Kristrún vill að launahækkanir æðstu embættismanna fylgi markaðnum Heimir Már Pétursson skrifar 30. maí 2023 19:20 Þorsteinn Víglundsson, Kristrún Frostadóttir og Ragnar Þór Ingólfsson skiptust á skoðunum um stöðu efnahagsmála, verðbólgu og vexti í Pallborðinu á Vísi og Stöð 2/Vísi í beinni útsendningu í dag. Vísir/Vilhelm Formaður Samfylkingarinnar segir eðlilegt að laun æðstu embættismanna hækki ekki meira en laun á almennum markaði, enda væri það markmið laga um laun þeirra að þeir leiddu ekki launahækkanir í landinu. Hún og aðrir viðmælendur í Pallborðinu í dag voru sammála um að þörf væri á víðtæku samstarfi um vinnumarkaðinn en á mjög ólíkum forsendum. Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar, Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Þorsteinn Víglundsson fyrrverandi félags- og vinnumarkaðsráðherra og fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins ræddu stöðu efnahagsmála í Pallborðinu á Vísi og Stöð 2/Vísi í dag. Ragnar Þór Ingólfsson telur að erfitt verði að ná breiðu samkomulagi um uppbyggingu húsnæðiskerfisins í komandi kjarasamningum.Vísir/Vilhelm Ragnar Þór vísaði fullyrðingum seðlabankastjóra og fleiri um að of miklar launahækkanir samkvæmt síðustu skammtíma kjarasamningum væru ábyrgar fyrir því að verðbólga hefði ekki lækkað. „Allar fullyrðingar um að verkalýðshreyfingin beri ábyrgð á verðbólgu hér stenst náttúrlega ekki eina einustu skoðun. Laun sem hlutfall af verðmætasköpun hafa lækkað á hverju einasta ári frá 2018,“ sagði formaður VR. Þorsteinn Víglundsson segir miklar launahækkanir hafa leitt verðbólguna á Íslandi í mörg ár.Vísir/Vilhelm Þorsteinn sagði launahækkanir umfram framleiðni hins vegar augljóslega hafa leitt til verðbólgu á Íslandi. „Það er bara mjög einfalt. Þegar við skoðum tímabilið frá þjóðarsátt þá skýrist verðbólgan sem hefur verið hér á landi yfir þetta 30 ára tímabil fullkomlega af þeim launahækkunum sem keyrðar hafa verið í gegnum vinnumarkað. Með sama hætti og lítil verðbólga á hinum Norðurlöndunum og lágt vaxtastig skýrist fullkomlega af þeim launahækkunum sem þar hafa verið keyrðar í gegn,” sagði Þorsteinn. Kristrún Frostadóttir sagði stöðu húsnæðismála og vanefndir stjórnvalda í þeim efnum ráða miklu um stöðu efnahagsmála og hversu mikil verðbólgan væri. Ríkisvaldið þyrfti að koma að samkomulagi í þeim efnum sem treystandi væri á. Kristrún Frostadóttir sagði muninn á velferðarkerfinu hér og á Norðurlöndunum vera þann að á Norðurlöndunum hefði jafnaðarstefnan ráðið för.Vísir/Vilhelm „Munurinn á okkur og Norðurlöndunum er að velferðarkerfið á Norðurlöndunum á undanförnum árum hefur verið rekið og drifið áfram af jafnaðarfólki og jafnaðarstjórn. Þótt það hafi auðvitað verið flökt þar á. Þar er skilningur á því að þessi þriðji fótur undir þrífætta stólnum, sem er ríkið, vinnumarkaður og atvinnurekendur, snýr ekki að því að koma eins og forseti ASÍ sagði á sínum tíma með skiptimynt inn í kjarasamninga þegar allt er komið í ósætti. Heldur að leggja fram langtímaplön um fjármögnun í uppbyggingu húsnæðis sem stenst,” sagði Kristrún. Gestir Pallborðsins töldu öll mikilvægt að samkomulag takist á milli aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda við gerð næstu kjarasamninga, en á mismunandi forsendum.Vísir/Vilhelm Ósammála um spillingu á Íslandi Stefnt hefur verið að því að gerðir verði langtíma kjarasamningar sem taki við af núgildandi skammtímasamningum. Formaður VR var ekki bjartsýnn á að breitt þríhliða samkomulag næðist við gerð næstu kjarasamninga. Fyrirtæki á Íslandi hefðu aldrei sýnt samfélagslega ábyrgð og því ríkti ekki traust milli aðila eins og á Norðurlöndunum. „Það þarf náttúrlega algera viðhorfsbreytingu frá okkar viðsemjendum og stjórnvöldum líka til að fara í langtíma uppbyggingu á húsnæðismarkaði,“ sagði Ragnar Þór. Þorsteini Víglundssyni væri tíðrætt um að norræni markaðurinn byggði á trausti. Ekkert slíkt traust væri til staðar hér á landi þar sem fyrirtækin hefðu alltaf hagað sér eins og þeim sýndist án samfélagslegrar ábyrgðar. „Það var meiri hagnaður í fjármálakerfinu heldur en í útflutnings- og framlleiðslugreinunum til samans hérna á Íslandi. Hugsið