Innlent

Mikil­vægt að for­eldrar noti mela­tónín með skyn­sömum hætti

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Notkun á melatóníni hefur aukist hérlendis síðustu ár. 1 millígramm af melatónini hefur verið selt í verslunum hérlendis síðan í fyrra.
Notkun á melatóníni hefur aukist hérlendis síðustu ár. 1 millígramm af melatónini hefur verið selt í verslunum hérlendis síðan í fyrra. Vísir/Getty

Em­bætti land­læknis segir mikil­vægt að for­eldrar barna og ung­menna sem glíma við svefn­vanda­mál noti mela­tónín með skyn­sömum hætti. Mela­tónín bæti­efni ætti að um­gangast eins og öll önnur lyf auk þess sem geyma þurfi það á öruggum stað. Notkunin hafi aukist hér­lendis.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í svörum Em­bættis land­læknis við fyrir­spurn Vísis. Til­efnið eru niður­stöður nýrra banda­ríska rann­sókna á notkun barna og ung­menna á mela­tóníni. Þær benda til þess að of­neysla hafi aukist um 530 prósent síðast­liðin tíu ár, að því er fram kemur í um­fjöllun banda­ríska miðilsins The At­lantic.

Þar kemur meðal annars fram að auka­verkanir vegna of­neyslu mela­tóníns feli meðal annars í sér ó­gleði, slen og ælu­pest. Segir að sjald­gæft hafi verið að börn hafi veikst al­var­lega vegna þessa og þá hafi mikill meiri­hluti orðið fyrir eitrun eftir að hafa inn­byrt gúmmí­bangsa með hormónunum. Um 300 til­vik hafið komið upp í Banda­ríkjunum á síðast­liðnum tíu árum þar sem börn hafi leitað til bráða­gæslu vegna of­neyslunnar og í tveimur til­vikum hafi börn látist.

Ekki upp­lýsingar um of­neyslu hér­lendis

Mela­tónín er náttúru­legt hormón sem líkaminn myndar sjálfur og stýrist fram­leiðslan af birtu­stigi. Lítið er af mela­tóníni í líkamanum að degi til en við myrkur fer fram­leiðslan af stað og kallar fram syfju.

Mela­tónín var einungis fáan­legt sem lyf hér á landi þar til í ágúst í fyrra. Þá veitti Lyfja­stofnun Mat­væla­stofnun álit um málið og benti meðal annars á að mela­tónín í lægsta styrk, eitt millí­gramm, væri flokkað sem fæðu­bótar­efni í ná­granna­löndum okkar. Síðan þá hefur það verið fáanlegt í lausasölu.

Í svörum til frétta­stofu vegna málsins frá Em­bætti land­læknis kemur fram að em­bættið hafi ekki upp­lýsingar um það hvort ein­staklingar hér á landi hafi leitað sér að­stoðar hjá heil­brigðis­stofnunum vegna of­neyslu á mela­tóníni.

Em­bættið segist hafa leitað svara hjá Eitur­efna­mið­stöð Land­spítala en svör ekki borist. Vísir hefur jafn­framt sent fyrir­spurn vegna málsins á Barna­spítala Hringsins.

Skyn­sam­legt að ráð­færa sig við lækni

„Þó svo að 1 mg skammtur af mela­tónín sé ekki lengur flokkað sem lyf þá er mikil­vægt að for­eldrar barna eða ung­menna sem glíma við svefn­vanda­mál noti efnið með skyn­sömum hætti. Mela­tónín bæti­efni ætti að um­gangast eins og öll önnur lyf og það ætti geyma á öruggum stað svo börn komist ekki í það,“ segir í svari Land­læknis.

Áður en byrjað sé að nota mela­tónín sé skyn­sam­legt að ráð­færa sig við lækni eða annað fag­fólk, enda séu fjöl­breyttar leiðir í boði til þess að takast á við svefn­vanda­mál barna. Góður svefn sé enda ein af undir­stöðum heilsu og vel­líðunar.

„Em­bætti land­læknis hefur gefið sér­stakan gaum að þeirri stað­reynd að fjöl­margir sofa of lítið hér­lendis, sér­stak­lega ung­lingar og ungt fólk en líka hátt hlut­fall full­orðinna. Ekki liggja fyrir upp­lýsingar um svefn yngri barna en em­bættið skoðar hvort hægt er að fá fram slík gögn.“

Notkunin ekki undir sér­stöku eftir­liti en aukist

Þá segir Em­bætti land­læknis að það hafi ekki upp­lýsingar um mela­tónín sem keypt sé sem al­menn vara í verslunum hér á landi, né heldur í út­löndum og flutt er til Ís­lands í pósti eða far­angri.

„Notkun mela­tóníns, sam­kvæmt lyfja­gagna­grunni Em­bættis land­læknis var skoðuð í fyrra, saman­ber Talna­brunninn og eins og þar kemur fram hefur notkunin aukist mikið. Notkun mela­tóníns er ekki undir sér­stöku eftir­liti hjá Em­bætti land­læknis.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×