Kristrún vill að launahækkanir æðstu embættismanna fylgi markaðnum Heimir Már Pétursson skrifar 30. maí 2023 19:20 Þorsteinn Víglundsson, Kristrún Frostadóttir og Ragnar Þór Ingólfsson skiptust á skoðunum um stöðu efnahagsmála, verðbólgu og vexti í Pallborðinu á Vísi og Stöð 2/Vísi í beinni útsendningu í dag. Vísir/Vilhelm Formaður Samfylkingarinnar segir eðlilegt að laun æðstu embættismanna hækki ekki meira en laun á almennum markaði, enda væri það markmið laga um laun þeirra að þeir leiddu ekki launahækkanir í landinu. Hún og aðrir viðmælendur í Pallborðinu í dag voru sammála um að þörf væri á víðtæku samstarfi um vinnumarkaðinn en á mjög ólíkum forsendum. Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar, Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Þorsteinn Víglundsson fyrrverandi félags- og vinnumarkaðsráðherra og fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins ræddu stöðu efnahagsmála í Pallborðinu á Vísi og Stöð 2/Vísi í dag. Ragnar Þór Ingólfsson telur að erfitt verði að ná breiðu samkomulagi um uppbyggingu húsnæðiskerfisins í komandi kjarasamningum.Vísir/Vilhelm Ragnar Þór vísaði fullyrðingum seðlabankastjóra og fleiri um að of miklar launahækkanir samkvæmt síðustu skammtíma kjarasamningum væru ábyrgar fyrir því að verðbólga hefði ekki lækkað. „Allar fullyrðingar um að verkalýðshreyfingin beri ábyrgð á verðbólgu hér stenst náttúrlega ekki eina einustu skoðun. Laun sem hlutfall af verðmætasköpun hafa lækkað á hverju einasta ári frá 2018,“ sagði formaður VR. Þorsteinn Víglundsson segir miklar launahækkanir hafa leitt verðbólguna á Íslandi í mörg ár.Vísir/Vilhelm Þorsteinn sagði launahækkanir umfram framleiðni hins vegar augljóslega hafa leitt til verðbólgu á Íslandi. „Það er bara mjög einfalt. Þegar við skoðum tímabilið frá þjóðarsátt þá skýrist verðbólgan sem hefur verið hér á landi yfir þetta 30 ára tímabil fullkomlega af þeim launahækkunum sem keyrðar hafa verið í gegnum vinnumarkað. Með sama hætti og lítil verðbólga á hinum Norðurlöndunum og lágt vaxtastig skýrist fullkomlega af þeim launahækkunum sem þar hafa verið keyrðar í gegn,” sagði Þorsteinn. Kristrún Frostadóttir sagði stöðu húsnæðismála og vanefndir stjórnvalda í þeim efnum ráða miklu um stöðu efnahagsmála og hversu mikil verðbólgan væri. Ríkisvaldið þyrfti að koma að samkomulagi í þeim efnum sem treystandi væri á. Kristrún Frostadóttir sagði muninn á velferðarkerfinu hér og á Norðurlöndunum vera þann að á Norðurlöndunum hefði jafnaðarstefnan ráðið för.Vísir/Vilhelm „Munurinn á okkur og Norðurlöndunum er að velferðarkerfið á Norðurlöndunum á undanförnum árum hefur verið rekið og drifið áfram af jafnaðarfólki og jafnaðarstjórn. Þótt það hafi auðvitað verið flökt þar á. Þar er skilningur á því að þessi þriðji fótur undir þrífætta stólnum, sem er ríkið, vinnumarkaður og atvinnurekendur, snýr ekki að því að koma eins og forseti ASÍ sagði á sínum tíma með skiptimynt inn í kjarasamninga þegar allt er komið í ósætti. Heldur að leggja fram langtímaplön um fjármögnun í uppbyggingu húsnæðis sem stenst,” sagði Kristrún. Gestir Pallborðsins töldu öll mikilvægt að samkomulag takist á milli aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda við gerð næstu kjarasamninga, en á mismunandi forsendum.Vísir/Vilhelm Ósammála um spillingu á Íslandi Stefnt hefur verið að því að gerðir verði langtíma kjarasamningar sem taki við af núgildandi skammtímasamningum. Formaður VR var ekki bjartsýnn á að breitt þríhliða samkomulag næðist við gerð næstu kjarasamninga. Fyrirtæki á Íslandi hefðu aldrei sýnt samfélagslega ábyrgð og því ríkti ekki traust milli aðila eins og á Norðurlöndunum. „Það þarf náttúrlega algera viðhorfsbreytingu frá okkar viðsemjendum og stjórnvöldum líka til að fara í langtíma uppbyggingu á húsnæðismarkaði,“ sagði Ragnar Þór. Þorsteini Víglundssyni væri tíðrætt um að norræni markaðurinn byggði á trausti. Ekkert slíkt traust væri til staðar hér á landi þar sem fyrirtækin hefðu alltaf hagað sér eins og þeim sýndist án samfélagslegrar ábyrgðar. „Það var meiri hagnaður í fjármálakerfinu heldur en í útflutnings- og framlleiðslugreinunum til samans hérna á Íslandi. Hugsið