Hópurinn heldur tryggð við Selfoss og Perla og Harpa bætast við Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. maí 2023 20:39 Landsliðskonurnar Perla Ruth Albertsdóttir og Harpa Valey Gylfadóttir ætla sér að taka slaginn með Selfyssingum í Grill 66-deildinni næsta vetur. Samsett Selfyssingar hafa heldur betur tryggt sér liðsstyrk fyrir komandi átök í Grill 66-deild kvenna í handbolta á næsta tímabili. Perla Ruth Albertsdóttir kemur til liðsins frá Fram og Harpa Valey Gylfadóttir kemur frá ÍBV. Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð leikmannahóps Selfyssinga eftir að liðinu mistókst að halda sæti sínu í Olís-deild kvenna á dögunum. Liðið mátti þá þola tap gegn ÍR í oddaleik um sæti í deild þeirra bestu og Selfyssingar féllu því niður í Grill 66-deildina, en ÍR-ingar fá sæti í Olís-deildinni. Áður en einvígi Selfoss og ÍR fór fram hafði liðið tryggt sér þjónustu þriggja sterkra leikmanna fyrir næsta tímabil. Perla Ruth Albertsdóttir og Kristrún Steinþórsdóttir ætluðu að snúa aftur á heimaslóðir frá Fram og þá hafði liðið einnig samið við Lenu Margréti Valdimarsdóttur sem hefur leikið með Stjörnunni undanfarin tvö ár. Það er þó þegar orðið ljóst að Lena Margrét mun ekki leika með Selfyssingum í Grill 66-deildinni, en frá því var greint hér á Vísi fyrr í dag að hún hefur samið við uppeldisfélag sitt, Fram. Eftir að ljóst varð að liðið myndi ekki leika í efstu deild á næsta tímabili veltu því margir fyrir sér hvort Perla, Kristrún og Lena myndu koma til félagsins, en nú er í það minnsta ljóst að Perla ætlar sér að taka slaginn með uppeldisfélaginu. Þá höfðu einnig margir velt fyrir sér framtíð lykilleikmanna liðsins á nýafstöðnu tímabili þar sem Katla María Magnúsdóttir fór fremst í flokki, en samkvæmt tilkynningu Selfyssinga er enginn á förum frá félaginu. Eins og áður segir er það nú í það minnsta ljóst að Perla kemur til með að taka slaginn með Selfyssingum á komandi tímabili og Harpa Valey bætist einnig í hópinn. Perla er fyrir löngu orðinn fastamaður í íslenska landsliðinu sem getur bæði leyst stöðu horna- og línumanns og er einn af leikja- og markahæstu leikmönnum Selfoss frá upphafi með 457 mörk í 137 leikjum. Harpa Valey hefur verið lykilleikmaður í liði ÍBV undanfarin ár og skoraði 71 mark í 25 leikjum fyrir liðið á nýafstöðnu tímabili þar sem ÍBV varð deildar- og bikarmeistari. Þær stöllur skrifa báðar undir þriggja ára samninga við Selfoss og ljóst er að Selfyssingar ætla sér ekki að stoppa lengi í Grill 66-deildinni. UMF Selfoss Olís-deild kvenna Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Handbolti Fleiri fréttir Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Í beinni: Haukar - Hazena Kynzvart | Heimakonur þurfa kraftaverk Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals Sjá meira
Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð leikmannahóps Selfyssinga eftir að liðinu mistókst að halda sæti sínu í Olís-deild kvenna á dögunum. Liðið mátti þá þola tap gegn ÍR í oddaleik um sæti í deild þeirra bestu og Selfyssingar féllu því niður í Grill 66-deildina, en ÍR-ingar fá sæti í Olís-deildinni. Áður en einvígi Selfoss og ÍR fór fram hafði liðið tryggt sér þjónustu þriggja sterkra leikmanna fyrir næsta tímabil. Perla Ruth Albertsdóttir og Kristrún Steinþórsdóttir ætluðu að snúa aftur á heimaslóðir frá Fram og þá hafði liðið einnig samið við Lenu Margréti Valdimarsdóttur sem hefur leikið með Stjörnunni undanfarin tvö ár. Það er þó þegar orðið ljóst að Lena Margrét mun ekki leika með Selfyssingum í Grill 66-deildinni, en frá því var greint hér á Vísi fyrr í dag að hún hefur samið við uppeldisfélag sitt, Fram. Eftir að ljóst varð að liðið myndi ekki leika í efstu deild á næsta tímabili veltu því margir fyrir sér hvort Perla, Kristrún og Lena myndu koma til félagsins, en nú er í það minnsta ljóst að Perla ætlar sér að taka slaginn með uppeldisfélaginu. Þá höfðu einnig margir velt fyrir sér framtíð lykilleikmanna liðsins á nýafstöðnu tímabili þar sem Katla María Magnúsdóttir fór fremst í flokki, en samkvæmt tilkynningu Selfyssinga er enginn á förum frá félaginu. Eins og áður segir er það nú í það minnsta ljóst að Perla kemur til með að taka slaginn með Selfyssingum á komandi tímabili og Harpa Valey bætist einnig í hópinn. Perla er fyrir löngu orðinn fastamaður í íslenska landsliðinu sem getur bæði leyst stöðu horna- og línumanns og er einn af leikja- og markahæstu leikmönnum Selfoss frá upphafi með 457 mörk í 137 leikjum. Harpa Valey hefur verið lykilleikmaður í liði ÍBV undanfarin ár og skoraði 71 mark í 25 leikjum fyrir liðið á nýafstöðnu tímabili þar sem ÍBV varð deildar- og bikarmeistari. Þær stöllur skrifa báðar undir þriggja ára samninga við Selfoss og ljóst er að Selfyssingar ætla sér ekki að stoppa lengi í Grill 66-deildinni.
UMF Selfoss Olís-deild kvenna Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Handbolti Fleiri fréttir Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Í beinni: Haukar - Hazena Kynzvart | Heimakonur þurfa kraftaverk Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals Sjá meira