ykkur. Þetta er svo galið ástand og hér ríkir svo djúp og rótgróin spilling. Sérstaklega þegar maður starfar eins og í verkalýðshreyfingunni, með stjórnmálafólki og atvinnulífinu. Maður upplifir þetta svo ofboðslega sterkt,” sagði Ragnar Þór. Þorsteinn sagðist ekki vita í hvaða samfélagi Ragnar byggi stundum í þegar hann lýsti íslensku samfélagi. „Að þetta sé ömurlegt rotið og spillt samfélag. Þetta er bara eitthvert hugafórstur Ragnars Þórs,” sagði Þorsteinn. Það væri magnað hvað tekist hefði að gera í þessu fámenna samfélagi. „Hentar elítunni vel,” skaut Ragnar Þór þá inní rétt áður en Pallborðinu lauk. Sjá má þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Efnahagsmál Verðlag Húsnæðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Seðlabankinn Samfylkingin Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir Þorsteinn segir íslenskt samfélag ekki rotið, ömurlegt og spillt Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR er afar svartsýnn á að samningaviðræður verkalýðshreyfingarinnar og vinnuveitenda muni ganga vel í haust. 30. maí 2023 15:44 Efnahagslífið á milli steins og sleggju vaxta og verðbólgu Formaður Samtaka atvinnulífsins segir efnahagslífið á milli steins og sleggju hárra vaxta og mikillar verðbólgu. Það hljóti að vera markmið bæði atvinnurekenda og verkalýðshreyfingar að ná niður verðbólgu og vöxtum og gera þess vegna langtíma kjarasamninga á komandi vetri. 25. maí 2023 11:47 Seðlabankinn mun ekki hika við að hækka vexti í tveggja stafa tölu Seðlabankinn mun ekki hika við að hækka meginvexti sína í tveggja stafa tölu ef á þarf að halda til að ná verðbólgu niður að sögn seðlabankastjóra. Bankinn hækkaði vexti um 1,25 prósentustig í morgun og skorar á aðila vinnumarkaðarins að gera hófsama langtímasamninga og stjórnvöld að auka aðhald sitt í efnahagsmálum. 24. maí 2023 19:31 Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Sjá meira
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar, Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Þorsteinn Víglundsson fyrrverandi félags- og vinnumarkaðsráðherra og fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins ræddu stöðu efnahagsmála í Pallborðinu á Vísi og Stöð 2/Vísi í dag. Ragnar Þór Ingólfsson telur að erfitt verði að ná breiðu samkomulagi um uppbyggingu húsnæðiskerfisins í komandi kjarasamningum.Vísir/Vilhelm Ragnar Þór vísaði fullyrðingum seðlabankastjóra og fleiri um að of miklar launahækkanir samkvæmt síðustu skammtíma kjarasamningum væru ábyrgar fyrir því að verðbólga hefði ekki lækkað. „Allar fullyrðingar um að verkalýðshreyfingin beri ábyrgð á verðbólgu hér stenst náttúrlega ekki eina einustu skoðun. Laun sem hlutfall af verðmætasköpun hafa lækkað á hverju einasta ári frá 2018,“ sagði formaður VR. Þorsteinn Víglundsson segir miklar launahækkanir hafa leitt verðbólguna á Íslandi í mörg ár.Vísir/Vilhelm Þorsteinn sagði launahækkanir umfram framleiðni hins vegar augljóslega hafa leitt til verðbólgu á Íslandi. „Það er bara mjög einfalt. Þegar við skoðum tímabilið frá þjóðarsátt þá skýrist verðbólgan sem hefur verið hér á landi yfir þetta 30 ára tímabil fullkomlega af þeim launahækkunum sem keyrðar hafa verið í gegnum vinnumarkað. Með sama hætti og lítil verðbólga á hinum Norðurlöndunum og lágt vaxtastig skýrist fullkomlega af þeim launahækkunum sem þar hafa verið keyrðar í gegn,” sagði Þorsteinn. Kristrún Frostadóttir sagði stöðu húsnæðismála og vanefndir stjórnvalda í þeim efnum ráða miklu um stöðu efnahagsmála og hversu mikil verðbólgan væri. Ríkisvaldið þyrfti að koma að samkomulagi í þeim efnum sem treystandi væri á. Kristrún Frostadóttir sagði muninn á velferðarkerfinu hér og á Norðurlöndunum vera þann að á Norðurlöndunum hefði jafnaðarstefnan ráðið för.Vísir/Vilhelm „Munurinn á okkur og Norðurlöndunum er að velferðarkerfið á Norðurlöndunum á undanförnum árum hefur verið rekið og drifið áfram af jafnaðarfólki og jafnaðarstjórn. Þótt það hafi auðvitað verið flökt þar á. Þar er skilningur á því að þessi þriðji fótur undir þrífætta stólnum, sem er ríkið, vinnumarkaður og atvinnurekendur, snýr ekki að því að koma eins og forseti ASÍ sagði á sínum tíma með