ykkur. Þetta er svo galið ástand og hér ríkir svo djúp og rótgróin spilling. Sérstaklega þegar maður starfar eins og í verkalýðshreyfingunni, með stjórnmálafólki og atvinnulífinu. Maður upplifir þetta svo ofboðslega sterkt,” sagði Ragnar Þór. Þorsteinn sagðist ekki vita í hvaða samfélagi Ragnar byggi stundum í þegar hann lýsti íslensku samfélagi. „Að þetta sé ömurlegt rotið og spillt samfélag. Þetta er bara eitthvert hugafórstur Ragnars Þórs,” sagði Þorsteinn. Það væri magnað hvað tekist hefði að gera í þessu fámenna samfélagi. „Hentar elítunni vel,” skaut Ragnar Þór þá inní rétt áður en Pallborðinu lauk. Sjá má þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Efnahagsmál Verðlag Húsnæðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Seðlabankinn Samfylkingin Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir Þorsteinn segir íslenskt samfélag ekki rotið, ömurlegt og spillt Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR er afar svartsýnn á að samningaviðræður verkalýðshreyfingarinnar og vinnuveitenda muni ganga vel í haust. 30. maí 2023 15:44 Efnahagslífið á milli steins og sleggju vaxta og verðbólgu Formaður Samtaka atvinnulífsins segir efnahagslífið á milli steins og sleggju hárra vaxta og mikillar verðbólgu. Það hljóti að vera markmið bæði atvinnurekenda og verkalýðshreyfingar að ná niður verðbólgu og vöxtum og gera þess vegna langtíma kjarasamninga á komandi vetri. 25. maí 2023 11:47 Seðlabankinn mun ekki hika við að hækka vexti í tveggja stafa tölu Seðlabankinn mun ekki hika við að hækka meginvexti sína í tveggja stafa tölu ef á þarf að halda til að ná verðbólgu niður að sögn seðlabankastjóra. Bankinn hækkaði vexti um 1,25 prósentustig í morgun og skorar á aðila vinnumarkaðarins að gera hófsama langtímasamninga og stjórnvöld að auka aðhald sitt í efnahagsmálum. 24. maí 2023 19:31 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Sjá meira
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar, Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Þorsteinn Víglundsson fyrrverandi félags- og vinnumarkaðsráðherra og fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins ræddu stöðu efnahagsmála í Pallborðinu á Vísi og Stöð 2/Vísi í dag. Ragnar Þór Ingólfsson telur að erfitt verði að ná breiðu samkomulagi um uppbyggingu húsnæðiskerfisins í komandi kjarasamningum.Vísir/Vilhelm Ragnar Þór vísaði fullyrðingum seðlabankastjóra og fleiri um að of miklar launahækkanir samkvæmt síðustu skammtíma kjarasamningum væru ábyrgar fyrir því að verðbólga hefði ekki lækkað. „Allar fullyrðingar um að verkalýðshreyfingin beri ábyrgð á verðbólgu hér stenst náttúrlega ekki eina einustu skoðun. Laun sem hlutfall af verðmætasköpun hafa lækkað á hverju einasta ári frá 2018,“ sagði formaður VR. Þorsteinn Víglundsson segir miklar launahækkanir hafa leitt verðbólguna á Íslandi í mörg ár.Vísir/Vilhelm Þorsteinn sagði launahækkanir umfram framleiðni hins vegar augljóslega hafa leitt til verðbólgu á Íslandi. „Það er bara mjög einfalt. Þegar við skoðum tímabilið frá þjóðarsátt þá skýrist verðbólgan sem hefur verið hér á landi yfir þetta 30 ára tímabil fullkomlega af þeim launahækkunum sem keyrðar hafa verið í gegnum vinnumarkað. Með sama hætti og lítil verðbólga á hinum Norðurlöndunum og lágt vaxtastig skýrist fullkomlega af þeim launahækkunum sem þar hafa verið keyrðar í gegn,” sagði Þorsteinn. Kristrún Frostadóttir sagði stöðu húsnæðismála og vanefndir stjórnvalda í þeim efnum ráða miklu um stöðu efnahagsmála og hversu mikil verðbólgan væri. Ríkisvaldið þyrfti að koma að samkomulagi í þeim efnum sem treystandi væri á. Kristrún Frostadóttir sagði muninn á velferðarkerfinu hér og á Norðurlöndunum vera þann að á Norðurlöndunum hefði jafnaðarstefnan ráðið för.Vísir/Vilhelm „Munurinn á okkur og Norðurlöndunum er að velferðarkerfið á Norðurlöndunum á undanförnum árum hefur verið rekið og drifið áfram af jafnaðarfólki og jafnaðarstjórn. Þótt það hafi auðvitað verið flökt þar á. Þar er skilningur á því að þessi þriðji fótur undir þrífætta stólnum, sem er ríkið, vinnumarkaður og atvinnurekendur, snýr ekki að því að koma eins og forseti ASÍ sagði á sínum tíma með