetta út frá handboltanum, út frá taktík og bara standinu á mönnum og hvernig liðin eru að vaxa og annað - þá finnst mér bara Haukarnir, eins og staðan er núna, vera líklegri til að landa þessu á morgun,“ sagði Teddi. Umfjöllun þeirra félaga um úrslitaeinvígi Hauka og ÍBV, og seinasta hlaðvarpsþátt Handkastsins í heild sinni, má finna í spilaranum hér fyrir neðan. ÍBV tekur á móti Haukum í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta annað kvöld, miðvikudag, klukkan 19:00 og verður hann að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Strákarnir í Seinni bylgjunni hefja sína upphitun fyrir leikinn klukkustund áður og mæta svo aftur á skjáinn að leik loknum og gera hann upp. Olís-deild karla Haukar ÍBV Handkastið Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Sjá meira
Eyjamenn höfðu farið taplausir í gegnum bæði átta liða- og undanúrslitin gegn Stjörnunni og FH og allt stefndi í að liðið myndi gera slíkt hið sama gegn Haukum í úrslitaeinvíginu. ÍBV vann fyrstu tvo leikina og liðið gat tryggt sér sinn þriðja Íslandsmeistaratitil með sigri á heimavelli fyrir framan trofulla höll á föstudagskvöldi. Kjöraðstæður fyrir gott partý. Haukarnir tóku sig hins vegar til og skemmdu partýið. Þeir unnu þriðja leik liðanna með sex marka mun og jöfnuðu svo metin í einvíginu með þriggja marka sigri á Ásvöllum í gær í leik þar sem Haukar höfðu í raun yfirhöndina frá fyrstu mínútu. Teddi segir það þó ekki endilega hafa komið sér á óvart að Haukarnir hafi jafnað metin í gær. „Nei, ekki eftir leik þrjú. En hvernig þetta er búið að þróast eftir leik eitt og tvö, já vissulega,“ sagði Teddi í síðasta þætti af Handkastinu. „Ég spáði því nú í símtalinu við þig fyrir leik númer fjögur að þetta myndi fara í framlengingu og að ÍBV myndi klára þetta þar. En hvernig þessi leikur þróaðist, jú það kom mér á óvart og hversu ótrúlega mikið tak Haukarnir virðast vera búnir að ná á ÍBV núna.“ „Mér finnst þetta bara vera að þróast þannig að þrátt fyrir að ÍBV sé á heimavelli með öllu því sem því fylgir - en ef við horfum á þetta út frá handboltanum, út frá taktík og bara standinu á mönnum og hvernig liðin eru að vaxa og annað - þá finnst mér bara Haukarnir, eins og staðan er núna, vera líklegri til að landa þessu á morgun,“ sagði Teddi. Umfjöllun þeirra félaga um úrslitaeinvígi Hauka og ÍBV, og seinasta hlaðvarpsþátt Handkastsins í heild sinni, má finna í spilaranum hér fyrir neðan. ÍBV tekur á móti Haukum í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta annað kvöld, miðvikudag, klukkan 19:00 og verður hann að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Strákarnir í Seinni bylgjunni hefja sína upphitun fyrir leikinn klukkustund áður og mæta svo aftur á skjáinn að leik loknum og gera hann upp.
Olís-deild karla Haukar ÍBV Handkastið Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Sjá meira