skiptimynt inn í kjarasamninga þegar allt er komið í ósætti. Heldur að leggja fram langtímaplön um fjármögnun í uppbyggingu húsnæðis sem stenst,” sagði Kristrún. Gestir Pallborðsins töldu öll mikilvægt að samkomulag takist á milli aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda við gerð næstu kjarasamninga, en á mismunandi forsendum.Vísir/Vilhelm Ósammála um spillingu á Íslandi Stefnt hefur verið að því að gerðir verði langtíma kjarasamningar sem taki við af núgildandi skammtímasamningum. Formaður VR var ekki bjartsýnn á að breitt þríhliða samkomulag næðist við gerð næstu kjarasamninga. Fyrirtæki á Íslandi hefðu aldrei sýnt samfélagslega ábyrgð og því ríkti ekki traust milli aðila eins og á Norðurlöndunum. „Það þarf náttúrlega algera viðhorfsbreytingu frá okkar viðsemjendum og stjórnvöldum líka til að fara í langtíma uppbyggingu á húsnæðismarkaði,“ sagði Ragnar Þór. Þorsteini Víglundssyni væri tíðrætt um að norræni markaðurinn byggði á trausti. Ekkert slíkt traust væri til staðar hér á landi þar sem fyrirtækin hefðu alltaf hagað sér eins og þeim sýndist án samfélagslegrar ábyrgðar. „Það var meiri hagnaður í fjármálakerfinu heldur en í útflutnings- og framlleiðslugreinunum til samans hérna á Íslandi. Hugsið ykkur. Þetta er svo galið ástand og hér ríkir svo djúp og rótgróin spilling. Sérstaklega þegar maður starfar eins og í verkalýðshreyfingunni, með stjórnmálafólki og atvinnulífinu. Maður upplifir þetta svo ofboðslega sterkt,” sagði Ragnar Þór. Þorsteinn sagðist ekki vita í hvaða samfélagi Ragnar byggi stundum í þegar hann lýsti íslensku samfélagi. „Að þetta sé ömurlegt rotið og spillt samfélag. Þetta er bara eitthvert hugafórstur Ragnars Þórs,” sagði Þorsteinn. Það væri magnað hvað tekist hefði að gera í þessu fámenna samfélagi. „Hentar elítunni vel,” skaut Ragnar Þór þá inní rétt áður en Pallborðinu lauk. Sjá má þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Efnahagsmál Verðlag Húsnæðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Seðlabankinn Samfylkingin Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir Þorsteinn segir íslenskt samfélag ekki rotið, ömurlegt og spillt Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR er afar svartsýnn á að samningaviðræður verkalýðshreyfingarinnar og vinnuveitenda muni ganga vel í haust. 30. maí 2023 15:44 Efnahagslífið á milli steins og sleggju vaxta og verðbólgu Formaður Samtaka atvinnulífsins segir efnahagslífið á milli steins og sleggju hárra vaxta og mikillar verðbólgu. Það hljóti að vera markmið bæði atvinnurekenda og verkalýðshreyfingar að ná niður verðbólgu og vöxtum og gera þess vegna langtíma kjarasamninga á komandi vetri. 25. maí 2023 11:47 Seðlabankinn mun ekki hika við að hækka vexti í tveggja stafa tölu Seðlabankinn mun ekki hika við að hækka meginvexti sína í tveggja stafa tölu ef á þarf að halda til að ná verðbólgu niður að sögn seðlabankastjóra. Bankinn hækkaði vexti um 1,25 prósentustig í morgun og skorar á aðila vinnumarkaðarins að gera hófsama langtímasamninga og stjórnvöld að auka aðhald sitt í efnahagsmálum. 24. maí 2023 19:31 Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Sjá meira
Þorsteinn segir íslenskt samfélag ekki rotið, ömurlegt og spillt Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR er afar svartsýnn á að samningaviðræður verkalýðshreyfingarinnar og vinnuveitenda muni ganga vel í haust. 30. maí 2023 15:44
Efnahagslífið á milli steins og sleggju vaxta og verðbólgu Formaður Samtaka atvinnulífsins segir efnahagslífið á milli steins og sleggju hárra vaxta og mikillar verðbólgu. Það hljóti að vera markmið bæði atvinnurekenda og verkalýðshreyfingar að ná niður verðbólgu og vöxtum og gera þess vegna langtíma kjarasamninga á komandi vetri. 25. maí 2023 11:47
Seðlabankinn mun ekki hika við að hækka vexti í tveggja stafa tölu Seðlabankinn mun ekki hika við að hækka meginvexti sína í tveggja stafa tölu ef á þarf að halda til að ná verðbólgu niður að sögn seðlabankastjóra. Bankinn hækkaði vexti um 1,25 prósentustig í morgun og skorar á aðila vinnumarkaðarins að gera hófsama langtímasamninga og stjórnvöld að auka aðhald sitt í efnahagsmálum. 24. maí 2023 19:31