skiptimynt inn í kjarasamninga þegar allt er komið í ósætti. Heldur að leggja fram langtímaplön um fjármögnun í uppbyggingu húsnæðis sem stenst,” sagði Kristrún. Gestir Pallborðsins töldu öll mikilvægt að samkomulag takist á milli aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda við gerð næstu kjarasamninga, en á mismunandi forsendum.Vísir/Vilhelm Ósammála um spillingu á Íslandi Stefnt hefur verið að því að gerðir verði langtíma kjarasamningar sem taki við af núgildandi skammtímasamningum. Formaður VR var ekki bjartsýnn á að breitt þríhliða samkomulag næðist við gerð næstu kjarasamninga. Fyrirtæki á Íslandi hefðu aldrei sýnt samfélagslega ábyrgð og því ríkti ekki traust milli aðila eins og á Norðurlöndunum. „Það þarf náttúrlega algera viðhorfsbreytingu frá okkar viðsemjendum og stjórnvöldum líka til að fara í langtíma uppbyggingu á húsnæðismarkaði,“ sagði Ragnar Þór. Þorsteini Víglundssyni væri tíðrætt um að norræni markaðurinn byggði á trausti. Ekkert slíkt traust væri til staðar hér á landi þar sem fyrirtækin hefðu alltaf hagað sér eins og þeim sýndist án samfélagslegrar ábyrgðar. „Það var meiri hagnaður í fjármálakerfinu heldur en í útflutnings- og framlleiðslugreinunum til samans hérna á Íslandi. Hugsið ykkur. Þetta er svo galið ástand og hér ríkir svo djúp og rótgróin spilling. Sérstaklega þegar maður starfar eins og í verkalýðshreyfingunni, með stjórnmálafólki og atvinnulífinu. Maður upplifir þetta svo ofboðslega sterkt,” sagði Ragnar Þór. Þorsteinn sagðist ekki vita í hvaða samfélagi Ragnar byggi stundum í þegar hann lýsti íslensku samfélagi. „Að þetta sé ömurlegt rotið og spillt samfélag. Þetta er bara eitthvert hugafórstur Ragnars Þórs,” sagði Þorsteinn. Það væri magnað hvað tekist hefði að gera í þessu fámenna samfélagi. „Hentar elítunni vel,” skaut Ragnar Þór þá inní rétt áður en Pallborðinu lauk. Sjá má þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Efnahagsmál Verðlag Húsnæðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Seðlabankinn Samfylkingin Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir Þorsteinn segir íslenskt samfélag ekki rotið, ömurlegt og spillt Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR er afar svartsýnn á að samningaviðræður verkalýðshreyfingarinnar og vinnuveitenda muni ganga vel í haust. 30. maí 2023 15:44 Efnahagslífið á milli steins og sleggju vaxta og verðbólgu Formaður Samtaka atvinnulífsins segir efnahagslífið á milli steins og sleggju hárra vaxta og mikillar verðbólgu. Það hljóti að vera markmið bæði atvinnurekenda og verkalýðshreyfingar að ná niður verðbólgu og vöxtum og gera þess vegna langtíma kjarasamninga á komandi vetri. 25. maí 2023 11:47 Seðlabankinn mun ekki hika við að hækka vexti í tveggja stafa tölu Seðlabankinn mun ekki hika við að hækka meginvexti sína í tveggja stafa tölu ef á þarf að halda til að ná verðbólgu niður að sögn seðlabankastjóra. Bankinn hækkaði vexti um 1,25 prósentustig í morgun og skorar á aðila vinnumarkaðarins að gera hófsama langtímasamninga og stjórnvöld að auka aðhald sitt í efnahagsmálum. 24. maí 2023 19:31 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Sjá meira
Þorsteinn segir íslenskt samfélag ekki rotið, ömurlegt og spillt Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR er afar svartsýnn á að samningaviðræður verkalýðshreyfingarinnar og vinnuveitenda muni ganga vel í haust. 30. maí 2023 15:44
Efnahagslífið á milli steins og sleggju vaxta og verðbólgu Formaður Samtaka atvinnulífsins segir efnahagslífið á milli steins og sleggju hárra vaxta og mikillar verðbólgu. Það hljóti að vera markmið bæði atvinnurekenda og verkalýðshreyfingar að ná niður verðbólgu og vöxtum og gera þess vegna langtíma kjarasamninga á komandi vetri. 25. maí 2023 11:47
Seðlabankinn mun ekki hika við að hækka vexti í tveggja stafa tölu Seðlabankinn mun ekki hika við að hækka meginvexti sína í tveggja stafa tölu ef á þarf að halda til að ná verðbólgu niður að sögn seðlabankastjóra. Bankinn hækkaði vexti um 1,25 prósentustig í morgun og skorar á aðila vinnumarkaðarins að gera hófsama langtímasamninga og stjórnvöld að auka aðhald sitt í efnahagsmálum. 24. maí 2023 19:31